Fyrir hverja er skólakerfið? Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 14. febrúar 2021 13:00 Þegar ég var fyrsta árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut upplifði ég undarlega atburði. Umræða hafði skapast á fréttavettvangi um fjárveitingar til skólans og rætt var um, að ríkið myndi stöðva þær fjárveitingar og að skólanum yrði alfarið lokað að vori. Þarna vorum við, fjöldi nema á fyrra ári af tveimur og okkur haldið í algjörri óvissu. Oft varð maður var við fréttamenn innan veggja skólans að taka viðtöl við stjórnanda skólans sem birtust svo í kvöldfréttum og í kjölfar þess andsvör frá stjórnvöldum. Mikil umræða var um þessi mál, en eitt gleymdist þó alveg. Enginn ræddi við okkur nemendur þessa skóla sem talað var um að leggja niður og loka. Í öllu þessu gleymdumst við alveg. Þetta misbauð mér og ákvað ég að grípa til minna ráða, skrifaði bréf til þáverandi menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur. Samnemendur mínir undirrituðu það og fórum við hópur nema skólans á fund ráðherra. Unnið var út frá nýjum forsendum, hag nemenda og skólinn fékk auka ár til að útskrifa þá sem þar voru í námi. Á dögunum birtist viðtal í kvöldfréttum RÚV við grunnskólanemendur í Víðistaðaskóla, þau bentu á að menntakerfið sé úrelt og vilja að unnið sé að breytingum á námskrám skólanna með hag nemenda að leiðarljósi! Við verðum jú að spyrja okkur að þessari spurningu: Fyrir hverja er skólakerfið? Er það fyrir starfsfólk skólanna, stjórnendur og kennara þess? Nei, það er fyrir nemendur. Það er til þess að miðla áfram þekkingu og undirbúa einstaklinga á sem bestan máta, til að takast á við þau verkefni sem samfélag hvers tíma krefst. Við lifum á tímum stöðugra breytinga. Í síbreytilegu samfélagi er aðlögunarhæfni einn helsti lykill framþróunar, að meðtaka breyttar aðstæður og laga sig að þeim. Andstæðan við framþróun og aðlögunarhæfni er stöðnun. Þó svo að eitthvað hafi einhvern tímann talist gagnlegt og gott, þá í breyttum veruleika kann það að þurfa að víkja fyrir einhverju öðru og gagnmeira í samtímanum. Samhliða því má það færast í aukana að fræða nemendur um það hvers vegna þeir læra ákveðin fög og hvar þau kunna að gagnast að námi loknu, en það er eitthvað sem gjarnan gleymist. Án þess að fara djúpt ofan í einstök atriði, þá ætla ég að varpa hér fram einni staðreynd: Það þurfa ekki allir að læra þýsku. Þetta kann að leggjast misvel í fólk, en engu að síður er það staðreynd. Ég hef leitt viðskiptasamninga við þýsk fyrirtæki og jafnvel þar hafði ég ekki verulegt gagn af þeim tíma sem fór í það að læra grunninn í því máli. Eitt er þó hvergi sjáanlegt sem fag í skyldunámskrám hér á landi, eitthvað sem við þurfum öll að fást við í daglegu lífi. Það er fjármál og fjármálalæsi. Ólíkt þýskunni sem mér var gert skylt að læra, þá bar mér engin skylda til þess að læra um fjármál. Sjálfur þurfti ég að velja það á framhalds- og háskólastigi. Án alls efa, þá væri það öllum nemendum til heilla að fá grunnfræðslu á þeim sviðum, geta skilið sínar eigin skattaskýrslur og geta tekið meðvitaðri og upplýstari ákvarðanir í viðskiptum. Þessu líkt má huga að fleiri fræðum sem gagnlegra væri að hafa haldbæra þekkingu á, eftir að hafa lokið því grunnnámi sem lögbundin skólaskylda kveður á um hér á landi. Í menntakerfinu mega hagsmunir nemenda ekki gleymast. Augljóst er að sá tími er runninn upp að endurskoða þarf forgangsröðun og uppbyggingu á skyldunámskrám grunn- og framhaldsskóla landsins. Við það verk þá þarf að horfa til framtíðar, samhliða því að byggja á traustum grunni sem að mörgu leyti gagnast ennþá vel, en sannarlega má þó bæta og aðlaga að samfélagi samtímans. Í þeirri stefnumótun verður ungt fólk sem horfir til framtíðar að hafa völd og fá að taka virkan þátt. Því skólakerfið er jú alltaf fyrir framtíðina. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Gunnar Hnefill Örlygsson Framhaldsskólar Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var fyrsta árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut upplifði ég undarlega atburði. Umræða hafði skapast á fréttavettvangi um fjárveitingar til skólans og rætt var um, að ríkið myndi stöðva þær fjárveitingar og að skólanum yrði alfarið lokað að vori. Þarna vorum við, fjöldi nema á fyrra ári af tveimur og okkur haldið í algjörri óvissu. Oft varð maður var við fréttamenn innan veggja skólans að taka viðtöl við stjórnanda skólans sem birtust svo í kvöldfréttum og í kjölfar þess andsvör frá stjórnvöldum. Mikil umræða var um þessi mál, en eitt gleymdist þó alveg. Enginn ræddi við okkur nemendur þessa skóla sem talað var um að leggja niður og loka. Í öllu þessu gleymdumst við alveg. Þetta misbauð mér og ákvað ég að grípa til minna ráða, skrifaði bréf til þáverandi menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur. Samnemendur mínir undirrituðu það og fórum við hópur nema skólans á fund ráðherra. Unnið var út frá nýjum forsendum, hag nemenda og skólinn fékk auka ár til að útskrifa þá sem þar voru í námi. Á dögunum birtist viðtal í kvöldfréttum RÚV við grunnskólanemendur í Víðistaðaskóla, þau bentu á að menntakerfið sé úrelt og vilja að unnið sé að breytingum á námskrám skólanna með hag nemenda að leiðarljósi! Við verðum jú að spyrja okkur að þessari spurningu: Fyrir hverja er skólakerfið? Er það fyrir starfsfólk skólanna, stjórnendur og kennara þess? Nei, það er fyrir nemendur. Það er til þess að miðla áfram þekkingu og undirbúa einstaklinga á sem bestan máta, til að takast á við þau verkefni sem samfélag hvers tíma krefst. Við lifum á tímum stöðugra breytinga. Í síbreytilegu samfélagi er aðlögunarhæfni einn helsti lykill framþróunar, að meðtaka breyttar aðstæður og laga sig að þeim. Andstæðan við framþróun og aðlögunarhæfni er stöðnun. Þó svo að eitthvað hafi einhvern tímann talist gagnlegt og gott, þá í breyttum veruleika kann það að þurfa að víkja fyrir einhverju öðru og gagnmeira í samtímanum. Samhliða því má það færast í aukana að fræða nemendur um það hvers vegna þeir læra ákveðin fög og hvar þau kunna að gagnast að námi loknu, en það er eitthvað sem gjarnan gleymist. Án þess að fara djúpt ofan í einstök atriði, þá ætla ég að varpa hér fram einni staðreynd: Það þurfa ekki allir að læra þýsku. Þetta kann að leggjast misvel í fólk, en engu að síður er það staðreynd. Ég hef leitt viðskiptasamninga við þýsk fyrirtæki og jafnvel þar hafði ég ekki verulegt gagn af þeim tíma sem fór í það að læra grunninn í því máli. Eitt er þó hvergi sjáanlegt sem fag í skyldunámskrám hér á landi, eitthvað sem við þurfum öll að fást við í daglegu lífi. Það er fjármál og fjármálalæsi. Ólíkt þýskunni sem mér var gert skylt að læra, þá bar mér engin skylda til þess að læra um fjármál. Sjálfur þurfti ég að velja það á framhalds- og háskólastigi. Án alls efa, þá væri það öllum nemendum til heilla að fá grunnfræðslu á þeim sviðum, geta skilið sínar eigin skattaskýrslur og geta tekið meðvitaðri og upplýstari ákvarðanir í viðskiptum. Þessu líkt má huga að fleiri fræðum sem gagnlegra væri að hafa haldbæra þekkingu á, eftir að hafa lokið því grunnnámi sem lögbundin skólaskylda kveður á um hér á landi. Í menntakerfinu mega hagsmunir nemenda ekki gleymast. Augljóst er að sá tími er runninn upp að endurskoða þarf forgangsröðun og uppbyggingu á skyldunámskrám grunn- og framhaldsskóla landsins. Við það verk þá þarf að horfa til framtíðar, samhliða því að byggja á traustum grunni sem að mörgu leyti gagnast ennþá vel, en sannarlega má þó bæta og aðlaga að samfélagi samtímans. Í þeirri stefnumótun verður ungt fólk sem horfir til framtíðar að hafa völd og fá að taka virkan þátt. Því skólakerfið er jú alltaf fyrir framtíðina. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar