Fá táningarnir tveir að spila fyrir Man. Utd í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 14:01 Manchester United keypti Amad Diallo frá Atalanta í vetur. Getty/Martin Rickett Ole Gunnar Solskjær hefur gefið í skyn að tveir táningar gætu þreytt frumraun sína fyrir Manchester United í dag þegar liðið mætir Adnan Januzaj og félögum í Real Sociedad, í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vegna kórónuveirufaraldursins banna Spánverjar fólki að koma til landsins frá Bretlandi. Því mætast liðin ekki á Spáni heldur á heimavelli Juventus á Ítalíu í kvöld, eða kl. 17.55 að íslenskum tíma. Seinn leikur liðanna verður hins vegar á Old Trafford. Þeir Edinson Cavani og Donny van de Beek ferðuðust ekki með United til Tórínó og Anthony Martial og Scott McTominay gætu misst af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Í leikmannahópi United eru hins vegar hinn 18 ára gamli Amad Diallo frá Fílabeinsströndinni og svo hinn nígeríski Shola Shoretire sem hélt upp á 17 ára afmæli sitt í byrjun mánaðarins. Shola Shoretire í flugvélinni sem leikmenn United ferðuðust með til Tórínó.Getty/Matthew Peters „Þeir eru í hópnum. Ekki bara til að öðlast reynslu, þeir eru þarna til þess að hafa áhrif ef þess þarf. Strákarnir tveir hafa staðið sig vel á æfingum og þetta eru hæfileikaríkir leikmenn sem við viljum gefa reynslu. Þeir ferðast alla vega með okkur og svo sjáum við til hvort þeir komi inn á völlinn,“ sagði Solskjær. Diallo kom til United frá Atalanta í janúar og hefur leikið með U23-liði félagsins en var á varamannabekk aðalliðsins í bikarsigrinum gegn West Ham 9. febrúar. Shoretire er vanur því að taka stór skref snemma á ferlinum en hann var enn aðeins 14 ára þegar hann setti met hjá United með því að vera yngstur í sögu félagsins til að spila mótsleik með ungmennaliðinu, gegn Valencia í Meistaradeild ungmenna árið 2018. Til viðbótar við þá Diallo og Shoretire er vissulega Mason Greenwood þriðji táningurinn í leikmannahópi United, nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2025. Leikmannahópur United í kvöld: De Gea, Henderson, Grant - Bailly, Lindelof, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams - Amad, Fernandes, Fred, James, Mata, Matic, McTominay, Shoretire - Greenwood, Martial, Rashford. Leikur Real Sociedad og Manchester United hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikur Wolfsburg og Tottenham hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðar í kvöld, kl. 20, er leikur Benfica og Arsenal í beinni á Stöð 2 Sport 4, og leikur Antwerpen og Rangers á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins banna Spánverjar fólki að koma til landsins frá Bretlandi. Því mætast liðin ekki á Spáni heldur á heimavelli Juventus á Ítalíu í kvöld, eða kl. 17.55 að íslenskum tíma. Seinn leikur liðanna verður hins vegar á Old Trafford. Þeir Edinson Cavani og Donny van de Beek ferðuðust ekki með United til Tórínó og Anthony Martial og Scott McTominay gætu misst af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Í leikmannahópi United eru hins vegar hinn 18 ára gamli Amad Diallo frá Fílabeinsströndinni og svo hinn nígeríski Shola Shoretire sem hélt upp á 17 ára afmæli sitt í byrjun mánaðarins. Shola Shoretire í flugvélinni sem leikmenn United ferðuðust með til Tórínó.Getty/Matthew Peters „Þeir eru í hópnum. Ekki bara til að öðlast reynslu, þeir eru þarna til þess að hafa áhrif ef þess þarf. Strákarnir tveir hafa staðið sig vel á æfingum og þetta eru hæfileikaríkir leikmenn sem við viljum gefa reynslu. Þeir ferðast alla vega með okkur og svo sjáum við til hvort þeir komi inn á völlinn,“ sagði Solskjær. Diallo kom til United frá Atalanta í janúar og hefur leikið með U23-liði félagsins en var á varamannabekk aðalliðsins í bikarsigrinum gegn West Ham 9. febrúar. Shoretire er vanur því að taka stór skref snemma á ferlinum en hann var enn aðeins 14 ára þegar hann setti met hjá United með því að vera yngstur í sögu félagsins til að spila mótsleik með ungmennaliðinu, gegn Valencia í Meistaradeild ungmenna árið 2018. Til viðbótar við þá Diallo og Shoretire er vissulega Mason Greenwood þriðji táningurinn í leikmannahópi United, nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2025. Leikmannahópur United í kvöld: De Gea, Henderson, Grant - Bailly, Lindelof, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams - Amad, Fernandes, Fred, James, Mata, Matic, McTominay, Shoretire - Greenwood, Martial, Rashford. Leikur Real Sociedad og Manchester United hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikur Wolfsburg og Tottenham hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðar í kvöld, kl. 20, er leikur Benfica og Arsenal í beinni á Stöð 2 Sport 4, og leikur Antwerpen og Rangers á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira