Gleðilegan baráttudag! Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifa 8. mars 2021 08:00 Þann 8. mars árið 1857 risu konur í klæðaverksmiðjum í New York upp og mótmæltu kjörum sínum og slæmum aðbúnaði. Þessi tiltölulega lítt þekkti atburður hefði vísast endað sem neðanmálsgrein í sögu verkalýðshreyfingarinnar ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í tilefni hans var 8. mars gerður að alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem við minnumst nú í dag. Ekkert land í heiminum getur státað af því að jafnrétti kynja sé náð og staða kvenna í sumum löndum er verulega slæm. Sótt hefur verið að réttindum kvenna víða um heiminn á undanförnum árum og Covid faraldurinn hefur bitnað sérstaklega á konum, meðal annars með auknu kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Um allan heim er dagurinn í dag notaður til að vekja athygli á þessari nöturlegu staðreynd og ítreka að viðbrögð stjórnvalda við Covid verði að taka mið af henni. Ísland er það land sem stendur hvað fremst þegar kemur að kvenréttindum. Það má þakka þeim mikla og öfluga hópi kvenna (og karla) sem hafa barist fyrir þessum réttindum. Konur og karlar hafa sömu lagalegu réttindi á Íslandi, atvinnuþátttaka kvenna er sú mesta sem þekkist í heiminum og meirihluti háskólanema eru konur. Staðan er engu að síður sú að konur njóta ekki menntunnar sinnar í launum, þær bera þungann af heimilisverkum og eiga á hættu að vera beittar ofbeldi. Bandaríski rithöfundurinn Ursula Le Guin sagði eitt sinn: „Við konur erum eldfjöll. Þegar konur bjóða fram sína reynslu sem sannleik, sem sannleik mannsins, breytast öll landakortin. Það skapast ný fjöll.“ Því er stundum haldið fram að til þess að konur öðlist réttindi þurfi karlmenni að tapa réttindum sínum. Ekkert er þó meira fjarri sanni. Krafan er sú kynin búi við jafnrétti. Ef við náum að vinna saman í baráttunni gegn mismunun er líklegra að árangur náist og að hann haldist. Þess vegna þurfum við öll að vera talsfólk jafnréttis. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stjórnmálahreyfing sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur konum verið tryggður sjálfráðaréttur yfir eigin líkama með nýjum lögum um þungunarrof sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram. Fæðingarorlof hefur verið lengt og sett hafa verið langþráð lög um kynferðislega friðhelgi, en með þeim er verið að styrkja réttarvernd einstaklinga með hliðsjón af þeim samfélagslegu breytingum sem hafa orðið með aukinni tæknivæðingu og viðhorfsbreytingum gagnvart kynferðisbrotum á Íslandi. Allt eru þetta breytingar sem auka jafnrétti í samfélaginu. Það er mikilvægt að ungt fólk taki þátt í umræðunni um kynjajafnrétti og jafnréttismál almennt. Bæði til að standa vörð um þær breytingar í átt til jafnréttis sem hafa náðst í áranna rás en ekki síður vegna þess að birtingarmyndir misréttis breytast og þar með áskoranirnar þegar kemur að því að tryggja jafnrétti. Ungmenni upplifa margar áskoranir í samfélaginu sem við búum í. Ungar konur þá sérstaklega. Þær eru skammaðar fyrir það að hafa of hátt, fyrir að segja sínar skoðanir, segja nei og hreinlega fyrir það að lifa. Þær halda fast í lyklana sína þegar þær eru úti að labba og læsa hurðum. Þær upplifa áreiti á öllum mögulegum miðlum og eiga margar hverjar erfitt með að treysta karlmönnunum í lífi sínu. Þær eru kallaðir öfgafemínistar þegar þær setja út á hegðun karla og það er þaggað niður í þeim, þær eru kallaðar öllum illum nöfnum og fyrir hvað? Fyrir að krefjast þess að þær séu ekki settar í bleikan kassa. Fyrir að biðja um að þeirra mörk séu virt. Fyrir að biðja um að þær sem manneskjur séu virtar. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar. Ala þau upp í umhverfi sem setur þau ekki í bleika eða bláa kassa og kenna þeim að hafa hátt! Ungt fólk verður að vera hluti af lausninni. Notum daginn í dag til að fagna því sem hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni en horfum jafnframt til framtíðar og berjumst fyrir jafnrétti. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir er alþjóðafulltrúi Ungra Vinstri grænna. Steinunn Þóra Árnadóttir er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Vinstri græn Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þann 8. mars árið 1857 risu konur í klæðaverksmiðjum í New York upp og mótmæltu kjörum sínum og slæmum aðbúnaði. Þessi tiltölulega lítt þekkti atburður hefði vísast endað sem neðanmálsgrein í sögu verkalýðshreyfingarinnar ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í tilefni hans var 8. mars gerður að alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem við minnumst nú í dag. Ekkert land í heiminum getur státað af því að jafnrétti kynja sé náð og staða kvenna í sumum löndum er verulega slæm. Sótt hefur verið að réttindum kvenna víða um heiminn á undanförnum árum og Covid faraldurinn hefur bitnað sérstaklega á konum, meðal annars með auknu kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Um allan heim er dagurinn í dag notaður til að vekja athygli á þessari nöturlegu staðreynd og ítreka að viðbrögð stjórnvalda við Covid verði að taka mið af henni. Ísland er það land sem stendur hvað fremst þegar kemur að kvenréttindum. Það má þakka þeim mikla og öfluga hópi kvenna (og karla) sem hafa barist fyrir þessum réttindum. Konur og karlar hafa sömu lagalegu réttindi á Íslandi, atvinnuþátttaka kvenna er sú mesta sem þekkist í heiminum og meirihluti háskólanema eru konur. Staðan er engu að síður sú að konur njóta ekki menntunnar sinnar í launum, þær bera þungann af heimilisverkum og eiga á hættu að vera beittar ofbeldi. Bandaríski rithöfundurinn Ursula Le Guin sagði eitt sinn: „Við konur erum eldfjöll. Þegar konur bjóða fram sína reynslu sem sannleik, sem sannleik mannsins, breytast öll landakortin. Það skapast ný fjöll.“ Því er stundum haldið fram að til þess að konur öðlist réttindi þurfi karlmenni að tapa réttindum sínum. Ekkert er þó meira fjarri sanni. Krafan er sú kynin búi við jafnrétti. Ef við náum að vinna saman í baráttunni gegn mismunun er líklegra að árangur náist og að hann haldist. Þess vegna þurfum við öll að vera talsfólk jafnréttis. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stjórnmálahreyfing sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur konum verið tryggður sjálfráðaréttur yfir eigin líkama með nýjum lögum um þungunarrof sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram. Fæðingarorlof hefur verið lengt og sett hafa verið langþráð lög um kynferðislega friðhelgi, en með þeim er verið að styrkja réttarvernd einstaklinga með hliðsjón af þeim samfélagslegu breytingum sem hafa orðið með aukinni tæknivæðingu og viðhorfsbreytingum gagnvart kynferðisbrotum á Íslandi. Allt eru þetta breytingar sem auka jafnrétti í samfélaginu. Það er mikilvægt að ungt fólk taki þátt í umræðunni um kynjajafnrétti og jafnréttismál almennt. Bæði til að standa vörð um þær breytingar í átt til jafnréttis sem hafa náðst í áranna rás en ekki síður vegna þess að birtingarmyndir misréttis breytast og þar með áskoranirnar þegar kemur að því að tryggja jafnrétti. Ungmenni upplifa margar áskoranir í samfélaginu sem við búum í. Ungar konur þá sérstaklega. Þær eru skammaðar fyrir það að hafa of hátt, fyrir að segja sínar skoðanir, segja nei og hreinlega fyrir það að lifa. Þær halda fast í lyklana sína þegar þær eru úti að labba og læsa hurðum. Þær upplifa áreiti á öllum mögulegum miðlum og eiga margar hverjar erfitt með að treysta karlmönnunum í lífi sínu. Þær eru kallaðir öfgafemínistar þegar þær setja út á hegðun karla og það er þaggað niður í þeim, þær eru kallaðar öllum illum nöfnum og fyrir hvað? Fyrir að krefjast þess að þær séu ekki settar í bleikan kassa. Fyrir að biðja um að þeirra mörk séu virt. Fyrir að biðja um að þær sem manneskjur séu virtar. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar. Ala þau upp í umhverfi sem setur þau ekki í bleika eða bláa kassa og kenna þeim að hafa hátt! Ungt fólk verður að vera hluti af lausninni. Notum daginn í dag til að fagna því sem hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni en horfum jafnframt til framtíðar og berjumst fyrir jafnrétti. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir er alþjóðafulltrúi Ungra Vinstri grænna. Steinunn Þóra Árnadóttir er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar