Ofsahræðsla við hamfarir Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 1. mars 2021 08:00 Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla. Við kunnum stjórn og fyrirsjáanleika best en stöndum nú frammi fyrir óvissu sem enginn getur upprætt til fulls. Flest finnum við fyrir einhverjum kvíða eða ónotum á tímum sem þessum og sumir mjög miklum. Fyrri reynsla af náttúruhamförum eða önnur áföll geta einnig aukið á kvíðann. Kvíðaviðbragðið er misnæmt hjá okkur og má líkja því við reykskynjara sem fer af stað af minnsta tilefni, líkt og þegar ristað er brauð eða reykt nálægt skynjaranum. Kvíðaviðbragðið er þannig úr garði gert, líkt og reykskynjarinn, að það fer heldur af stað of oft en of sjaldan, enda er því ætlað að vernda okkur gegn mögulegri hættu. Það á að virkjast þegar við stöndum frammi við fyrir aðstæðum sem við erum ekki viss um að við ráðum við eða teljum að velferð okkar sé ógnað. Sem betur fer er kvíðaviðbragðið sjálft ekki skaðlegt þótt því fylgi sterk líkamleg einkenni, svo sem ör hjartsláttur, andþyngsli, svimi, sviti, doði, verkir eða óþægindi fyrir brjósti, óraunveruleikatilfinning og ótti. Því má líkja við innri jarðskjálfta sem líður að mestu hjá á örfáum mínútum. Kvíðaviðbragðið, sem á ensku nefnist fight or flight response, fyrirfinnst hjá öðrum skepnum en manninum og gerir þeim kleift að flýja, verjast og veiða sér til matar. Viðbragðið er því verndandi og stuðlar að afkomu á ögurstundu. Vissulega er óþægilegt að finna fyrir miklum kvíða og eðlilega finnst okkur að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Ef við hins vegar bregðumst við óhóflegum kvíða eins og um lífshættu væri að ræða, er hætt við að heilinn taki því sem staðfestingu á því að hættan hafi verið raunveruleg og verði í kjölfarið sérstaklega vakandi fyrir vísbendingum um hættuna og ræsi kvíðaviðbragðið í tíma og ótíma. Því er mikilvægt að halda uppteknum hætti þrátt fyrir kvíða og sækja heldur í kvíðavekjandi aðstæður en hitt, innan skynsamlegra marka. Eins skal ekki gripið til óhóflegra öryggisráðstafana en gera þó það sem almannavarnir mæla með til að draga úr líkum á tjóni vegna jarðskjálfta. Ef þú finnur fyrir óhóflegum kvíða þessa dagana skaltu minna þig á eftirfarandi: Kvíði er verndandi tilfinning sem á að ræsast í vissum aðstæðum. Hann er til marks um að líkami þinn sé að starfa eins og hann á gera. Við þurfum ekki að bregðast við kvíðanum, hann líður hjá ef við látum hann óáreittan. Haltu þínu striki og hafðu eitthvað þarft og gefandi fyrir stafni. Minntu þig á að skjálftarnir koma þegar þeir koma, óháð því hvort þú vaktir þá. Því meira sem þú vaktar þá, því uppspenntari verður þú og líklegri til þess að greina hristing af ýmsum toga. Kvíðaviðbragðið er þá enn líklegri að ræsast. Hugaðu að líðan þinna nánustu og athugaðu hvernig börnum í kringum þig líður. Eins þarf að huga sérstaklega að þeim sem standa höllum fæti og ferðamönnum sem eru jafnvel enn óvanari ástandinu en við. Áhyggjur af því sem farið getur úrskeiðis auka aðeins á kvíðann og breyta engu um það sem síðar verður. Hugsaðu með þér „svo fer sem fer“ en þannig æfirðu þig í því að þola við í óvissunni. Líklega yrði lífið leiðinlegt og alveg jafn kvíðvænlegt ef allri óvissu væri eytt og þú vissir alltaf nákvæmlega hvernig allt færi. Þú þolir líklega óvissu á ýmsum sviðum lífsins og ferð sennilega á milli staða án þess að hafa stöðugar áhyggjur af því að hver bílferð verði þín síðasta. Eins hefur þú örugglega litlar áhyggjur af því að verða fyrir eldingu utandyra. Þó eru þessar aðstæður hvoru tveggja líklegri til að eiga sér stað en að þú látist í jarðskjálfta. Höfundur er forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla. Við kunnum stjórn og fyrirsjáanleika best en stöndum nú frammi fyrir óvissu sem enginn getur upprætt til fulls. Flest finnum við fyrir einhverjum kvíða eða ónotum á tímum sem þessum og sumir mjög miklum. Fyrri reynsla af náttúruhamförum eða önnur áföll geta einnig aukið á kvíðann. Kvíðaviðbragðið er misnæmt hjá okkur og má líkja því við reykskynjara sem fer af stað af minnsta tilefni, líkt og þegar ristað er brauð eða reykt nálægt skynjaranum. Kvíðaviðbragðið er þannig úr garði gert, líkt og reykskynjarinn, að það fer heldur af stað of oft en of sjaldan, enda er því ætlað að vernda okkur gegn mögulegri hættu. Það á að virkjast þegar við stöndum frammi við fyrir aðstæðum sem við erum ekki viss um að við ráðum við eða teljum að velferð okkar sé ógnað. Sem betur fer er kvíðaviðbragðið sjálft ekki skaðlegt þótt því fylgi sterk líkamleg einkenni, svo sem ör hjartsláttur, andþyngsli, svimi, sviti, doði, verkir eða óþægindi fyrir brjósti, óraunveruleikatilfinning og ótti. Því má líkja við innri jarðskjálfta sem líður að mestu hjá á örfáum mínútum. Kvíðaviðbragðið, sem á ensku nefnist fight or flight response, fyrirfinnst hjá öðrum skepnum en manninum og gerir þeim kleift að flýja, verjast og veiða sér til matar. Viðbragðið er því verndandi og stuðlar að afkomu á ögurstundu. Vissulega er óþægilegt að finna fyrir miklum kvíða og eðlilega finnst okkur að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Ef við hins vegar bregðumst við óhóflegum kvíða eins og um lífshættu væri að ræða, er hætt við að heilinn taki því sem staðfestingu á því að hættan hafi verið raunveruleg og verði í kjölfarið sérstaklega vakandi fyrir vísbendingum um hættuna og ræsi kvíðaviðbragðið í tíma og ótíma. Því er mikilvægt að halda uppteknum hætti þrátt fyrir kvíða og sækja heldur í kvíðavekjandi aðstæður en hitt, innan skynsamlegra marka. Eins skal ekki gripið til óhóflegra öryggisráðstafana en gera þó það sem almannavarnir mæla með til að draga úr líkum á tjóni vegna jarðskjálfta. Ef þú finnur fyrir óhóflegum kvíða þessa dagana skaltu minna þig á eftirfarandi: Kvíði er verndandi tilfinning sem á að ræsast í vissum aðstæðum. Hann er til marks um að líkami þinn sé að starfa eins og hann á gera. Við þurfum ekki að bregðast við kvíðanum, hann líður hjá ef við látum hann óáreittan. Haltu þínu striki og hafðu eitthvað þarft og gefandi fyrir stafni. Minntu þig á að skjálftarnir koma þegar þeir koma, óháð því hvort þú vaktir þá. Því meira sem þú vaktar þá, því uppspenntari verður þú og líklegri til þess að greina hristing af ýmsum toga. Kvíðaviðbragðið er þá enn líklegri að ræsast. Hugaðu að líðan þinna nánustu og athugaðu hvernig börnum í kringum þig líður. Eins þarf að huga sérstaklega að þeim sem standa höllum fæti og ferðamönnum sem eru jafnvel enn óvanari ástandinu en við. Áhyggjur af því sem farið getur úrskeiðis auka aðeins á kvíðann og breyta engu um það sem síðar verður. Hugsaðu með þér „svo fer sem fer“ en þannig æfirðu þig í því að þola við í óvissunni. Líklega yrði lífið leiðinlegt og alveg jafn kvíðvænlegt ef allri óvissu væri eytt og þú vissir alltaf nákvæmlega hvernig allt færi. Þú þolir líklega óvissu á ýmsum sviðum lífsins og ferð sennilega á milli staða án þess að hafa stöðugar áhyggjur af því að hver bílferð verði þín síðasta. Eins hefur þú örugglega litlar áhyggjur af því að verða fyrir eldingu utandyra. Þó eru þessar aðstæður hvoru tveggja líklegri til að eiga sér stað en að þú látist í jarðskjálfta. Höfundur er forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun