Seljandi bifreiðar kannaðist ekki við að hafa selt bifreiðina Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 17:23 Héraðsdómur úrskurðaði að bifreiðin sem Smart bílar seldu stefnanda hafi verið gallaður samkvæmt lögum. Vísir/vilhelm Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Forsaga málsins er sú að Smart bílar auglýstu Volvo XC90 T8 Hybrid bifreið til sölu í mars árið 2019 sem stefnandi hafði áhuga á að festa kaup á. Í kjölfarið undirritaði hann skjal sem bar yfirskriftina kaupsamningur. „Í þeim samningi var kveðið á um að stefnandi og stefnda gerðu með sér samning um þjónustu/kaup, eins og það var orðað, vegna framangreinds ökutækis,“ segir í dómi héraðsdóms. Þar var kveðið á um að kaupandi hafi beðið Smart bíla um að finna ökutæki sem væri til sölu erlendis og koma því til Íslands. Fyrirtækið kæmi fram sem umboðsmaður kaupanda í viðskiptum við bandaríska söluaðilann og tekið fram að upplýsingar um ástand ökutækja sem fyrirtæki veiti og væru komnar frá seljanda eða óháðum skoðunaraðila væru á engan hátt á hans ábyrgð. Um var að ræða bifreið að gerðinni Volvo XC90 T8 Hybrid.Getty/Sjoerd van der Wal Vildu ekki greiða viðgerðarkostnað Þegar kaupandinn fékk bifreiðina afhenta í júní gerði hann athugasemdir við að bakkmyndvél, skotthleri og leiðsögutæki virkuðu ekki auk þess að bíllinn læki í rigningartíð. Eigandi bílsins fór fram á að Smart bílar væru dæmdir til greiðslu bóta vegna galla bílsins. Fyrirtækið hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að það hafi ekki selt eigandanum bílinn heldur verið falið að annast milligöngu um viðskipti kaupandans við raunverulegan seljanda bifreiðarinnar sem væri bandaríska fyrirtækið JRS Auto buyers. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þessu og sagði staðreynd málsins vera að kaupandi hafi keypt bifreiðina beint af Smart bílum sem bæri þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Þar hafi meðal annars haft áhrif að kaupsamningur við JRS Auto buyers og farmbréf vegna flutnings bifreiðarinnar til landsins hafi verið í nafni Smart bíla. Héraðsdómur Reykjavíkur. Beri klárlega ábyrgð á afhendingarástandi bifreiðarinnar „Þegar horft er til þess og þeirrar staðreyndar að stefndi kynnti bifreiðina til sölu á tilgreindu söluverði á vefsíðu sinni eru engar forsendur til að leggja til grundvallar að stefnandi hafi leitað til stefnda og falast eftir þjónustu hans við að finna bíl fyrir sig til að kaupa. Staðreyndin er sú að stefnandi keypti bifreiðina beint af stefnda, sem ber þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar,“ segir í dómi héraðsdóms. „Breytir engu í þeim efnum þótt stefndi hafi beinlínis keypt hana erlendis í því augnamiði að selja stefnanda hana. Áréttað skal einnig í þessu sambandi að með því að hafa þennan háttinn á þá stendur eignarhald stefnda á bifreiðinni beinlínis í vegi fyrir því að stefnandi geti haft uppi kröfur á hendur hinum fyrrum bandarísku eigendum bifreiðarinnar, sem varnir stefnda um aðildarskort taka mið af, enda ekkert samningssamband milli stefnanda og bandarísku aðilanna.“ Þar að auki sé ekki um það deilt að bifreiðin hafi orðið fyrir skemmdum vegna vatnsleka og væri því gallaður í skilningi laga um neytendakaup. Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Smart bílar auglýstu Volvo XC90 T8 Hybrid bifreið til sölu í mars árið 2019 sem stefnandi hafði áhuga á að festa kaup á. Í kjölfarið undirritaði hann skjal sem bar yfirskriftina kaupsamningur. „Í þeim samningi var kveðið á um að stefnandi og stefnda gerðu með sér samning um þjónustu/kaup, eins og það var orðað, vegna framangreinds ökutækis,“ segir í dómi héraðsdóms. Þar var kveðið á um að kaupandi hafi beðið Smart bíla um að finna ökutæki sem væri til sölu erlendis og koma því til Íslands. Fyrirtækið kæmi fram sem umboðsmaður kaupanda í viðskiptum við bandaríska söluaðilann og tekið fram að upplýsingar um ástand ökutækja sem fyrirtæki veiti og væru komnar frá seljanda eða óháðum skoðunaraðila væru á engan hátt á hans ábyrgð. Um var að ræða bifreið að gerðinni Volvo XC90 T8 Hybrid.Getty/Sjoerd van der Wal Vildu ekki greiða viðgerðarkostnað Þegar kaupandinn fékk bifreiðina afhenta í júní gerði hann athugasemdir við að bakkmyndvél, skotthleri og leiðsögutæki virkuðu ekki auk þess að bíllinn læki í rigningartíð. Eigandi bílsins fór fram á að Smart bílar væru dæmdir til greiðslu bóta vegna galla bílsins. Fyrirtækið hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að það hafi ekki selt eigandanum bílinn heldur verið falið að annast milligöngu um viðskipti kaupandans við raunverulegan seljanda bifreiðarinnar sem væri bandaríska fyrirtækið JRS Auto buyers. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þessu og sagði staðreynd málsins vera að kaupandi hafi keypt bifreiðina beint af Smart bílum sem bæri þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Þar hafi meðal annars haft áhrif að kaupsamningur við JRS Auto buyers og farmbréf vegna flutnings bifreiðarinnar til landsins hafi verið í nafni Smart bíla. Héraðsdómur Reykjavíkur. Beri klárlega ábyrgð á afhendingarástandi bifreiðarinnar „Þegar horft er til þess og þeirrar staðreyndar að stefndi kynnti bifreiðina til sölu á tilgreindu söluverði á vefsíðu sinni eru engar forsendur til að leggja til grundvallar að stefnandi hafi leitað til stefnda og falast eftir þjónustu hans við að finna bíl fyrir sig til að kaupa. Staðreyndin er sú að stefnandi keypti bifreiðina beint af stefnda, sem ber þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar,“ segir í dómi héraðsdóms. „Breytir engu í þeim efnum þótt stefndi hafi beinlínis keypt hana erlendis í því augnamiði að selja stefnanda hana. Áréttað skal einnig í þessu sambandi að með því að hafa þennan háttinn á þá stendur eignarhald stefnda á bifreiðinni beinlínis í vegi fyrir því að stefnandi geti haft uppi kröfur á hendur hinum fyrrum bandarísku eigendum bifreiðarinnar, sem varnir stefnda um aðildarskort taka mið af, enda ekkert samningssamband milli stefnanda og bandarísku aðilanna.“ Þar að auki sé ekki um það deilt að bifreiðin hafi orðið fyrir skemmdum vegna vatnsleka og væri því gallaður í skilningi laga um neytendakaup.
Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira