Hvar á garðyrkjunámið heima? Berglind Ásgeirdóttir skrifar 22. febrúar 2021 10:00 Tæplega tvö ár eru nú liðin frá því að hagsmunafélög garðyrkju á Íslandi óskuðu formlega eftir því að samráð yrði haft um stefnu, mótun og styrkingu starfsmenntanáms í garðyrkju. Tryggja þyrfti framtíð námsins, án togstreitu milli skólastiga og að framtíðarsýn yrði skýr og fagleg. Ákvarðanir teknar í raunverulegu samráði við þá sem starfa við fagið, enda er það þar sem nemendur fara til verknáms og til starfa að námi loknu. Í desember 2020 var fundi fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytis með hagsmunaaðilum aflýst með innan við klukkustundar fyrirvara, óskað eftir þolinmæði og tíma. Til hvers? Nú berast óljósar fréttir af tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) til Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) og enn og aftur er aðkoma eða samráð við atvinnulífið ekkert. Erindum um samráð og óskum um fundi er einfaldlega ekki svarað. Það er enn óljóst hvort eina aðstaða á landinu, sem er sérstaklega útbúin og byggð til að þjóna starfsmenntanámi í garðyrkju fylgi náminu til FSu eða hvort LBHÍ eigni sér húsnæðið og landið sem fylgdi garðyrkjunáminu við sameiningu skólanna á sínum tíma. Aðstaða sem var að stórum hluta gjöf til að starfrækja þar garðyrkjunám. Aðstaða sem er m.a. byggð upp af fjárstyrkjum frá garðyrkjubændum og öðrum velunnurum garðyrkjuskólans. Á garðyrkjunám á Íslandi að vera heimilislaust? Garðyrkjunámið er kannski ekki stórt eða merkilegt í huga mennta- og menningarmálaráðuneytisins en á hvaða grunni á að byggja mikilvæg mál eins og hringrásar hagkerfi, græna innviði, kolefnisbindingu og fæðuöryggi í landinu? Garðyrkjuskólinn er fullkomlega vannýtt auðlind sem þarf að byggja upp og þróa til að þetta sérhæfða og brothætta nám fái að stækka og blómstra í takt við tíðaranda samfélagsins og stóraukna þörf fyrir kunnáttu á sviði ræktunar og umhverfismála. Ef ætlunin er að byggja upp öflugt samfélag sem hefur þekkingu og reynslu til þess að standa að rannsóknum og nýsköpun í garðyrkju þarf fyrst og fremst að sinna grunnnáminu af kostgæfni og breikka þar með þann grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er til lítils að tala um nýsköpun og rannsóknir á sviði garðyrkju ef grunnnáminu er bolað í burtu. Hvað verður um títtnefndar rannsóknir og nýsköpun ef enginn kann raunverulega að rækta? Eðlilega er mikilvægt að halda áfram garðyrkjurannsóknum eins og var einnig áður en Garðyrkjuskólinn var sameinaður LbhÍ. Þær rannsóknir var í góðu samstarfi við atvinnulíf garðyrkjunnar. Það er auðvelt er að leita samstarfs og útfæra það með mörgum mennta- og rannsóknastofnunum innan lands og utan eftir því hvað hæfir hverju verkefni. Ekki verður séð að LbhÍ verði endilega ákjósanlegasti samstarfsaðilinn um þau verkefni. Fjölmörg dæmi eru fyrir árangursríku samstarfi Garðyrkjuskólans við ýmsa aðila. Um árabil var t.d. rekið eitt fræðasetra Háskóla Íslands á Reykjum þar sem 1-2 starfsmenn voru með aðstöðu og unnu að sínum rannsóknum. Það fræðasetur var stofnað áður en Garðyrkjuskólinn rann inn í LbhÍ. Starfsfólk garðyrkjubrauta er byrjað að týnast í burtu, mannauður sem er nú þegar komin að þolmörkum og ljóst að einstök þekking, reynsla og færni mun tapast ef ekki verður gengið hratt og örugglega til verks. Hver er raunverulegur vilji ráðherra til garðyrkjunámsins? Hvers vegna er atvinnulífið hundsað? Hvenær kemur að því að kerfið þjóni þörfum fagsins en ekki þörfum kerfisins? Hversu lengi enn á að fjalla um starfsmenntanám í garðyrkju án aðkomu þeirra sem hafa menntast í faginu eða þar starfa? Við sem störfum á vettvangi garðyrkju óskum enn og aftur eftir samráði ráðuneytis til að þjóna sem best hagsmunum garðyrkjunámsins og þörfum, nemenda og atvinnulífsins. Höfundur er skrúðgarðyrkjumeistari og formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Garðyrkja Háskólar Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tæplega tvö ár eru nú liðin frá því að hagsmunafélög garðyrkju á Íslandi óskuðu formlega eftir því að samráð yrði haft um stefnu, mótun og styrkingu starfsmenntanáms í garðyrkju. Tryggja þyrfti framtíð námsins, án togstreitu milli skólastiga og að framtíðarsýn yrði skýr og fagleg. Ákvarðanir teknar í raunverulegu samráði við þá sem starfa við fagið, enda er það þar sem nemendur fara til verknáms og til starfa að námi loknu. Í desember 2020 var fundi fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytis með hagsmunaaðilum aflýst með innan við klukkustundar fyrirvara, óskað eftir þolinmæði og tíma. Til hvers? Nú berast óljósar fréttir af tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) til Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) og enn og aftur er aðkoma eða samráð við atvinnulífið ekkert. Erindum um samráð og óskum um fundi er einfaldlega ekki svarað. Það er enn óljóst hvort eina aðstaða á landinu, sem er sérstaklega útbúin og byggð til að þjóna starfsmenntanámi í garðyrkju fylgi náminu til FSu eða hvort LBHÍ eigni sér húsnæðið og landið sem fylgdi garðyrkjunáminu við sameiningu skólanna á sínum tíma. Aðstaða sem var að stórum hluta gjöf til að starfrækja þar garðyrkjunám. Aðstaða sem er m.a. byggð upp af fjárstyrkjum frá garðyrkjubændum og öðrum velunnurum garðyrkjuskólans. Á garðyrkjunám á Íslandi að vera heimilislaust? Garðyrkjunámið er kannski ekki stórt eða merkilegt í huga mennta- og menningarmálaráðuneytisins en á hvaða grunni á að byggja mikilvæg mál eins og hringrásar hagkerfi, græna innviði, kolefnisbindingu og fæðuöryggi í landinu? Garðyrkjuskólinn er fullkomlega vannýtt auðlind sem þarf að byggja upp og þróa til að þetta sérhæfða og brothætta nám fái að stækka og blómstra í takt við tíðaranda samfélagsins og stóraukna þörf fyrir kunnáttu á sviði ræktunar og umhverfismála. Ef ætlunin er að byggja upp öflugt samfélag sem hefur þekkingu og reynslu til þess að standa að rannsóknum og nýsköpun í garðyrkju þarf fyrst og fremst að sinna grunnnáminu af kostgæfni og breikka þar með þann grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er til lítils að tala um nýsköpun og rannsóknir á sviði garðyrkju ef grunnnáminu er bolað í burtu. Hvað verður um títtnefndar rannsóknir og nýsköpun ef enginn kann raunverulega að rækta? Eðlilega er mikilvægt að halda áfram garðyrkjurannsóknum eins og var einnig áður en Garðyrkjuskólinn var sameinaður LbhÍ. Þær rannsóknir var í góðu samstarfi við atvinnulíf garðyrkjunnar. Það er auðvelt er að leita samstarfs og útfæra það með mörgum mennta- og rannsóknastofnunum innan lands og utan eftir því hvað hæfir hverju verkefni. Ekki verður séð að LbhÍ verði endilega ákjósanlegasti samstarfsaðilinn um þau verkefni. Fjölmörg dæmi eru fyrir árangursríku samstarfi Garðyrkjuskólans við ýmsa aðila. Um árabil var t.d. rekið eitt fræðasetra Háskóla Íslands á Reykjum þar sem 1-2 starfsmenn voru með aðstöðu og unnu að sínum rannsóknum. Það fræðasetur var stofnað áður en Garðyrkjuskólinn rann inn í LbhÍ. Starfsfólk garðyrkjubrauta er byrjað að týnast í burtu, mannauður sem er nú þegar komin að þolmörkum og ljóst að einstök þekking, reynsla og færni mun tapast ef ekki verður gengið hratt og örugglega til verks. Hver er raunverulegur vilji ráðherra til garðyrkjunámsins? Hvers vegna er atvinnulífið hundsað? Hvenær kemur að því að kerfið þjóni þörfum fagsins en ekki þörfum kerfisins? Hversu lengi enn á að fjalla um starfsmenntanám í garðyrkju án aðkomu þeirra sem hafa menntast í faginu eða þar starfa? Við sem störfum á vettvangi garðyrkju óskum enn og aftur eftir samráði ráðuneytis til að þjóna sem best hagsmunum garðyrkjunámsins og þörfum, nemenda og atvinnulífsins. Höfundur er skrúðgarðyrkjumeistari og formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar