Messi magnaður í sjöunda sigri Barcelona í röð Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. febrúar 2021 21:56 Messi lék við hvurn sinn fingur í kvöld. vísir/Getty Barcelona er á miklu flugi í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og fóru nokkuð létt með Alaves á Nývangi í kvöld. Einn mest spennandi leikmaðurinn úr akademíu Börsunga um þessar mundir, hinn átján ára gamli Ilaix Moriba, var í fyrsta sinn í byrjunarliði liðsins í dag og hann lagði upp fyrsta mark leiksins þegar Trincao kom Börsungum í forystu eftir hálftíma leik. Lionel Messi sá til þess að Barcelona færi með tveggja marka forystu í leikhlé þar sem hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Luis Rioja hélt gestunum inni í leiknum með marki á 54.mínútu en á síðasta stundarfjórðungi leiksins keyrðu Börsungar algjörlega yfir gestina. Trincao bætti við öðru marki sínu þegar hann fylgdi á eftir skoti Messi og skömmu síðar bætti Messi við öðru marki sínu með frábæru skoti utan vítateigs. Junior Firpo negldi síðasta naglann í kistu Alaves þegar hann batt enda á fallega sókn Börsunga á 80.mínútu og 5-1 sigur Barcelona staðreynd. Þrátt fyrir sjö leikja sigurgöngu er Barcelona átta stigum á eftir toppliði Atletico Madrid en Barcelona lyfti sér upp í 2.sæti deildarinnar með sigrinum. Spænski boltinn
Barcelona er á miklu flugi í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og fóru nokkuð létt með Alaves á Nývangi í kvöld. Einn mest spennandi leikmaðurinn úr akademíu Börsunga um þessar mundir, hinn átján ára gamli Ilaix Moriba, var í fyrsta sinn í byrjunarliði liðsins í dag og hann lagði upp fyrsta mark leiksins þegar Trincao kom Börsungum í forystu eftir hálftíma leik. Lionel Messi sá til þess að Barcelona færi með tveggja marka forystu í leikhlé þar sem hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Luis Rioja hélt gestunum inni í leiknum með marki á 54.mínútu en á síðasta stundarfjórðungi leiksins keyrðu Börsungar algjörlega yfir gestina. Trincao bætti við öðru marki sínu þegar hann fylgdi á eftir skoti Messi og skömmu síðar bætti Messi við öðru marki sínu með frábæru skoti utan vítateigs. Junior Firpo negldi síðasta naglann í kistu Alaves þegar hann batt enda á fallega sókn Börsunga á 80.mínútu og 5-1 sigur Barcelona staðreynd. Þrátt fyrir sjö leikja sigurgöngu er Barcelona átta stigum á eftir toppliði Atletico Madrid en Barcelona lyfti sér upp í 2.sæti deildarinnar með sigrinum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti