Ilaix Moriba skoraði sitt fyrsta mark er Barcelona sigraði Osasuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2021 22:00 Lionel Messi með Jordi Alba sem skoraði fyrsta mark leiksins. Vísir/NordicPhotos/Getty Barcelona vann í kvöld góðan útisigur á Osasuna. Lokatölur 0-2 en það voru Jordi Alba og Ilaix Moriba sem skoruðu mörkin. Ilaix Moriba er einungis 18 ára og var að skora sitt fyrsta mark fyrir Barcelona. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og voru mun meira með boltann. Það tók þá hálftíma að skora fyrsta mark leiksins en þá var það Jordi Alba sem var á ferðinni eftir stoðsendingu frá Lionel Messi. Það tók Börsunga dágóðan tíma að innsigla sigurinn, en á 83.mínútu var það varamaðurinn Ilaix Moriba, 18 ára strákur sem kom inná á 67.mínútu sem kláraði leikinn eftir aðra stoðsendingu frá argentíska töframanninum Lionel Messi. Barcelona er áfram í öðru sæti spænsku deildarinnar, tveim stigum á eftir Atletico Madrid sem eiga þó tvo leiki til góða. Osasuna er enn í þrettánda sæti deildarinnar, einungis sex stigum fyrir ofan fallsæti. 18-year-old Ilaix Moriba scores his first Barcelona goal pic.twitter.com/WHPGNlWyU3— B/R Football (@brfootball) March 6, 2021 Spænski boltinn
Barcelona vann í kvöld góðan útisigur á Osasuna. Lokatölur 0-2 en það voru Jordi Alba og Ilaix Moriba sem skoruðu mörkin. Ilaix Moriba er einungis 18 ára og var að skora sitt fyrsta mark fyrir Barcelona. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og voru mun meira með boltann. Það tók þá hálftíma að skora fyrsta mark leiksins en þá var það Jordi Alba sem var á ferðinni eftir stoðsendingu frá Lionel Messi. Það tók Börsunga dágóðan tíma að innsigla sigurinn, en á 83.mínútu var það varamaðurinn Ilaix Moriba, 18 ára strákur sem kom inná á 67.mínútu sem kláraði leikinn eftir aðra stoðsendingu frá argentíska töframanninum Lionel Messi. Barcelona er áfram í öðru sæti spænsku deildarinnar, tveim stigum á eftir Atletico Madrid sem eiga þó tvo leiki til góða. Osasuna er enn í þrettánda sæti deildarinnar, einungis sex stigum fyrir ofan fallsæti. 18-year-old Ilaix Moriba scores his first Barcelona goal pic.twitter.com/WHPGNlWyU3— B/R Football (@brfootball) March 6, 2021
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti