Grípum gæsina meðan hún gefst Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 23. mars 2021 11:31 Gosið í Geldingadal kom kannski ekki mörgum á óvart. Það er sem betur fer lítið og virðist frekar meinlaust. Almenningur hefur fylgst grannt með þróuninni í aðdragandanum og nú er enginn maður með mönnum sem ekki kann eitthvað fyrir sér í jarðfræði. Áhuginn á gosinu er mikill ,skyldi engan undra, og margir hafa áhuga á að berja gosið augum. Leiðin að gosinu er nokkuð strembin sérstaklega fyrir óvana göngumenn. Á svæðinu eru nokkrir slóðar sem færir eru öflugum bílum. Þessa slóða er vel hægt að laga. Veghefill og hugsanlega jarðýtur þyrftu ekki langan tíma til að gera þessa slóða aksturshæfa fyrir rútur. Gott væri að merkja leið með stikum svo að skipulagðar jeppa og fjórhjólaferðir endi ekki með ósköpum, það myndi gera öldruðum og fötluðum einstaklingum kleift að berja gosið augum. Þar sem ferðaþjónustan glímir við kreppu væri greiðfær leið að gosstöðvunum búbót. Fjöldinn allur af rútum stendur verkefnalaus á bílastæðum og skiptir miklu máli að útvega þeim verkefni. Akstur að gosinu í Geldingadal myndi skapa atvinnu þó ekki væri nema í stutta stund. Bónusinn væri sá að færri slösuðust, enginn þyrfti að týnast á leiðinni, og stóri bónusinn fleiri fengju notið einstaks náttúrufyrirbrigðis. Við erum ekki stór þjóð og verðum að nýta öll tækifæri. Eldgosið á Reykjanesi er eitt slíkt. Það eina sem þarf er viljinn. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Gosið í Geldingadal kom kannski ekki mörgum á óvart. Það er sem betur fer lítið og virðist frekar meinlaust. Almenningur hefur fylgst grannt með þróuninni í aðdragandanum og nú er enginn maður með mönnum sem ekki kann eitthvað fyrir sér í jarðfræði. Áhuginn á gosinu er mikill ,skyldi engan undra, og margir hafa áhuga á að berja gosið augum. Leiðin að gosinu er nokkuð strembin sérstaklega fyrir óvana göngumenn. Á svæðinu eru nokkrir slóðar sem færir eru öflugum bílum. Þessa slóða er vel hægt að laga. Veghefill og hugsanlega jarðýtur þyrftu ekki langan tíma til að gera þessa slóða aksturshæfa fyrir rútur. Gott væri að merkja leið með stikum svo að skipulagðar jeppa og fjórhjólaferðir endi ekki með ósköpum, það myndi gera öldruðum og fötluðum einstaklingum kleift að berja gosið augum. Þar sem ferðaþjónustan glímir við kreppu væri greiðfær leið að gosstöðvunum búbót. Fjöldinn allur af rútum stendur verkefnalaus á bílastæðum og skiptir miklu máli að útvega þeim verkefni. Akstur að gosinu í Geldingadal myndi skapa atvinnu þó ekki væri nema í stutta stund. Bónusinn væri sá að færri slösuðust, enginn þyrfti að týnast á leiðinni, og stóri bónusinn fleiri fengju notið einstaks náttúrufyrirbrigðis. Við erum ekki stór þjóð og verðum að nýta öll tækifæri. Eldgosið á Reykjanesi er eitt slíkt. Það eina sem þarf er viljinn. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar