Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar í gærkvöldi, en aðalfundur félagsins er haldinn rafrænt á morgun.
Martin J. St. George er framkvæmdastjóri hjá flugfélaginu LATAM í Suður-Ameríku en hefur áður starfað meðal annars hjá United Airlines, Norwegian og jetBlue. Hann var síðastur til að tilkynna um framboð sitt til stjórnar Icelandair, en í tilkynningunni er ekkert gefið upp um ástæðu þess að hann hafi nú dregið framboðið til baka.
Frambjóðendur til stjórnar Icelandair Group eru þá átta: Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Steinn Logi Björnsson, Sturla Ómarsson, Svafa Grönfeldt, Úlfar Steindórsson og Þórunn Reynisdóttir.
Fimm eiga sæti í stjórninni, en núverandi stjórnarmenn bjóða sig öll fram til endurkjörs, það er þau Úlfar, Svafa, Guðmundur, John F. Thomas og Nina Jonsson.