Real Madrid ekki í vandræðum með Valencia 14. febrúar 2021 17:16 Toni Kroos var maðurinn í Madrid í dag. vísir/Getty Spánarmeistarar Real Madrid unnu sannfærandi sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Karim Benzema kom heimamönnum í forystu strax á 12.mínútu eftir stoðsendingu frá Toni Kroos. Kroos sá sjálfur til þess að Real Madrid færi í hálfleikinn með tveggja marka forystu þar sem hann skoraði á 42.mínútu eftir undirbúning Lucas Vazquez. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og öruggur sigur Real Madrid staðreynd. Eru þeir nú fimm stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, sem á reyndar tvo leiki til góða. Valencia í tólfta sæti. Spænski boltinn
Spánarmeistarar Real Madrid unnu sannfærandi sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Karim Benzema kom heimamönnum í forystu strax á 12.mínútu eftir stoðsendingu frá Toni Kroos. Kroos sá sjálfur til þess að Real Madrid færi í hálfleikinn með tveggja marka forystu þar sem hann skoraði á 42.mínútu eftir undirbúning Lucas Vazquez. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og öruggur sigur Real Madrid staðreynd. Eru þeir nú fimm stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, sem á reyndar tvo leiki til góða. Valencia í tólfta sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti