NBA dagsins: Endakarlinn Lillard tók enn og aftur yfir í Dame tímanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2021 14:30 Damian Lillard leiddi Portland Trail Blazers til sigurs í New Orleans. getty/Sean Gardner Damian Lillard er oftar en ekki bestur þegar mest á reynir og sýndi það enn eina ferðina þegar Portland Trail Blazers sigraði New Orleans Pelicans, 124-126, í NBA-deildinni í nótt. Lillard er einn besti „endakarlinn“ í NBA og oft er talað um síðustu mínútur leikja Portland sem „Dame tímann“, þegar hann tekur yfir. Lillard skoraði átta af síðustu tíu stigum Portland í leiknum í New Orleans í nótt og bjó hin tvö stigin til fyrir Derrick Jones. Zion Williamson kom New Orleans yfir með tveimur vítaskotum, 124-123, þegar 26 sekúndur voru eftir. Lillard skoraði í kjölfarið körfu góða, setti vítið niður og kom Portland í 124-126 sem urðu lokatölur leiksins. Síðan Lillard kom inn í NBA 2012 hefur hann hitt úr 25 skotum á síðustu tuttugu sekúndum leikja þar sem hann annað hvort jafnar eða kemur liði sínu yfir, mest allra leikmanna í deildinni. Damian Lillard hit his 25th career game-tying or go-ahead shot inside the final 20 seconds of the 4th qtr/OT tonight in a win vs the Pelicans, most in the NBA since he entered the league in 2012-13. pic.twitter.com/VGiYKSmovV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 18, 2021 Lillard skoraði 43 stig í leiknum í nótt og gaf sextán stoðsendingar. Þetta var þriðji leikur hans í röð þar sem hann skorar að minnsta kosti þrjátíu stig og gefur að minnsta kosti tíu stoðsendingar. Lillard hefur þurft að bera ansi þungar byrðar fyrir Portland að undanförnu í fjarveru CJ McCollums og Jusufs Nurkic. Lillard er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar allavega 43 stig og gefur sextán stoðsendingar eða meira í leik. Hinir eru Oscar Robertson, James Harden, Trae Young og Isiah Thomas. Damian Lillard is the 5th player in NBA history to reach 43 points and 16 assists in a game. pic.twitter.com/uIVi0Jue3g— NBA History (@NBAHistory) February 18, 2021 Á þessu tímabili er Lillard með 29,8 stig, 4,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Bradley Beal (32,8) og Stephen Curry (30,0). Portland hefur unnið sex leiki í röð og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar með átján sigra og tíu töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum New Orleans og Portland, Golden State Warriors og Miami Heat, Boston Celtics og Atlanta Hawks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 18. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Lillard er einn besti „endakarlinn“ í NBA og oft er talað um síðustu mínútur leikja Portland sem „Dame tímann“, þegar hann tekur yfir. Lillard skoraði átta af síðustu tíu stigum Portland í leiknum í New Orleans í nótt og bjó hin tvö stigin til fyrir Derrick Jones. Zion Williamson kom New Orleans yfir með tveimur vítaskotum, 124-123, þegar 26 sekúndur voru eftir. Lillard skoraði í kjölfarið körfu góða, setti vítið niður og kom Portland í 124-126 sem urðu lokatölur leiksins. Síðan Lillard kom inn í NBA 2012 hefur hann hitt úr 25 skotum á síðustu tuttugu sekúndum leikja þar sem hann annað hvort jafnar eða kemur liði sínu yfir, mest allra leikmanna í deildinni. Damian Lillard hit his 25th career game-tying or go-ahead shot inside the final 20 seconds of the 4th qtr/OT tonight in a win vs the Pelicans, most in the NBA since he entered the league in 2012-13. pic.twitter.com/VGiYKSmovV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 18, 2021 Lillard skoraði 43 stig í leiknum í nótt og gaf sextán stoðsendingar. Þetta var þriðji leikur hans í röð þar sem hann skorar að minnsta kosti þrjátíu stig og gefur að minnsta kosti tíu stoðsendingar. Lillard hefur þurft að bera ansi þungar byrðar fyrir Portland að undanförnu í fjarveru CJ McCollums og Jusufs Nurkic. Lillard er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar allavega 43 stig og gefur sextán stoðsendingar eða meira í leik. Hinir eru Oscar Robertson, James Harden, Trae Young og Isiah Thomas. Damian Lillard is the 5th player in NBA history to reach 43 points and 16 assists in a game. pic.twitter.com/uIVi0Jue3g— NBA History (@NBAHistory) February 18, 2021 Á þessu tímabili er Lillard með 29,8 stig, 4,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Bradley Beal (32,8) og Stephen Curry (30,0). Portland hefur unnið sex leiki í röð og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar með átján sigra og tíu töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum New Orleans og Portland, Golden State Warriors og Miami Heat, Boston Celtics og Atlanta Hawks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 18. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum