Er málaskráin þín á facebook? Sara Pálsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 09:00 Undirrituð hefur í starfi sínu sem lögmaður orðið vör við að í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins virðist vera orðin lenska að afla málaskrár þeirra sem á náðar embættisins þurfa að leita vegna umgengni við börn sín, frá Ríkislögreglustjóra, með eða án „samþykkis” aðila. Hvað er málaskrá? Málaskrá einstaklinga er sú skrá þar sem öll afskipti lögreglu af viðkomandi, eru skráð. Hvort sem viðkomandi er þá grunaður einsaklingur, kærður, brotaþoli, vitni eða jafnvel hittist einhvers staðar fyrir af tilviljun, hver einasta hraðasekt, allt er þetta skráð í málaskrá viðkomandi og geymt hjá Ríkislögreglustjóra. Skráningar á málaskrá fyrnast aldrei, og því geta verið um að ræða 20 eða jafnvel 30 ára gamlar skráningar. Ljóst er að þessar skrár innihalda gríðarlegt magn af viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga þessa lands. Vegna þess hve viðkvæmar umræddar upplýsingar eru, gilda strangar reglur um skráningu og meðferð slíkra upplýsinga. Aðeins fáir, útvaldir hafa aðgang að málaskránni og eingöngu af tilteknum lögákveðnum ástæðum, má fara í slíka skrá. Í gegn um árin hafa komið upp hneykslismál þar sem lögreglan virðist hafa misbeitt aðgangsheimildum sínum að slíkum upplýsingum. Öll meðferð á slíkum málaskrám og þeim upplýsingum sem þar koma fram er niðurnjörvuð í lögum og reglugerðum um meðferð persónuupplýsinga. Bann við miðlun og dreifingu upplýsinganna er að finna í lögum þessum, nema í algjörum undantekningartilvikum. Líkt sem fyrr greindi hefur undirrituð orðið þess vör að verið sé að dreifa þessum málaskrám, í heild sinni, til sýslumannsembætta sem hafa til meðferðar beiðnir einstaklinga um umgengni við börn sín. Er fulltrúi sýslumanns þá að óska eftir slíkri málaskrá frá Ríkislögreglustjóra, sem svo afhendir hana í heild sinni, athugasemdalaust. Tel ég enga lagaheimild til slíks vera fyrir hendi og þvert á móti að um alvarleg og víðtæk lögbrot og mannréttindabrot sé að ræða. Í sumum tilvikum eru foreldrar, sem eru lagalega skyldir til að fara með mál vegna umgengni barns, til sýslumannsembætta, látnir skrifa undir óljóst “samþykkisbréf” um heimild emnættisins til öflunar persónuupplýsinga, þ.m.t. málaskrár. Ég tel ekki að með þessu bréfi fylgi viðhlítandi leiðbeining frá stjórnvaldinu um hvað sé í rauninni verið að samþykkja og leyfi mér að fullyrða að í langfæstum tilfellum sé fóllk að átta sig á hvað slíkt samþykki felur í sér. Þó hef ég séð dæmi um að slíks samþykkis sé ekki aflað yfirhöfuð en málaskrár þó aflað samt sem áður. Ljóst er þó að slíkt samþykki felur ekki í sér dreifingu slíkra skráa en ég tel að ólögmæt dreifing á málaskrám sé að eiga sér stað hjá sýslumannsembættum sem brýtur í bága við friðhelgi einkalífs einstaklinga. Fyrir utan þessi, að mínu mati augljósu lög- og persónuverndarbrot, er þar að auki verið að dreifa þessum málaskrám, bæði innan embættis sýslumannsins (t.d. til “sérfræðings”, sem ræðir við barn og gerir skýrslu), sem eru almennir starfsmenn og utan þess. Eins og að það sé ekki nógu slæmt, heldur er ljóst að þegar aðilar umgengnismáls, þ.e. foreldrar, sem iðulega standa í erfiðri og oft hatrammri deilu sín á milli, og eru þess vegna komnir með mál til úrskurðar hjá sýslumanni, fá svo óheftan aðgang að öllum gögnum málsins, þ.m.t. málaskrá hins foreldrisins. Þannig er þinn eða þín fyrrverandi allt í einu komin með málaskrá þína í hendur og gæti allt eins póstað henni á facebook, ef því er að skipta. Engin bönd eru á dreifingu slíkrar málaskrá þegar hún er komin til einstaklings út í bæ, sem þar að auki er mögulega bitur og reiður út í þann einstakling sem málaskráin varðar. Svo er verið að leggja þessi skjöl fram í dómsmálum o.fl. og nota gegn fólki. Undirrituð hefur þegar sent ábendingu vegna þessa á embætti Persónuverndar með kröfu um að embættið hlutist til um að rannsaka þessa alvarlegu persónuverndar brotalöm, stöðvi þessa hömlulausu málaskráardreifingu stjórnvalda, og tryggi rétta og löglega meðferð þessara gríðarlega viðkvæmu persónuupplýsinga, bæði hjá Ríkislögreglustjóra og hjá sýslumannsembættum landsins. Þessu til viðbótar vara ég alla foreldra við, sem standa í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins og hvet alla til að neita að skrifa undir samþykki um öflunar málaskrár og senda kvörtun í framhaldi til Persónuverndar, verði þeir krafnir um slíkt. Eiga þessar skrár nákvæmlega ekkert erindi inn í umgengnismál, þá brýtur þetta í bága við lög og er þar að auki ljóst að sýslumaður hefur gerst sekur um ólögmæta dreifingu þessara upplýsinga. Ég tel að þeir sem lent hafi í þessum óförum, kynnu að eiga rétt til miskabóta. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Stjórnsýsla Sara Pálsdóttir Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undirrituð hefur í starfi sínu sem lögmaður orðið vör við að í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins virðist vera orðin lenska að afla málaskrár þeirra sem á náðar embættisins þurfa að leita vegna umgengni við börn sín, frá Ríkislögreglustjóra, með eða án „samþykkis” aðila. Hvað er málaskrá? Málaskrá einstaklinga er sú skrá þar sem öll afskipti lögreglu af viðkomandi, eru skráð. Hvort sem viðkomandi er þá grunaður einsaklingur, kærður, brotaþoli, vitni eða jafnvel hittist einhvers staðar fyrir af tilviljun, hver einasta hraðasekt, allt er þetta skráð í málaskrá viðkomandi og geymt hjá Ríkislögreglustjóra. Skráningar á málaskrá fyrnast aldrei, og því geta verið um að ræða 20 eða jafnvel 30 ára gamlar skráningar. Ljóst er að þessar skrár innihalda gríðarlegt magn af viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga þessa lands. Vegna þess hve viðkvæmar umræddar upplýsingar eru, gilda strangar reglur um skráningu og meðferð slíkra upplýsinga. Aðeins fáir, útvaldir hafa aðgang að málaskránni og eingöngu af tilteknum lögákveðnum ástæðum, má fara í slíka skrá. Í gegn um árin hafa komið upp hneykslismál þar sem lögreglan virðist hafa misbeitt aðgangsheimildum sínum að slíkum upplýsingum. Öll meðferð á slíkum málaskrám og þeim upplýsingum sem þar koma fram er niðurnjörvuð í lögum og reglugerðum um meðferð persónuupplýsinga. Bann við miðlun og dreifingu upplýsinganna er að finna í lögum þessum, nema í algjörum undantekningartilvikum. Líkt sem fyrr greindi hefur undirrituð orðið þess vör að verið sé að dreifa þessum málaskrám, í heild sinni, til sýslumannsembætta sem hafa til meðferðar beiðnir einstaklinga um umgengni við börn sín. Er fulltrúi sýslumanns þá að óska eftir slíkri málaskrá frá Ríkislögreglustjóra, sem svo afhendir hana í heild sinni, athugasemdalaust. Tel ég enga lagaheimild til slíks vera fyrir hendi og þvert á móti að um alvarleg og víðtæk lögbrot og mannréttindabrot sé að ræða. Í sumum tilvikum eru foreldrar, sem eru lagalega skyldir til að fara með mál vegna umgengni barns, til sýslumannsembætta, látnir skrifa undir óljóst “samþykkisbréf” um heimild emnættisins til öflunar persónuupplýsinga, þ.m.t. málaskrár. Ég tel ekki að með þessu bréfi fylgi viðhlítandi leiðbeining frá stjórnvaldinu um hvað sé í rauninni verið að samþykkja og leyfi mér að fullyrða að í langfæstum tilfellum sé fóllk að átta sig á hvað slíkt samþykki felur í sér. Þó hef ég séð dæmi um að slíks samþykkis sé ekki aflað yfirhöfuð en málaskrár þó aflað samt sem áður. Ljóst er þó að slíkt samþykki felur ekki í sér dreifingu slíkra skráa en ég tel að ólögmæt dreifing á málaskrám sé að eiga sér stað hjá sýslumannsembættum sem brýtur í bága við friðhelgi einkalífs einstaklinga. Fyrir utan þessi, að mínu mati augljósu lög- og persónuverndarbrot, er þar að auki verið að dreifa þessum málaskrám, bæði innan embættis sýslumannsins (t.d. til “sérfræðings”, sem ræðir við barn og gerir skýrslu), sem eru almennir starfsmenn og utan þess. Eins og að það sé ekki nógu slæmt, heldur er ljóst að þegar aðilar umgengnismáls, þ.e. foreldrar, sem iðulega standa í erfiðri og oft hatrammri deilu sín á milli, og eru þess vegna komnir með mál til úrskurðar hjá sýslumanni, fá svo óheftan aðgang að öllum gögnum málsins, þ.m.t. málaskrá hins foreldrisins. Þannig er þinn eða þín fyrrverandi allt í einu komin með málaskrá þína í hendur og gæti allt eins póstað henni á facebook, ef því er að skipta. Engin bönd eru á dreifingu slíkrar málaskrá þegar hún er komin til einstaklings út í bæ, sem þar að auki er mögulega bitur og reiður út í þann einstakling sem málaskráin varðar. Svo er verið að leggja þessi skjöl fram í dómsmálum o.fl. og nota gegn fólki. Undirrituð hefur þegar sent ábendingu vegna þessa á embætti Persónuverndar með kröfu um að embættið hlutist til um að rannsaka þessa alvarlegu persónuverndar brotalöm, stöðvi þessa hömlulausu málaskráardreifingu stjórnvalda, og tryggi rétta og löglega meðferð þessara gríðarlega viðkvæmu persónuupplýsinga, bæði hjá Ríkislögreglustjóra og hjá sýslumannsembættum landsins. Þessu til viðbótar vara ég alla foreldra við, sem standa í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins og hvet alla til að neita að skrifa undir samþykki um öflunar málaskrár og senda kvörtun í framhaldi til Persónuverndar, verði þeir krafnir um slíkt. Eiga þessar skrár nákvæmlega ekkert erindi inn í umgengnismál, þá brýtur þetta í bága við lög og er þar að auki ljóst að sýslumaður hefur gerst sekur um ólögmæta dreifingu þessara upplýsinga. Ég tel að þeir sem lent hafi í þessum óförum, kynnu að eiga rétt til miskabóta. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar