NBA dagsins: Endakarlinn Lillard tók enn og aftur yfir í Dame tímanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2021 14:30 Damian Lillard leiddi Portland Trail Blazers til sigurs í New Orleans. getty/Sean Gardner Damian Lillard er oftar en ekki bestur þegar mest á reynir og sýndi það enn eina ferðina þegar Portland Trail Blazers sigraði New Orleans Pelicans, 124-126, í NBA-deildinni í nótt. Lillard er einn besti „endakarlinn“ í NBA og oft er talað um síðustu mínútur leikja Portland sem „Dame tímann“, þegar hann tekur yfir. Lillard skoraði átta af síðustu tíu stigum Portland í leiknum í New Orleans í nótt og bjó hin tvö stigin til fyrir Derrick Jones. Zion Williamson kom New Orleans yfir með tveimur vítaskotum, 124-123, þegar 26 sekúndur voru eftir. Lillard skoraði í kjölfarið körfu góða, setti vítið niður og kom Portland í 124-126 sem urðu lokatölur leiksins. Síðan Lillard kom inn í NBA 2012 hefur hann hitt úr 25 skotum á síðustu tuttugu sekúndum leikja þar sem hann annað hvort jafnar eða kemur liði sínu yfir, mest allra leikmanna í deildinni. Damian Lillard hit his 25th career game-tying or go-ahead shot inside the final 20 seconds of the 4th qtr/OT tonight in a win vs the Pelicans, most in the NBA since he entered the league in 2012-13. pic.twitter.com/VGiYKSmovV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 18, 2021 Lillard skoraði 43 stig í leiknum í nótt og gaf sextán stoðsendingar. Þetta var þriðji leikur hans í röð þar sem hann skorar að minnsta kosti þrjátíu stig og gefur að minnsta kosti tíu stoðsendingar. Lillard hefur þurft að bera ansi þungar byrðar fyrir Portland að undanförnu í fjarveru CJ McCollums og Jusufs Nurkic. Lillard er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar allavega 43 stig og gefur sextán stoðsendingar eða meira í leik. Hinir eru Oscar Robertson, James Harden, Trae Young og Isiah Thomas. Damian Lillard is the 5th player in NBA history to reach 43 points and 16 assists in a game. pic.twitter.com/uIVi0Jue3g— NBA History (@NBAHistory) February 18, 2021 Á þessu tímabili er Lillard með 29,8 stig, 4,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Bradley Beal (32,8) og Stephen Curry (30,0). Portland hefur unnið sex leiki í röð og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar með átján sigra og tíu töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum New Orleans og Portland, Golden State Warriors og Miami Heat, Boston Celtics og Atlanta Hawks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 18. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Lillard er einn besti „endakarlinn“ í NBA og oft er talað um síðustu mínútur leikja Portland sem „Dame tímann“, þegar hann tekur yfir. Lillard skoraði átta af síðustu tíu stigum Portland í leiknum í New Orleans í nótt og bjó hin tvö stigin til fyrir Derrick Jones. Zion Williamson kom New Orleans yfir með tveimur vítaskotum, 124-123, þegar 26 sekúndur voru eftir. Lillard skoraði í kjölfarið körfu góða, setti vítið niður og kom Portland í 124-126 sem urðu lokatölur leiksins. Síðan Lillard kom inn í NBA 2012 hefur hann hitt úr 25 skotum á síðustu tuttugu sekúndum leikja þar sem hann annað hvort jafnar eða kemur liði sínu yfir, mest allra leikmanna í deildinni. Damian Lillard hit his 25th career game-tying or go-ahead shot inside the final 20 seconds of the 4th qtr/OT tonight in a win vs the Pelicans, most in the NBA since he entered the league in 2012-13. pic.twitter.com/VGiYKSmovV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 18, 2021 Lillard skoraði 43 stig í leiknum í nótt og gaf sextán stoðsendingar. Þetta var þriðji leikur hans í röð þar sem hann skorar að minnsta kosti þrjátíu stig og gefur að minnsta kosti tíu stoðsendingar. Lillard hefur þurft að bera ansi þungar byrðar fyrir Portland að undanförnu í fjarveru CJ McCollums og Jusufs Nurkic. Lillard er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar allavega 43 stig og gefur sextán stoðsendingar eða meira í leik. Hinir eru Oscar Robertson, James Harden, Trae Young og Isiah Thomas. Damian Lillard is the 5th player in NBA history to reach 43 points and 16 assists in a game. pic.twitter.com/uIVi0Jue3g— NBA History (@NBAHistory) February 18, 2021 Á þessu tímabili er Lillard með 29,8 stig, 4,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Bradley Beal (32,8) og Stephen Curry (30,0). Portland hefur unnið sex leiki í röð og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar með átján sigra og tíu töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum New Orleans og Portland, Golden State Warriors og Miami Heat, Boston Celtics og Atlanta Hawks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 18. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti