Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 Ásgrímur Hermannsson skrifar 3. mars 2021 07:00 Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, háleitt markmið Framsóknarflokksins undir lok síðustu aldar verður sífellt fáránlegri hugmynd eftir því sem fram líða árin. Nú rúmum tuttugu árum síðar hafa fíkniefni aldrei verið aðgengilegri. Áður en lengra er haldið skal það vera öllum ljóst að þessi grein mælir hvorki með notkun löglegra eða ólöglegra vímuefna. Besta forvörnin er ávallt bindindi. Að því sögðu hefur bindindis- og bannstefnan ekki borið neinn árangur á þeim sviðum þar sem hún hefur verið reynd, hvorki í kynfræðslu né vímuefnafræðslu. Í dag er auðveldara að fá fíkniefni send heim að dyrum í gegnum smáforrit í síma heldur en pizzu. Fíkniefnaheimurinn sefur ekki og er ávallt til þjónustu reiðubúinn. Iðnaðurinn í kringum fíkniefnin eru þó öllu alvarlegri. Þó aðgengið sé auðvelt eru starfsmenn þess iðnaðar ekki jafn vinalegir og pizzasendlar. Þar leynist heimur sem stór hluti landsmanna sér ekki daglega, dimmur og drungalegur. Af og til fær fólk sem vill minnst af honum vita innsýn í þennan heim. Innsýn sem birtist okkur í átökum um völd á markaðnum, bensínsprengjuárásum, barsmíðum og nú nýlega morði. Mikil vitundarvakning hefur þó átt sér stað í þessum efnum á síðustu árum og nú hrynja brot úr vegg bannstefnunnar eitt af öðru. Fíkn er heilbrigðisvandamál og ber að koma fram við af manngæsku og leita leiða til þess að rétta fólki í neyð hjálparhönd. Ekki útskúfa það úr samfélaginu og ýta þeim í fang aðila sem flest allir eru sammála að eigi ekki að grípa þau. Aðila sem grípa þá veiku og ýta þeim út í slíka örbirgð að rán, vændi og ofbeldi verða greiðslumöguleikar fyrir næsta skammt. Þvílík mannvonska, mannvonska sem allt heiðvirt fólk ætti að skammast sín fyrir. Við sem samfélag höfum ýtt veiku fólki í fang glæpamanna því að við viljum helst ekki horfast í augu við þá einföldu staðreynd að vímuefni hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og eru ekki að fara neitt í bráð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það eru þó lausnir í boði og mörg góð úrræði sprottið upp á síðustu árum. Þar ber hæst að nefna og þakka sjálfboðaliðum frú Ragnheiðar sem veita sprautufíklum lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu í formi hreinna nála og að vera til staðar fyrir þá sem samfélagið hefur ýtt út í kuldann. Þó það sé ekki nema um stundarsakir að bjóða þeim aftur inn í hlýjuna. Gott betur þarf ef duga skal. Vandræði hins hömlulausa óregluvædda fíkniefnamarkaðar felast ekki síst í að engin loforð eru fyrir því að efnin séu raunverulega þau sem viðskiptavinurinn pantaði . Þannig eru mýmörg dæmi þess að styrkleiki efna sé allt annar en sá neytandinn ætlaði sér að panta eða einfaldlegainnihaldi allt önnur vímuefni. Íblöndun efna á sér margar skýringar en iðulega eru þær önnur birtingamynd aðal drifkrafta þessa mannfjandsamlega iðnaðar, tangarhald yfir fíklinum og græðgi. Sterkari efni = sterkari fíkn = sterkara tak á fíklinum. Það er kominn tími til að við sem samfélag tökum gott skref aftur á bak og horfumst í augu við blákaldan veruleikann. Við erum ekki að fara vinna þetta stríð eins og það hefur verið barist með því að berjast við neytendur og ýta þeim í fang glæpamanna. Það er kominn tími til að ræða af fullri alvöru regluvæðingu vímuefnamarkaðarins. Hvernig við getum komið honum úr höndum glæpamanna og aðstoðað þá sem vilja leita sér aðstoðar. Þangað til að vímuefnaneytendur vilja leita sér aðstoðar er það minnsta sem við getum gert að veita þeim aðgang að hreinum efnum, prófuðum efnum, hreinum aðbúnaði og gert allt sem í okkar valdi stendur til að hrifsa þau til baka úr klóm þeirra sem nærast á neyð þeirra. Höfundur er matreiðslumeistari á Matarkjallaranum. Hans helstu hugðarefni eru velferð fíknisjúklinga og velferðarmál. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fíkn Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, háleitt markmið Framsóknarflokksins undir lok síðustu aldar verður sífellt fáránlegri hugmynd eftir því sem fram líða árin. Nú rúmum tuttugu árum síðar hafa fíkniefni aldrei verið aðgengilegri. Áður en lengra er haldið skal það vera öllum ljóst að þessi grein mælir hvorki með notkun löglegra eða ólöglegra vímuefna. Besta forvörnin er ávallt bindindi. Að því sögðu hefur bindindis- og bannstefnan ekki borið neinn árangur á þeim sviðum þar sem hún hefur verið reynd, hvorki í kynfræðslu né vímuefnafræðslu. Í dag er auðveldara að fá fíkniefni send heim að dyrum í gegnum smáforrit í síma heldur en pizzu. Fíkniefnaheimurinn sefur ekki og er ávallt til þjónustu reiðubúinn. Iðnaðurinn í kringum fíkniefnin eru þó öllu alvarlegri. Þó aðgengið sé auðvelt eru starfsmenn þess iðnaðar ekki jafn vinalegir og pizzasendlar. Þar leynist heimur sem stór hluti landsmanna sér ekki daglega, dimmur og drungalegur. Af og til fær fólk sem vill minnst af honum vita innsýn í þennan heim. Innsýn sem birtist okkur í átökum um völd á markaðnum, bensínsprengjuárásum, barsmíðum og nú nýlega morði. Mikil vitundarvakning hefur þó átt sér stað í þessum efnum á síðustu árum og nú hrynja brot úr vegg bannstefnunnar eitt af öðru. Fíkn er heilbrigðisvandamál og ber að koma fram við af manngæsku og leita leiða til þess að rétta fólki í neyð hjálparhönd. Ekki útskúfa það úr samfélaginu og ýta þeim í fang aðila sem flest allir eru sammála að eigi ekki að grípa þau. Aðila sem grípa þá veiku og ýta þeim út í slíka örbirgð að rán, vændi og ofbeldi verða greiðslumöguleikar fyrir næsta skammt. Þvílík mannvonska, mannvonska sem allt heiðvirt fólk ætti að skammast sín fyrir. Við sem samfélag höfum ýtt veiku fólki í fang glæpamanna því að við viljum helst ekki horfast í augu við þá einföldu staðreynd að vímuefni hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og eru ekki að fara neitt í bráð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það eru þó lausnir í boði og mörg góð úrræði sprottið upp á síðustu árum. Þar ber hæst að nefna og þakka sjálfboðaliðum frú Ragnheiðar sem veita sprautufíklum lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu í formi hreinna nála og að vera til staðar fyrir þá sem samfélagið hefur ýtt út í kuldann. Þó það sé ekki nema um stundarsakir að bjóða þeim aftur inn í hlýjuna. Gott betur þarf ef duga skal. Vandræði hins hömlulausa óregluvædda fíkniefnamarkaðar felast ekki síst í að engin loforð eru fyrir því að efnin séu raunverulega þau sem viðskiptavinurinn pantaði . Þannig eru mýmörg dæmi þess að styrkleiki efna sé allt annar en sá neytandinn ætlaði sér að panta eða einfaldlegainnihaldi allt önnur vímuefni. Íblöndun efna á sér margar skýringar en iðulega eru þær önnur birtingamynd aðal drifkrafta þessa mannfjandsamlega iðnaðar, tangarhald yfir fíklinum og græðgi. Sterkari efni = sterkari fíkn = sterkara tak á fíklinum. Það er kominn tími til að við sem samfélag tökum gott skref aftur á bak og horfumst í augu við blákaldan veruleikann. Við erum ekki að fara vinna þetta stríð eins og það hefur verið barist með því að berjast við neytendur og ýta þeim í fang glæpamanna. Það er kominn tími til að ræða af fullri alvöru regluvæðingu vímuefnamarkaðarins. Hvernig við getum komið honum úr höndum glæpamanna og aðstoðað þá sem vilja leita sér aðstoðar. Þangað til að vímuefnaneytendur vilja leita sér aðstoðar er það minnsta sem við getum gert að veita þeim aðgang að hreinum efnum, prófuðum efnum, hreinum aðbúnaði og gert allt sem í okkar valdi stendur til að hrifsa þau til baka úr klóm þeirra sem nærast á neyð þeirra. Höfundur er matreiðslumeistari á Matarkjallaranum. Hans helstu hugðarefni eru velferð fíknisjúklinga og velferðarmál. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun