Palestínsk yfirvöld í slæmum félagsskap Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 18. mars 2021 07:31 Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni[1]. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela. Samtökin munu kallast “Vinahópur til varnar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna”. Samtökin munu leggja sérstaka áhersla á að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna virði stofnsáttmála þeirra, nánar tiltekið þá grein sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé fyrir aðildarríki að skipta sér af öðrum ríkjum vegna mála „sem koma í aðalatriðum undir eigin lögsögu ríkis“.[2] Það er augljóslega ekki tilviljun að ríkin sem koma að tillögunni hafa flest verið beitt einhliða viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum vegna ítrekaðra mannréttindabrota undanfarinn áratug. Með hinum nýstofnuðu samtökum hyggjast þau beita alþjóðasamfélagið þrýstingi til að láta af slíkum aðgerðum óháð stöðu mannréttinda innan ríkjanna. Það er vert að taka fram að einhliða þvingunaraðgerðir eru ekki óheimilar samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna sé þeim beitt til að koma í veg fyrir mannréttindabrot. Yfirvöld í Kína hafa hins vegar látið í veðri vaka að tilgangur slíkra aðgerða sé að þvinga fram pólitískar kerfisbreytingar og að á þeim forsendum séu þær ólöglegar.[3] Nýja tillagan byggir einnig á þessari orðræðu og er jafnframt álíka gegnsæ tilraun til að draga athyglina frá þeim mannréttindabrotum sem eru framin á degi hverjum innan ríkjanna sem að henni koma. Margir munu líklega velta fyrir sér hvaða hag palestínsk yfirvöld gætu haft af því að stilla sér upp á meðal ríkja sem hafa ítrekað virt mannréttindi eigin þegna að vettugi. Hafa palestínsk yfirvöld áhyggjur af því að vera dregin til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot? Sjá þau fyrrnefnd ríki sem trausta bandamenn í þrálátri baráttu sinni við Ísraelsríki? Hvert svo sem svarið er verður seint sagt að aðkoma þeirra að tillögunni sé þeim til framdráttar. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni[1]. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela. Samtökin munu kallast “Vinahópur til varnar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna”. Samtökin munu leggja sérstaka áhersla á að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna virði stofnsáttmála þeirra, nánar tiltekið þá grein sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé fyrir aðildarríki að skipta sér af öðrum ríkjum vegna mála „sem koma í aðalatriðum undir eigin lögsögu ríkis“.[2] Það er augljóslega ekki tilviljun að ríkin sem koma að tillögunni hafa flest verið beitt einhliða viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum vegna ítrekaðra mannréttindabrota undanfarinn áratug. Með hinum nýstofnuðu samtökum hyggjast þau beita alþjóðasamfélagið þrýstingi til að láta af slíkum aðgerðum óháð stöðu mannréttinda innan ríkjanna. Það er vert að taka fram að einhliða þvingunaraðgerðir eru ekki óheimilar samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna sé þeim beitt til að koma í veg fyrir mannréttindabrot. Yfirvöld í Kína hafa hins vegar látið í veðri vaka að tilgangur slíkra aðgerða sé að þvinga fram pólitískar kerfisbreytingar og að á þeim forsendum séu þær ólöglegar.[3] Nýja tillagan byggir einnig á þessari orðræðu og er jafnframt álíka gegnsæ tilraun til að draga athyglina frá þeim mannréttindabrotum sem eru framin á degi hverjum innan ríkjanna sem að henni koma. Margir munu líklega velta fyrir sér hvaða hag palestínsk yfirvöld gætu haft af því að stilla sér upp á meðal ríkja sem hafa ítrekað virt mannréttindi eigin þegna að vettugi. Hafa palestínsk yfirvöld áhyggjur af því að vera dregin til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot? Sjá þau fyrrnefnd ríki sem trausta bandamenn í þrálátri baráttu sinni við Ísraelsríki? Hvert svo sem svarið er verður seint sagt að aðkoma þeirra að tillögunni sé þeim til framdráttar. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml
Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun