Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda Sylvía Hall skrifar 21. mars 2021 20:21 „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar í kvöld sagði hann umferðina hafa verið ofboðslega mikla um helgina. Allt hafi gengið vel fyrir sig og margir mætt vel útbúnir þó eitthvað væri um smávægileg óhöpp. „Annars hefur þetta gengið ótrúlega vel.“ Ákveðið var í dag að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadal þar sem stóri gígurinn gæti brostið og hrauntaumurinn breytt hratt um stefnu. Fyrr í dag hrundi úr stærsta vegg gígsins og fossaði logandi kvikan niður. „Ég geri ráð fyrir því að það þurfi að gera einhverjar ráðstafanir fyrir næstu helgi ef þetta heldur svona áfram,“ segir Hjálmar. „Þetta er bara góð þjóðhátíð miðað við bílafjölda. Ég hef aldrei séð annað eins hér.“ Viðtalið við Hjálmar má sjá í spilaranum hér að neðan. Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að fólk hafi verið að „gleyma sér í gleðinni“ áður en svæðinu var lokað Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að vilji hafi verið til að hafa svæðið opið en fólk hafi hegðað sér fremur óvarlega á gossvæðinu í dag. 21. mars 2021 17:26 Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39 Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þegar fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar í kvöld sagði hann umferðina hafa verið ofboðslega mikla um helgina. Allt hafi gengið vel fyrir sig og margir mætt vel útbúnir þó eitthvað væri um smávægileg óhöpp. „Annars hefur þetta gengið ótrúlega vel.“ Ákveðið var í dag að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadal þar sem stóri gígurinn gæti brostið og hrauntaumurinn breytt hratt um stefnu. Fyrr í dag hrundi úr stærsta vegg gígsins og fossaði logandi kvikan niður. „Ég geri ráð fyrir því að það þurfi að gera einhverjar ráðstafanir fyrir næstu helgi ef þetta heldur svona áfram,“ segir Hjálmar. „Þetta er bara góð þjóðhátíð miðað við bílafjölda. Ég hef aldrei séð annað eins hér.“ Viðtalið við Hjálmar má sjá í spilaranum hér að neðan.
Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að fólk hafi verið að „gleyma sér í gleðinni“ áður en svæðinu var lokað Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að vilji hafi verið til að hafa svæðið opið en fólk hafi hegðað sér fremur óvarlega á gossvæðinu í dag. 21. mars 2021 17:26 Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39 Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir að fólk hafi verið að „gleyma sér í gleðinni“ áður en svæðinu var lokað Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að vilji hafi verið til að hafa svæðið opið en fólk hafi hegðað sér fremur óvarlega á gossvæðinu í dag. 21. mars 2021 17:26
Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39
Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21