Góðir (leg)hálsar! Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir og Sólveig Hlín Brynjólfsdóttir skrifa 18. febrúar 2021 07:00 Íslendingum er öllum mikið niðri fyrir þegar kemur að baráttunni við krabbamein. Við erum lítil þjóð, eigum alltaf að minnsta kosti einn sameiginlegan Facebook-vin og höfum við því langflest einhvers konar persónulega reynslu af þessum ömurlega sjúkdómi. En það þýðir líka að við stöndum saman gegn honum, kaupum bleiku slaufuna, söfnum í marsmottur og hristum rassinn til heiðurs Bláa naglanum. Og svo erum við auðvitað öll dugleg að mæta í skimun! Eðlilega tökum við það því nærri okkur þegar upp kemst að ekki hafi verið nægilega vel staðið að skimun á undanförnum árum og að fleiri tugir kvenna hafi fengið rangar niðurstöður sem í alvarlegustu tilfellum leyfðu ógreindum leghálskrabbameinum að draga ungar konur til dauða. Þennan skandal ber upp á tímamótum í leghálsskimun á Íslandi, þar sem við tókum upp nýtt fyrirkomulag núna um áramótin. Nýja skimunarferlið fylgir danskri fyrirmynd, en það byggir bæði á að nýta nýjustu rannsóknir og þekkingu á leghálskrabbameini ásamt því að reyna að ná til fleiri kvenna en áður! Þannig er nefnilega mál með vexti, að leghálskrabbamein verður eiginlega ekki til nema með aðkomu HPV veirunnar. HPV veiran smitast yfirleitt með kynlífi og yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru kynferðislega virk smitast af HPV allavega einu sinni. Í dag eru þekkt hátt í 200 afbrigði af HPV veirum, mörg hver eru skaðlaus, nokkur valda kynfæravörtum en þau illvígustu geta hrundið af stað krabbameini. Langoftast hristir líkaminn þessar sýkingar af sér á nokkrum mánuðum en einstaka sinnum er sýkingin viðvarandi og hefur það hættu í för með sér. Leghálskrabbamein er þó almennt seinfarinn sjúkdómur og tekur oft 10 – 15 ár fyrir æxli að myndast. Þó krabbamein sem kynsjúkdómur hljómi eins og eitthvað úr stórslysamynd, er þetta ekki alslæmt. Eins og við þekkjum orðið vel hafa vísindin þróað aðferðir til að bæði greina veirusmit og bólusetja gegn þeim – við ættum því að geta komið í veg fyrir leghálskrabbamein eins og það væri hver önnur flensa! Árið 2011 var byrjað að bólusetja allar íslenskar stelpur við 12 ára aldur en sú bólusetning veitir vörn gegn tveimur algengustu stofnum af krabbameinsvaldandi HPV. Í Danmörku er nýlega hafin bólusetning á 12 ára strákum til að minnka umferð hættulegra HPV sýkinga enn frekar. Næstu ár munu því vonandi sýna okkur stórminnkaða tíðni bæði forstigsbreytinga og leghálskrabbameina. Þessi bóluefni verja þó ekki gegn öllum illvígum HPV stofnum og það verður því áfram mikilvægt að halda úti öflugri skimun til að grípa forstigsbreytingar áður en þær fá að verða alvarlegt vandamál. Nýja skimunin blandar saman frumustrokinu sem við þekkjum og skimun fyrir HPV sýkingu, þar sem konur sem greinast HPV jákvæðar verða sendar áfram í frumustrok. Veiruprófin eru bæði næmari og einfaldari í framkvæmd en frumustrokið og munu vonandi einfalda greiningarferlið. Fyrir HPV prófið þarf ekki að taka sýni úr leghálsinum sjálfum heldur dugir að taka strok úr leggöngunum (svipað og er gert fyrir t.d. klamydíu próf). Í Danmörku var nýlega byrjað að bjóða uppá „heimapróf”, þar sem konur fá einfaldlega sendan sýnatökupinna heim og þær taka svo sýni sjálfar heima í stofu (inni á baði). Sýnið er svo sent til baka í pósti og greint á rannsóknarstofu. Enn sem komið er hefur Ísland ekki sett upp áætlun fyrir að innleiða heimapróf, en þau gætu verið mikilvægur þáttur í að beina konum í skimun sem hafa hingað til ekki getað eða viljað fara í frumustrok. Krabbameinsfélagið hefur sannarlega lyft grettistaki í forvörnum gegn krabbameinum á Íslandi og eiga þau mikið lof skilið, en því miður eru nýliðnir atburðir til þess fallnir að rýra traust kvenna á leghálsskimunum og niðurstöðum þeirra, sem gæti skilað sér í lélegri mætingu. Við vonum innilega að þessar breytingar á skimunarferlinu munu hjálpa til við að byggja aftur upp þetta traust og fái enn fleiri konur til að fylgjast með gangi mála í leghálsinum sínum. Stríðið við krabbamein er langt og strangt og háð á mörgum vígstöðvum – en leghálskrabbamein er sannarlega orrusta sem við ættum að geta unnið ef við leggjumst öll á eitt og skundum í skimun! Hlaðvarpið Vísyndi tekur fyrir stöðuna á leghálsskimun á Íslandi í sínum þriðja þætti. Við förum ofan í saumana á því hvernig leghálskrabbamein verður til, hvað við getum gert til að koma í veg fyrir þau og hvaða hræringar hafa orðið á Íslandi á undanförnum mánuðum. Smelltu hér til að hlusta á Hlaðvarpið. Það má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Höfundar eru doktorsnemar í krabbameinslíffræði í Kaupmannahöfn. Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir vinnur hjá Danska Tækniháskólanum (DTU) og Sólveig Hlín Brynjólfsdóttir hjá Danska Krabbameinsfélaginu (Kræftens Bekæmpelse). Embætti landlæknis, 2016, HPV veiran og bólusetning gegn leghálskrabbameini. World Health Organization, 2020, Human Papillomavirus (HPV) and cervical cancer. Embætti landlæknis, 2021, Skimun fyrir leghálskrabbameini. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Íslendingum er öllum mikið niðri fyrir þegar kemur að baráttunni við krabbamein. Við erum lítil þjóð, eigum alltaf að minnsta kosti einn sameiginlegan Facebook-vin og höfum við því langflest einhvers konar persónulega reynslu af þessum ömurlega sjúkdómi. En það þýðir líka að við stöndum saman gegn honum, kaupum bleiku slaufuna, söfnum í marsmottur og hristum rassinn til heiðurs Bláa naglanum. Og svo erum við auðvitað öll dugleg að mæta í skimun! Eðlilega tökum við það því nærri okkur þegar upp kemst að ekki hafi verið nægilega vel staðið að skimun á undanförnum árum og að fleiri tugir kvenna hafi fengið rangar niðurstöður sem í alvarlegustu tilfellum leyfðu ógreindum leghálskrabbameinum að draga ungar konur til dauða. Þennan skandal ber upp á tímamótum í leghálsskimun á Íslandi, þar sem við tókum upp nýtt fyrirkomulag núna um áramótin. Nýja skimunarferlið fylgir danskri fyrirmynd, en það byggir bæði á að nýta nýjustu rannsóknir og þekkingu á leghálskrabbameini ásamt því að reyna að ná til fleiri kvenna en áður! Þannig er nefnilega mál með vexti, að leghálskrabbamein verður eiginlega ekki til nema með aðkomu HPV veirunnar. HPV veiran smitast yfirleitt með kynlífi og yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru kynferðislega virk smitast af HPV allavega einu sinni. Í dag eru þekkt hátt í 200 afbrigði af HPV veirum, mörg hver eru skaðlaus, nokkur valda kynfæravörtum en þau illvígustu geta hrundið af stað krabbameini. Langoftast hristir líkaminn þessar sýkingar af sér á nokkrum mánuðum en einstaka sinnum er sýkingin viðvarandi og hefur það hættu í för með sér. Leghálskrabbamein er þó almennt seinfarinn sjúkdómur og tekur oft 10 – 15 ár fyrir æxli að myndast. Þó krabbamein sem kynsjúkdómur hljómi eins og eitthvað úr stórslysamynd, er þetta ekki alslæmt. Eins og við þekkjum orðið vel hafa vísindin þróað aðferðir til að bæði greina veirusmit og bólusetja gegn þeim – við ættum því að geta komið í veg fyrir leghálskrabbamein eins og það væri hver önnur flensa! Árið 2011 var byrjað að bólusetja allar íslenskar stelpur við 12 ára aldur en sú bólusetning veitir vörn gegn tveimur algengustu stofnum af krabbameinsvaldandi HPV. Í Danmörku er nýlega hafin bólusetning á 12 ára strákum til að minnka umferð hættulegra HPV sýkinga enn frekar. Næstu ár munu því vonandi sýna okkur stórminnkaða tíðni bæði forstigsbreytinga og leghálskrabbameina. Þessi bóluefni verja þó ekki gegn öllum illvígum HPV stofnum og það verður því áfram mikilvægt að halda úti öflugri skimun til að grípa forstigsbreytingar áður en þær fá að verða alvarlegt vandamál. Nýja skimunin blandar saman frumustrokinu sem við þekkjum og skimun fyrir HPV sýkingu, þar sem konur sem greinast HPV jákvæðar verða sendar áfram í frumustrok. Veiruprófin eru bæði næmari og einfaldari í framkvæmd en frumustrokið og munu vonandi einfalda greiningarferlið. Fyrir HPV prófið þarf ekki að taka sýni úr leghálsinum sjálfum heldur dugir að taka strok úr leggöngunum (svipað og er gert fyrir t.d. klamydíu próf). Í Danmörku var nýlega byrjað að bjóða uppá „heimapróf”, þar sem konur fá einfaldlega sendan sýnatökupinna heim og þær taka svo sýni sjálfar heima í stofu (inni á baði). Sýnið er svo sent til baka í pósti og greint á rannsóknarstofu. Enn sem komið er hefur Ísland ekki sett upp áætlun fyrir að innleiða heimapróf, en þau gætu verið mikilvægur þáttur í að beina konum í skimun sem hafa hingað til ekki getað eða viljað fara í frumustrok. Krabbameinsfélagið hefur sannarlega lyft grettistaki í forvörnum gegn krabbameinum á Íslandi og eiga þau mikið lof skilið, en því miður eru nýliðnir atburðir til þess fallnir að rýra traust kvenna á leghálsskimunum og niðurstöðum þeirra, sem gæti skilað sér í lélegri mætingu. Við vonum innilega að þessar breytingar á skimunarferlinu munu hjálpa til við að byggja aftur upp þetta traust og fái enn fleiri konur til að fylgjast með gangi mála í leghálsinum sínum. Stríðið við krabbamein er langt og strangt og háð á mörgum vígstöðvum – en leghálskrabbamein er sannarlega orrusta sem við ættum að geta unnið ef við leggjumst öll á eitt og skundum í skimun! Hlaðvarpið Vísyndi tekur fyrir stöðuna á leghálsskimun á Íslandi í sínum þriðja þætti. Við förum ofan í saumana á því hvernig leghálskrabbamein verður til, hvað við getum gert til að koma í veg fyrir þau og hvaða hræringar hafa orðið á Íslandi á undanförnum mánuðum. Smelltu hér til að hlusta á Hlaðvarpið. Það má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Höfundar eru doktorsnemar í krabbameinslíffræði í Kaupmannahöfn. Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir vinnur hjá Danska Tækniháskólanum (DTU) og Sólveig Hlín Brynjólfsdóttir hjá Danska Krabbameinsfélaginu (Kræftens Bekæmpelse). Embætti landlæknis, 2016, HPV veiran og bólusetning gegn leghálskrabbameini. World Health Organization, 2020, Human Papillomavirus (HPV) and cervical cancer. Embætti landlæknis, 2021, Skimun fyrir leghálskrabbameini. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar