Þú átt bara að kunna þetta Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2021 10:01 Um þessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágæt áminning hér til þeirra sem því kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Aðrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“. Hins vegar er hugsun mín önnur með grein þessari. Því að á ári hverju vaknar þessi spurning „af hverju er ekki kennt að skila skattframtali í skóla?“. Frábær spurning, hún á vel við. Það hefur lengi verið talað um að þjálfa fjármálalæsi í grunnskóla. Ýmist er það rætt á sveitastjórnarstiginu eða af alþingismönnum. Menn velta því fyrir sér hvar umræðan eigi heima. Aðalnámskrá grunnskólanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra setur, er nú orðin áratugsgömul, þar er í einu orði minnst á fjármálalæsi í kaflanum „sjálfbærni“. Það þarf því að knýja fram endurskoðun á henni svo aðalnámskrá sé í takt við þær áherslur sem eiga við á hverjum tíma. Sterkt hefði verið að nefna fjármálalæsi í menntastefnu 2030 eða þá þær áskoranir sem blasa við unga fólkinu í dag þegar störfin þróast í takt við fjórðu iðnbyltinguna en bóknámið nær ekki utan um þær samfélagslegu breytingar sem í gangi eru. Þetta er ekki einungis spurning um að læra að skila skattskýrslunni, sem börn á 16 aldursári þurfa að skila, heldur líka til að efla fjármálavitund í umhverfinu. Hvernig á að spara? Hvernig á að lesa launaseðilinn? Hvaða áhætta fylgir því að taka smálán? Það þarf líka að þjálfa almenna skynsemi Við stöndum fyrir því að raunfærni, eða almenn hæfni, er ýmist ekki þjálfuð eða þá að kennsluefnið sé úrelt. Þetta heyrist bæði frá nemendum og kennurum á grunnskólastiginu. Áskoranir nútímans kalla á frekari fræðslu um t.d. lýðheilsu út frá lífstílssjúkdómum og almennu heilbrigði, einnig kynfræðslu í takt við tímann. Þjálfun í gagnrýnni hugsun á yngri skólastigum gæti reynst dýrmæt fyrir þá ungu einstaklinga sem læra að beita henni gagnvart stanslausu upplýsingaflæði og óreiðu sem birtist á öllum miðlum. Við þjálfum að beita almennri skynsemi gagnvart „fake news“ og þá mögulega náum við utan um þann skaða sem algóritminn á samfélagsmiðlunum kann að veita. Atvinnulífið kallar einnig á fleiri einstaklinga sem kunna að beita gagnrýnni hugsun og hafa greiningarfærni á því mikla magni af upplýsingum sem vinna þarf úr hverju sinni. Því þarf að efla þessa færni mun fyrr en á háskólastigi. Skapandi greinar sem undirstaða nýsköpunar Gera þarf list- og verknámi hærra undir höfði. Það verkefni hefur verið í gangi og í sjálfu sér gengið vel. En við þurfum líka að efla skapandi greinar á grunnskólastiginu og kynda undir frumkvöðulinn í einstaklingnum. Skapandi hugsun leiðir til nýsköpunar og nýsköpun er forsenda framfara og aukinnar verðmætasköpunar í samfélaginu. Tækifærin eru mörg og tíminn til að hrista upp í hlutunum er núna. Hvenær ætlum við að hætta að hugsa „þetta hefur alltaf verið gert svona“? og raunverulega breyta? Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágæt áminning hér til þeirra sem því kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Aðrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“. Hins vegar er hugsun mín önnur með grein þessari. Því að á ári hverju vaknar þessi spurning „af hverju er ekki kennt að skila skattframtali í skóla?“. Frábær spurning, hún á vel við. Það hefur lengi verið talað um að þjálfa fjármálalæsi í grunnskóla. Ýmist er það rætt á sveitastjórnarstiginu eða af alþingismönnum. Menn velta því fyrir sér hvar umræðan eigi heima. Aðalnámskrá grunnskólanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra setur, er nú orðin áratugsgömul, þar er í einu orði minnst á fjármálalæsi í kaflanum „sjálfbærni“. Það þarf því að knýja fram endurskoðun á henni svo aðalnámskrá sé í takt við þær áherslur sem eiga við á hverjum tíma. Sterkt hefði verið að nefna fjármálalæsi í menntastefnu 2030 eða þá þær áskoranir sem blasa við unga fólkinu í dag þegar störfin þróast í takt við fjórðu iðnbyltinguna en bóknámið nær ekki utan um þær samfélagslegu breytingar sem í gangi eru. Þetta er ekki einungis spurning um að læra að skila skattskýrslunni, sem börn á 16 aldursári þurfa að skila, heldur líka til að efla fjármálavitund í umhverfinu. Hvernig á að spara? Hvernig á að lesa launaseðilinn? Hvaða áhætta fylgir því að taka smálán? Það þarf líka að þjálfa almenna skynsemi Við stöndum fyrir því að raunfærni, eða almenn hæfni, er ýmist ekki þjálfuð eða þá að kennsluefnið sé úrelt. Þetta heyrist bæði frá nemendum og kennurum á grunnskólastiginu. Áskoranir nútímans kalla á frekari fræðslu um t.d. lýðheilsu út frá lífstílssjúkdómum og almennu heilbrigði, einnig kynfræðslu í takt við tímann. Þjálfun í gagnrýnni hugsun á yngri skólastigum gæti reynst dýrmæt fyrir þá ungu einstaklinga sem læra að beita henni gagnvart stanslausu upplýsingaflæði og óreiðu sem birtist á öllum miðlum. Við þjálfum að beita almennri skynsemi gagnvart „fake news“ og þá mögulega náum við utan um þann skaða sem algóritminn á samfélagsmiðlunum kann að veita. Atvinnulífið kallar einnig á fleiri einstaklinga sem kunna að beita gagnrýnni hugsun og hafa greiningarfærni á því mikla magni af upplýsingum sem vinna þarf úr hverju sinni. Því þarf að efla þessa færni mun fyrr en á háskólastigi. Skapandi greinar sem undirstaða nýsköpunar Gera þarf list- og verknámi hærra undir höfði. Það verkefni hefur verið í gangi og í sjálfu sér gengið vel. En við þurfum líka að efla skapandi greinar á grunnskólastiginu og kynda undir frumkvöðulinn í einstaklingnum. Skapandi hugsun leiðir til nýsköpunar og nýsköpun er forsenda framfara og aukinnar verðmætasköpunar í samfélaginu. Tækifærin eru mörg og tíminn til að hrista upp í hlutunum er núna. Hvenær ætlum við að hætta að hugsa „þetta hefur alltaf verið gert svona“? og raunverulega breyta? Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun