Hver er réttur hælisleitenda? Ólafur Ísleifsson skrifar 14. mars 2021 09:01 Spurningunni í fyrirsögn var nýlega varpað fram af ráðherra í dönsku ríkisstjórninni, ríkisstjórn jafnaðarmanna undir forystu Mette Fredriksen. Ráðherra útlendinga- og aðlögunarmála, jafnaðarmaðurinn Mattias Tesfaye, greip til varna eftir harða gagnrýni á frumvarp hans í danska þjóðþinginu um heimild til að flytja hælisleitendur í móttökustöð utan Evrópu. Ríkisstjórnin leggur þunga áherslu á frumvarpið sem fær misjafnar móttökur í þinginu, t.d. vill vinstriflokkurinn Radikale Venstre að málið sé leyst í samstarfi Evrópuríkja. Gagnrýnin á frumvarpið kom fram í umsögnum stofnana og er Amnesty International þeirra á meðal. Er haldið fram að stefna ríkisstjórnarinnar um móttökustöð feli í sér skort á samkennd, sé ómannúðleg og taki frá fólki réttinn til að leita hælis. Málsvörn jafnaðarmanna Mattias Tesfaye skrifar á vefmiðilinn Altinget.dk að þessu sé hann algjörlega ósammála. Hann segir að við ættum að spyrja okkur sjálf um hvers hælisleitendur og flóttamenn geti krafist. Ég tel, segir danski ráðherrann, að svarið sé vernd. Það sé þó komið undir því að þeir fullnægi skilyrðum til að fá hæli. Danski ráðherrann segir að almennt sé það skylda Danmerkur og annarra landa að leggja sitt af mörkum til að flóttamenn fái nauðsynleg lyf, aðgang að rennandi vatni og að börnin hafi möguleika á að ganga í skóla. Á þessu berum við ábyrgð í ljósi mannúðarsjónarmiða, segir hann. Ráðherrann skilyrðir svar sitt með því að bæta við að hælisleitendur og flóttamenn eigi ekki kröfu á framtíð í Vestur-Evrópsku velferðarríki. Og við berum ekki ábyrgð á að milljónir manna taki sér bólfestu hér, segir danski jafnaðarmaðurinn. Undir slíku geti samfélag okkar ekki staðið, segir ráðherrann. Af þessari ástæðu leggjum við til, þ.e. danska jafnaðarmannaríkisstjórnin, að flytja afgreiðslu hælisumsókna og vernd flóttamanna til lands utan Evrópu, eða út fyrir Evrópusambandið eins og hann orðar það. Þeir skilja það dönsku kratarnir að samfélagið og velferðarkerfið þola ekki opin eða hálfopin landamæri. Gömlu kratarnir hér átta sig líka á þessu en málið sýnist vefjast fyrir sumum sem gefa sig út fyrir að tala í nafni jafnaðarstefnu og mannúðar. Aukin hjálp á heimaslóð Ráðherrann segist telja að þessi aðgerð muni leiða til umtalsverðrar fækkunar hælisleitenda á danskri grundu. Þetta leiði af sér aukið fé til að hjálpa fleirum á heimaslóð. Fleiri flóttamenn fái vernd nær heimkynnum sínum í stað þess að hætta lífi sínu á siglingu yfir Miðjarðarhafið. Hann segir milljónir flóttamanna hafi fengið vernd í löndum utan Evrópu. Kannski í samfélögum sem líkjast meira landinu þaðan sem þeir flúðu en Danmörk gerir. Við í Danmörku skulum leggja okkar af mörkum til að flóttamenn fái vernd, skrifar ráðherrann. Þeir eigi bara ekki kröfu á að verndin sé veitt í velferðarríki. Staðið við alþjóðlegar skuldbindingar Ráðherrann segist vilja róa gagnrýnendur með því að fyrirkomulagið að flytja hælisleitendur til þriðja lands muni að sjálfsögðu gerast innan marka alþjóðlegra skuldbindinga sem Danmörk hefur undirgengist. Slíkt sé forsenda fyrir samkomulagi við þriðja land. Vísar hann til lögfræðiálits sem staðfesti að alþjóðasamningar standi ekki í vegi fyrir þessu fyrirkomulagi. Nú taki við í næsta lotu að hefja með ákveðnari hætti viðræður við þau lönd sem dönsk stjórnvöld telji koma til greina sem möguleg samstarfslönd. Tesfaye segir eðlilegt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á dönskum lögum til að afla heimildar til að flytja hælisleitendur þegar fyrir liggur samkomulag við þriðja land. Þá berist umheiminum skýr skilaboð um að dönskum stjórnvöldum sé full alvara. Ekki skortur á samkennd Danski ráðherrann lýkur grein sinni með því að vísa á bug að tillaga ríkisstjórnarinnar beri vott um skort á samkennd. Hann rökstyður þá fullyrðingu með því að segja að meira en helmingur þeirra sem komi til Evrópu hafi ekki þörf fyrir vernd. Um þessar mundir séu í Danmörku um 1300 hælisleitendur sem fengið hafi afsvar. Það kosti um 300.000 danskar krónur á ári á hvern slíkan að halda honum uppi og senda á brott. Þetta segir ráðherrann dýrt og óviðunandi. Fjárhæðin svarar til ríflega 6 milljóna íslenskra króna. Halda beri aðstreymi til Danmerkur í skefjum. Þetta spari stórfé við að senda úr landi hælisleitendur sem fengið hafa afsvar. Féð megi nota til að hjálpa miklu fleira fólki og betur á heimaslóð. Fram kemur hjá ráðherranum að á liðnu ári ákvað ríkisstjórnin að Danmörk myndi taka á móti 200 kvótaflóttamönnum úr flóttamannabúðum í Rúanda. Danska ríkisstjórnin leggur jafngildi sjö milljarða íslenskra króna umfram framlag fyrra árs m.a. til að hjálpa flóttamönnum á heimaslóð. Á komandi ári hyggst ríkisstjórnin nota aukinn hluta framlaga til þróunarhjálpar til aðstoðar við flóttamenn. Hjálp til fólks í þúsundatali Við hjálpum fólki í tugþúsundatali, segir ráðherrann. En það gerist handan danskra landamæra og vekur sjaldnast sömu athygli heima fyrir og hin eilífa deila um fólk sem tekist hefur að komast til Evrópu og Danmerkur. Eilítil þröngsýni, segir ráðherrann í lok greinar sinnar. Hér birtist kjarni hinnar breyttu norrænu stefnu sem felst í að taka við kvótaflóttamönnum í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, draga úr móttöku hælisleitenda en leggja sig fram við að hjálpa fólki á heimaslóð þúsundum eða tugþúsundum saman. Hlutfallslega flestar umsóknir á Íslandi Sexfaldur fjöldi hælisleitenda hér að tiltölu borið saman við Danmörku og Noreg er til marks um að hér á landi er rekin stefna sem Norðurlöndin hafa horfið frá og danski forsætisráðherrann segir hafa verið mistök. Alþingi hefur til meðferðar frumvarp félagsmálaráðherra um að fylgja fastar fram þessari stefnu, sem frændur okkar hafa hafnað. Þá er að sjá hvort boðað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum falli í sama far eða beri þess merki að einhverjir meðal íslenskra ráðamanna hafi tekið eftir viðsnúningi í málaflokknum í nágrannaríkjum okkar á Norðurlöndum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Hælisleitendur Miðflokkurinn Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Spurningunni í fyrirsögn var nýlega varpað fram af ráðherra í dönsku ríkisstjórninni, ríkisstjórn jafnaðarmanna undir forystu Mette Fredriksen. Ráðherra útlendinga- og aðlögunarmála, jafnaðarmaðurinn Mattias Tesfaye, greip til varna eftir harða gagnrýni á frumvarp hans í danska þjóðþinginu um heimild til að flytja hælisleitendur í móttökustöð utan Evrópu. Ríkisstjórnin leggur þunga áherslu á frumvarpið sem fær misjafnar móttökur í þinginu, t.d. vill vinstriflokkurinn Radikale Venstre að málið sé leyst í samstarfi Evrópuríkja. Gagnrýnin á frumvarpið kom fram í umsögnum stofnana og er Amnesty International þeirra á meðal. Er haldið fram að stefna ríkisstjórnarinnar um móttökustöð feli í sér skort á samkennd, sé ómannúðleg og taki frá fólki réttinn til að leita hælis. Málsvörn jafnaðarmanna Mattias Tesfaye skrifar á vefmiðilinn Altinget.dk að þessu sé hann algjörlega ósammála. Hann segir að við ættum að spyrja okkur sjálf um hvers hælisleitendur og flóttamenn geti krafist. Ég tel, segir danski ráðherrann, að svarið sé vernd. Það sé þó komið undir því að þeir fullnægi skilyrðum til að fá hæli. Danski ráðherrann segir að almennt sé það skylda Danmerkur og annarra landa að leggja sitt af mörkum til að flóttamenn fái nauðsynleg lyf, aðgang að rennandi vatni og að börnin hafi möguleika á að ganga í skóla. Á þessu berum við ábyrgð í ljósi mannúðarsjónarmiða, segir hann. Ráðherrann skilyrðir svar sitt með því að bæta við að hælisleitendur og flóttamenn eigi ekki kröfu á framtíð í Vestur-Evrópsku velferðarríki. Og við berum ekki ábyrgð á að milljónir manna taki sér bólfestu hér, segir danski jafnaðarmaðurinn. Undir slíku geti samfélag okkar ekki staðið, segir ráðherrann. Af þessari ástæðu leggjum við til, þ.e. danska jafnaðarmannaríkisstjórnin, að flytja afgreiðslu hælisumsókna og vernd flóttamanna til lands utan Evrópu, eða út fyrir Evrópusambandið eins og hann orðar það. Þeir skilja það dönsku kratarnir að samfélagið og velferðarkerfið þola ekki opin eða hálfopin landamæri. Gömlu kratarnir hér átta sig líka á þessu en málið sýnist vefjast fyrir sumum sem gefa sig út fyrir að tala í nafni jafnaðarstefnu og mannúðar. Aukin hjálp á heimaslóð Ráðherrann segist telja að þessi aðgerð muni leiða til umtalsverðrar fækkunar hælisleitenda á danskri grundu. Þetta leiði af sér aukið fé til að hjálpa fleirum á heimaslóð. Fleiri flóttamenn fái vernd nær heimkynnum sínum í stað þess að hætta lífi sínu á siglingu yfir Miðjarðarhafið. Hann segir milljónir flóttamanna hafi fengið vernd í löndum utan Evrópu. Kannski í samfélögum sem líkjast meira landinu þaðan sem þeir flúðu en Danmörk gerir. Við í Danmörku skulum leggja okkar af mörkum til að flóttamenn fái vernd, skrifar ráðherrann. Þeir eigi bara ekki kröfu á að verndin sé veitt í velferðarríki. Staðið við alþjóðlegar skuldbindingar Ráðherrann segist vilja róa gagnrýnendur með því að fyrirkomulagið að flytja hælisleitendur til þriðja lands muni að sjálfsögðu gerast innan marka alþjóðlegra skuldbindinga sem Danmörk hefur undirgengist. Slíkt sé forsenda fyrir samkomulagi við þriðja land. Vísar hann til lögfræðiálits sem staðfesti að alþjóðasamningar standi ekki í vegi fyrir þessu fyrirkomulagi. Nú taki við í næsta lotu að hefja með ákveðnari hætti viðræður við þau lönd sem dönsk stjórnvöld telji koma til greina sem möguleg samstarfslönd. Tesfaye segir eðlilegt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á dönskum lögum til að afla heimildar til að flytja hælisleitendur þegar fyrir liggur samkomulag við þriðja land. Þá berist umheiminum skýr skilaboð um að dönskum stjórnvöldum sé full alvara. Ekki skortur á samkennd Danski ráðherrann lýkur grein sinni með því að vísa á bug að tillaga ríkisstjórnarinnar beri vott um skort á samkennd. Hann rökstyður þá fullyrðingu með því að segja að meira en helmingur þeirra sem komi til Evrópu hafi ekki þörf fyrir vernd. Um þessar mundir séu í Danmörku um 1300 hælisleitendur sem fengið hafi afsvar. Það kosti um 300.000 danskar krónur á ári á hvern slíkan að halda honum uppi og senda á brott. Þetta segir ráðherrann dýrt og óviðunandi. Fjárhæðin svarar til ríflega 6 milljóna íslenskra króna. Halda beri aðstreymi til Danmerkur í skefjum. Þetta spari stórfé við að senda úr landi hælisleitendur sem fengið hafa afsvar. Féð megi nota til að hjálpa miklu fleira fólki og betur á heimaslóð. Fram kemur hjá ráðherranum að á liðnu ári ákvað ríkisstjórnin að Danmörk myndi taka á móti 200 kvótaflóttamönnum úr flóttamannabúðum í Rúanda. Danska ríkisstjórnin leggur jafngildi sjö milljarða íslenskra króna umfram framlag fyrra árs m.a. til að hjálpa flóttamönnum á heimaslóð. Á komandi ári hyggst ríkisstjórnin nota aukinn hluta framlaga til þróunarhjálpar til aðstoðar við flóttamenn. Hjálp til fólks í þúsundatali Við hjálpum fólki í tugþúsundatali, segir ráðherrann. En það gerist handan danskra landamæra og vekur sjaldnast sömu athygli heima fyrir og hin eilífa deila um fólk sem tekist hefur að komast til Evrópu og Danmerkur. Eilítil þröngsýni, segir ráðherrann í lok greinar sinnar. Hér birtist kjarni hinnar breyttu norrænu stefnu sem felst í að taka við kvótaflóttamönnum í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, draga úr móttöku hælisleitenda en leggja sig fram við að hjálpa fólki á heimaslóð þúsundum eða tugþúsundum saman. Hlutfallslega flestar umsóknir á Íslandi Sexfaldur fjöldi hælisleitenda hér að tiltölu borið saman við Danmörku og Noreg er til marks um að hér á landi er rekin stefna sem Norðurlöndin hafa horfið frá og danski forsætisráðherrann segir hafa verið mistök. Alþingi hefur til meðferðar frumvarp félagsmálaráðherra um að fylgja fastar fram þessari stefnu, sem frændur okkar hafa hafnað. Þá er að sjá hvort boðað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum falli í sama far eða beri þess merki að einhverjir meðal íslenskra ráðamanna hafi tekið eftir viðsnúningi í málaflokknum í nágrannaríkjum okkar á Norðurlöndum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun