Nýi methafinn hjá Manchester United vill að nafnið hans sé borið rétt fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 11:31 Shola Shoretire kom inn á hjá Manchester United í gær á móti Real Sociedad og setti nýtt met. AP/Dave Thompson Shola Shoretire setti nýtt félagsmet hjá Manchester United í gærkvöldi þegar enska úrvalsdeildarliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United lagði grunninn að sæti í næstu umferð með 4-0 útisigri á Real Sociedad í fyrri leiknum og Ole Gunnar Solskjær gat því leyft sér að henda stráknum inn á völlinn. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og United er í pottinum þegar dregið verður í dag. Shola Shoretire sló í gærkvöldi met sam var búið að vera í eigu Norman Whiteside í rúmlega 38 ár eða síðan 15. september 1982. Norman Whiteside var 17 ára og 131 dags gamall þegar hann spilaði með Manchester United á móti spænska liðinu Valencia á Old Trafford í fyrstu umferð UEFA-bikarsins. Shoretire var 108 dögum yngri í gær eða 17 ára og 23 daga gamall. Mason Greenwood og Gary Neville höfðu báðir verið nálægt því að bæta metið á þessum tíma en þeir spiluðu báðir Evrópuleik fyrir átján ára afmælið sitt. Youngest players for @ManUtd in European games17y 23d Shola Shoretire17y 131d Norman Whiteside17y 156d Mason Greenwood17y 211d Gary Neville pic.twitter.com/WQXf3ubT64— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 25, 2021 Shola Shoretire þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og menn eru greinilega mjög spenntir fyrir honum á Old Trafford víst að hann er farinn að koma inn á í leikjum með aðalliðinu. Shoretire fékk eina mínútu í síðasta deildarleik á móti Newcastle og svo fjórtán mínútur í gærkvöldi þegar hann kom inn á völlinn fyrir Mason Greenwood. Greenwood var 133 dögum eldri þegar hann spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið á sínum tíma. Shoretire er farinn að skapa sér nafn en það er eins og sumir knattspyrnusérfræðingar séu ekki alveg með nafnið hans á hreinu. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ræddi nefnilega framburðinn á nafni Shoretire á blaðamannafundi eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má líka heyra hvernig á að bera fram nafn Shoretire. PSA: Ole Gunnar Solskjaer tells everyone how to pronounce 'Shoretire' correctly pic.twitter.com/QCWgEaOZj4— Mirror Football (@MirrorFootball) February 26, 2021 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Manchester United lagði grunninn að sæti í næstu umferð með 4-0 útisigri á Real Sociedad í fyrri leiknum og Ole Gunnar Solskjær gat því leyft sér að henda stráknum inn á völlinn. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og United er í pottinum þegar dregið verður í dag. Shola Shoretire sló í gærkvöldi met sam var búið að vera í eigu Norman Whiteside í rúmlega 38 ár eða síðan 15. september 1982. Norman Whiteside var 17 ára og 131 dags gamall þegar hann spilaði með Manchester United á móti spænska liðinu Valencia á Old Trafford í fyrstu umferð UEFA-bikarsins. Shoretire var 108 dögum yngri í gær eða 17 ára og 23 daga gamall. Mason Greenwood og Gary Neville höfðu báðir verið nálægt því að bæta metið á þessum tíma en þeir spiluðu báðir Evrópuleik fyrir átján ára afmælið sitt. Youngest players for @ManUtd in European games17y 23d Shola Shoretire17y 131d Norman Whiteside17y 156d Mason Greenwood17y 211d Gary Neville pic.twitter.com/WQXf3ubT64— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 25, 2021 Shola Shoretire þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og menn eru greinilega mjög spenntir fyrir honum á Old Trafford víst að hann er farinn að koma inn á í leikjum með aðalliðinu. Shoretire fékk eina mínútu í síðasta deildarleik á móti Newcastle og svo fjórtán mínútur í gærkvöldi þegar hann kom inn á völlinn fyrir Mason Greenwood. Greenwood var 133 dögum eldri þegar hann spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið á sínum tíma. Shoretire er farinn að skapa sér nafn en það er eins og sumir knattspyrnusérfræðingar séu ekki alveg með nafnið hans á hreinu. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ræddi nefnilega framburðinn á nafni Shoretire á blaðamannafundi eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má líka heyra hvernig á að bera fram nafn Shoretire. PSA: Ole Gunnar Solskjaer tells everyone how to pronounce 'Shoretire' correctly pic.twitter.com/QCWgEaOZj4— Mirror Football (@MirrorFootball) February 26, 2021
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira