Áskorun til stjórnvalda Vilhjálmur Birgisson skrifar 19. mars 2021 10:30 Fjölmargt launafólk hefur nýtt sér úrræði stjórnvalda og ráðstafað hluta af séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán sín. Það er mat mitt að hér sé um mjög skynsamlega ráðstöfun að ræða enda umrædd ráðstöfun skattfrjáls og það er einnig mitt mat að besti lífeyrir heimilanna er að eiga skuldlitla eða skuldlausa eign þegar fólk fer á eftirlaun. Hins vegar liggur fyrir að þessi heimild heimilanna til að ráðstafa séreign sinni skattfrjálst inn á húsnæðislán sín rennur út í júní næstkomandi og ekki hefur heyrst frá stjórnvöldum hvort þau muni framlengja þetta frábæra úrræði fyrir heimilin. Ég skora á stjórnvöld að halda þessu úrræði áfram því eins og áður sagði þá tel ég að besti lífeyrir launafólks sé að eiga skuldlítið eða skuldlaust húsnæði þegar það kemst á eftirlaun. Það gefur fólki möguleika á að selja eign sína og fjárfesta annað hvort í minni og ódýrari eign eða fara í önnur búsetuúrræði sem bjóðast eldra fólki eins og t.d. í gegnum Búseta. Já, húseign launafólks er okkar besti lífeyrir og í því jákvæða vaxtastigi sem við núna loksins búum við þar sem fólk hefur í stríðum straumum komið sér úr viðjum og hlekkjum verðtryggingar og endurfjármagnað sig með óverðtryggðum húsnæðislánum er frábært að geta notað skattfrjálsan séreignarlífeyrissparnað sinn til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Ég ítreka áskorun mína til stjórnvalda að heimila áframhald á þessu góða úrræði heimilum til hagsbóta! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargt launafólk hefur nýtt sér úrræði stjórnvalda og ráðstafað hluta af séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán sín. Það er mat mitt að hér sé um mjög skynsamlega ráðstöfun að ræða enda umrædd ráðstöfun skattfrjáls og það er einnig mitt mat að besti lífeyrir heimilanna er að eiga skuldlitla eða skuldlausa eign þegar fólk fer á eftirlaun. Hins vegar liggur fyrir að þessi heimild heimilanna til að ráðstafa séreign sinni skattfrjálst inn á húsnæðislán sín rennur út í júní næstkomandi og ekki hefur heyrst frá stjórnvöldum hvort þau muni framlengja þetta frábæra úrræði fyrir heimilin. Ég skora á stjórnvöld að halda þessu úrræði áfram því eins og áður sagði þá tel ég að besti lífeyrir launafólks sé að eiga skuldlítið eða skuldlaust húsnæði þegar það kemst á eftirlaun. Það gefur fólki möguleika á að selja eign sína og fjárfesta annað hvort í minni og ódýrari eign eða fara í önnur búsetuúrræði sem bjóðast eldra fólki eins og t.d. í gegnum Búseta. Já, húseign launafólks er okkar besti lífeyrir og í því jákvæða vaxtastigi sem við núna loksins búum við þar sem fólk hefur í stríðum straumum komið sér úr viðjum og hlekkjum verðtryggingar og endurfjármagnað sig með óverðtryggðum húsnæðislánum er frábært að geta notað skattfrjálsan séreignarlífeyrissparnað sinn til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Ég ítreka áskorun mína til stjórnvalda að heimila áframhald á þessu góða úrræði heimilum til hagsbóta! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar