Stjórnarskrá gerð að rifrildismáli Ólafur Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2021 09:00 Alþingi hefur til meðferðar frumvarp um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Hún var samþykkt með 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 98% þátttöku. Átta sinnum hafa verið gerðar breytingar á henni frá þessum tíma. Hafa þær verið gerðar með breiðri samstöðu stjórnmálaflokka á hverjum tíma. Rof á hefð um víðtækt samkomulag Nú ber nýrra við. Forsætisráðherra tókst ekki að ná samkomulagi um stjórnarskrárfrumvarp meðal formanna flokka sem sæti eiga á Alþingi. Dugðu ekki til 25 fundir. Brá hún á það ráð að flytja eigin tillögur sem þingmaður á Alþingi. Forsætisráðherra flytur þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Þá er sú staða uppi að fjallað er á Alþingi um breytingar á stjórnarskrá eins og um hvert annað þingmannamál. Slíkum málum hættir til að verða að eins konar rifrildismálum og sú varð raunin. Einsmálsflokkur sem týndi málinu sínu, aðild að ESB, efndi til umræðu sem leitaði í hefðbundið far átakamála, að þessu sinni um sjávarútvegsmál sem sýnist eiga að bera uppi kosningabaráttu flokksins. Eftir stendur að forsætisráðherra kaus þessa aðferð og rauf með því hefð fyrir því að breytingar á stjórnarskrá eru lagðar fram á grundvelli víðtækrar samstöðu flokka á Alþingi. Eitthvað fyrir alla Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir allmargar tillögur þar sem kennir ýmissa grasa. Á yfirborðinu er eins konar tiltekt á svonefndum forsetakafla stjórnarskrárinnar, sem sumir hafa talið úr takti við ríkjandi fyrirkomulag en þó án þess hafi verið til teljandi vandræða. Áhugafólk um náttúruvernd fær sína grein, kveðið er á um auðlindir fyrir þá sem telja slík ákvæði eiga að vera í stjórnarskrá en ekki einungis í almennum lögum. Holur hljómur í ákvæðinu um íslenska tungu Við íslenskufólkið fáum okkar ákvæði um að ríkisvaldið skuli styðja og vernda íslenska tungu sem eigi að vera ríkismál á Íslandi ásamt íslensku táknmáli. Þetta er út af fyrir sig gott og ber að fagna. Svo ber við að á sama tíma og forsætisráðherra leggur fram frumvarp um breytingu á stjórnarskrá þar sem íslenskri tungu er gert hærra undir höfði en áður liggur fyrir frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um mannanöfn. Frumvarp dómsmálaráðherra sætir harðri gagnrýni frá þeim sem gerst þekkja til mála. Dr. Guðrún Kvaran, höfundur ritsins Nöfn Íslendinga, sem gerþekkir íslenskan mannanafnaforða, segir að frumvarp dómsmálaráðherra vinni beinlínis gegn íslensku mál- og beygingarkerfi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýnist með því að samþykkja að þetta frumvarp yrði lagt fram á Alþingi nánast hafa brotið gegn ákvæði í þingmannafrumvarpi Katrínar um að stjórnvöld skuli styðja og vernda íslenska tungu. Þannig fór með eina helstu skrautfjöðurina í stjórnarskrárfrumvarpi forsætisráðherra. Sjálfsagðir hlutir og annað sem deila má um Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir ýmislegt sem telja má skaðlaust og lítt fallið til deilna. Annað vekur upp spurningar og sýnist auka á óvissu. Hvaðan kemur hugmyndin um sex ára kjörtímabil forseta Íslands þegar við búum við langa hefð um fjögurra ára kjörtímabil? Hvers vegna má þjóðin ekki velja forseta til að sitja nema tvö kjörtímabil ef hún er ánægð með störf hans? Hvaðan kemur sú hugmynd að forseti Íslands kanni með atkvæðagreiðslu á Alþingi stuðning við ríkisstjórn í burðarliðnum? Hingað til hafa orð forystumanna um stuðning flokka sinna verið látin duga. Hér sýnist vakin upp óvissa að nauðsynjalausu. Hvaða nauðsyn ber til að setja ákvæði um störf starfsstjórna? Eru dæmi um að þau hafi vakið deilur eða valdið vandræðum? Íslendingar unna landi sínu og vilja vernda náttúruna. Í frumvarpinu er meinlaus setning: Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Þetta mega heita sjálfsögð sannindi en þarf að taka þetta fram í stjórnarskrá? Á eftir fylgja ákvæði um ábyrgð og skyldur sem ekki eru útfærð þannig að hald sé í. Þar gætu risið lögfræðileg álitaefni með aukinni óvissu. Sama á við um auðlindaákvæðið sem að ýmsu leyti er óljóst. Fleiri stjórnarskrártillögur á Alþingi Samfylkingin stendur ásamt fleiri flokkum á Alþingi að frumvarpi um að fella brott lýðveldisstjórnarskrána og taka upp nýja stjórnarskrá reistri á tillögum ráðgefandi stjórnlagaráðs sem starfaði á árinu 2011. Samfylkingin starfar með jafnaðarmannaflokkum í öðrum löndum og skipar sér í sveit með norrænum jafnaðarmönnum í Norðurlandaráði. Sérkennilegt má telja að slíkur flokkur geri tillögu um að kasta stjórnarskrá landsins fyrir róða á friðartímum. Myndi vísast leitun að sambærilegum flokki á Vesturlöndum sem stæði að slíkri tillögu. Ísland í fremstu röð lýðræðisríkja Ísland nýtur viðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi sem lýðræðisríki í fremstu röð. Sérfræðingar vikuritsins Economist kanna með reglubundnum hætti lýðræði í ríkjum heims. Birti ritið frétt um úttekt sína nýlega og áður í byrjun árs 2019. Niðurstaðan er að einungis Noregur standi framar Íslandi í þessu efni. Þar á eftir kemur Svíþjóð og mælist efst Evrópusambandsríkja. Skyldi þessi niðurstaða segja eitthvað um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, lýðveldisstjórnarskrána, sem grundvöll að lýðræðislegu þjóðskipulagi á Íslandi? Stjórnarskrá lýðveldisins hefur tekið breytingum í tímans rás og dugað vel. Okkur ber að umgangast hana af gætni og virðingu. Best fer á að breytingar á henni séu gerðar með vönduðum undirbúningi í víðtækri sátt og samkomulagi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Stjórnarskrá Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur til meðferðar frumvarp um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Hún var samþykkt með 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 98% þátttöku. Átta sinnum hafa verið gerðar breytingar á henni frá þessum tíma. Hafa þær verið gerðar með breiðri samstöðu stjórnmálaflokka á hverjum tíma. Rof á hefð um víðtækt samkomulag Nú ber nýrra við. Forsætisráðherra tókst ekki að ná samkomulagi um stjórnarskrárfrumvarp meðal formanna flokka sem sæti eiga á Alþingi. Dugðu ekki til 25 fundir. Brá hún á það ráð að flytja eigin tillögur sem þingmaður á Alþingi. Forsætisráðherra flytur þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Þá er sú staða uppi að fjallað er á Alþingi um breytingar á stjórnarskrá eins og um hvert annað þingmannamál. Slíkum málum hættir til að verða að eins konar rifrildismálum og sú varð raunin. Einsmálsflokkur sem týndi málinu sínu, aðild að ESB, efndi til umræðu sem leitaði í hefðbundið far átakamála, að þessu sinni um sjávarútvegsmál sem sýnist eiga að bera uppi kosningabaráttu flokksins. Eftir stendur að forsætisráðherra kaus þessa aðferð og rauf með því hefð fyrir því að breytingar á stjórnarskrá eru lagðar fram á grundvelli víðtækrar samstöðu flokka á Alþingi. Eitthvað fyrir alla Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir allmargar tillögur þar sem kennir ýmissa grasa. Á yfirborðinu er eins konar tiltekt á svonefndum forsetakafla stjórnarskrárinnar, sem sumir hafa talið úr takti við ríkjandi fyrirkomulag en þó án þess hafi verið til teljandi vandræða. Áhugafólk um náttúruvernd fær sína grein, kveðið er á um auðlindir fyrir þá sem telja slík ákvæði eiga að vera í stjórnarskrá en ekki einungis í almennum lögum. Holur hljómur í ákvæðinu um íslenska tungu Við íslenskufólkið fáum okkar ákvæði um að ríkisvaldið skuli styðja og vernda íslenska tungu sem eigi að vera ríkismál á Íslandi ásamt íslensku táknmáli. Þetta er út af fyrir sig gott og ber að fagna. Svo ber við að á sama tíma og forsætisráðherra leggur fram frumvarp um breytingu á stjórnarskrá þar sem íslenskri tungu er gert hærra undir höfði en áður liggur fyrir frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um mannanöfn. Frumvarp dómsmálaráðherra sætir harðri gagnrýni frá þeim sem gerst þekkja til mála. Dr. Guðrún Kvaran, höfundur ritsins Nöfn Íslendinga, sem gerþekkir íslenskan mannanafnaforða, segir að frumvarp dómsmálaráðherra vinni beinlínis gegn íslensku mál- og beygingarkerfi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýnist með því að samþykkja að þetta frumvarp yrði lagt fram á Alþingi nánast hafa brotið gegn ákvæði í þingmannafrumvarpi Katrínar um að stjórnvöld skuli styðja og vernda íslenska tungu. Þannig fór með eina helstu skrautfjöðurina í stjórnarskrárfrumvarpi forsætisráðherra. Sjálfsagðir hlutir og annað sem deila má um Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir ýmislegt sem telja má skaðlaust og lítt fallið til deilna. Annað vekur upp spurningar og sýnist auka á óvissu. Hvaðan kemur hugmyndin um sex ára kjörtímabil forseta Íslands þegar við búum við langa hefð um fjögurra ára kjörtímabil? Hvers vegna má þjóðin ekki velja forseta til að sitja nema tvö kjörtímabil ef hún er ánægð með störf hans? Hvaðan kemur sú hugmynd að forseti Íslands kanni með atkvæðagreiðslu á Alþingi stuðning við ríkisstjórn í burðarliðnum? Hingað til hafa orð forystumanna um stuðning flokka sinna verið látin duga. Hér sýnist vakin upp óvissa að nauðsynjalausu. Hvaða nauðsyn ber til að setja ákvæði um störf starfsstjórna? Eru dæmi um að þau hafi vakið deilur eða valdið vandræðum? Íslendingar unna landi sínu og vilja vernda náttúruna. Í frumvarpinu er meinlaus setning: Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Þetta mega heita sjálfsögð sannindi en þarf að taka þetta fram í stjórnarskrá? Á eftir fylgja ákvæði um ábyrgð og skyldur sem ekki eru útfærð þannig að hald sé í. Þar gætu risið lögfræðileg álitaefni með aukinni óvissu. Sama á við um auðlindaákvæðið sem að ýmsu leyti er óljóst. Fleiri stjórnarskrártillögur á Alþingi Samfylkingin stendur ásamt fleiri flokkum á Alþingi að frumvarpi um að fella brott lýðveldisstjórnarskrána og taka upp nýja stjórnarskrá reistri á tillögum ráðgefandi stjórnlagaráðs sem starfaði á árinu 2011. Samfylkingin starfar með jafnaðarmannaflokkum í öðrum löndum og skipar sér í sveit með norrænum jafnaðarmönnum í Norðurlandaráði. Sérkennilegt má telja að slíkur flokkur geri tillögu um að kasta stjórnarskrá landsins fyrir róða á friðartímum. Myndi vísast leitun að sambærilegum flokki á Vesturlöndum sem stæði að slíkri tillögu. Ísland í fremstu röð lýðræðisríkja Ísland nýtur viðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi sem lýðræðisríki í fremstu röð. Sérfræðingar vikuritsins Economist kanna með reglubundnum hætti lýðræði í ríkjum heims. Birti ritið frétt um úttekt sína nýlega og áður í byrjun árs 2019. Niðurstaðan er að einungis Noregur standi framar Íslandi í þessu efni. Þar á eftir kemur Svíþjóð og mælist efst Evrópusambandsríkja. Skyldi þessi niðurstaða segja eitthvað um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, lýðveldisstjórnarskrána, sem grundvöll að lýðræðislegu þjóðskipulagi á Íslandi? Stjórnarskrá lýðveldisins hefur tekið breytingum í tímans rás og dugað vel. Okkur ber að umgangast hana af gætni og virðingu. Best fer á að breytingar á henni séu gerðar með vönduðum undirbúningi í víðtækri sátt og samkomulagi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun