Sýndarfrelsi Gunnar Dan Wiium skrifar 12. febrúar 2021 11:01 Þau sprauta okkur mörg í einu, fljót að því, metnaður í þessu. Og þarna sitjum við, hlýðin, ábyrg. Orðin svo samdauna að við kannski erum búin að gleyma afhverju við erum þar sem við erum. Við viljum bara hætta að óttast, við viljum það við köllum frelsi. Við viljum frelsi en samt ekki alveg, því, við megum ekki efast, eigum ekki að spyrja, við megum vera með eða eiga í hættu að verða dæmd og útskúfuð. Í Danmörku er talað um sérstakt bólusetningarvegabréf, hálfgerð viðbót við hitt vegabréfið sem við flest eigum. Vegabréfið sem segir að við tilheyrum, eigum heima. Án vegabréfs er ég réttindarlaus, hættulegur, skítugur. Ég talaði við einn að mínum besta vinum í gærkvöld sem er danskur ríkisborgari. Hann velur að taka ekki við bólusetningu gegn Covid. Það er val sem hann hefur, en sem komið er. En nýja “vegabréfið” sem hann svo ekki mun búa yfir fyrir vikið mun mögulega þrengja að honum í nánustu framtíð. Tónleikar, viðburðir, veitingastaðir, flugferðir osfr. Fyrirtæki að mér skilst munu hafa heimild til að nýta sér þessi takmörkunar vegabréfsúrræði. Svo, hann hefur eflaust val gagnvart bólusetningu en frelsi hans til að ferðast innan samfélags, hans eigin samfélags verður að öllum líkindum skert að talsverðu leiti. Konan mín er farin að setja upp aðstæður í okkar samræðum varðandi fjölskyldufrí. Hvað ef, hvað ef, mun ég, þessi “óábyrgi, sjálfselski, eiginhagsmunaseggur” ekki getað ferðast til útlanda svona til dæmis með fjölskyldunni nema taka við bólusetningu? Verð ég dæmdur og híddur kannski, frelsissviptur og nauðungabólusettur? Ég bý yfir skoðunum og viðhorfum sem ég deili mismikið útávið eftir því hver ásetningurinn er. Ég ætlaði mér ekki að fara útí þessa laug en ef ég myndi gera það yrði skoðun mín svohljóðandi. Mín viðhorf og mínar hugmyndir hvað þetta varðar er að Covid19 er lífstíls sjúkdómur, þá er ég ekki einu sinni að tala um veiruna sem slíka. Ég er að tala um upprunnan, ég er að tala um þessa skertu samkennd okkar manna í garð dýra og náttúru. Meðhöndlun okkar og ofbeldi gagnvart dýrum færir okkur Covid ásamt öllum mögulegum öðrum veirum. Og við meðhöndlum þessar veirur sem sjúkdóma í stað einkenna og afleiðingar sjúkdóms. Við viljum engu breyta, ég vill kjöt þegar ég vill, ég vill blóð og flesk þegar ég vill, ég vill, ég vill. Ég vill ferðast til útlanda 3svar ári þegar ég vill, ég vill, ég vill. Kannski viljum við bara of mikið og afleiðing þess er skerðing. Ég er tilbúin í þessa skerðingu. Ég er tilbúin að hækka tíðni mína með sjósundi og kuldaböðum, heimaræktuðum hráhamp, grænmetisfæðu miðuðum kost, hreyfingu, hreinu lofti, núvitund, samkennd - 360 gráður, þjónustu útávið, andlegum þroska, minimalisma og sjálfbærni. Ég er tilbúin að þiggja Covid ef það er raunin, ég er tilbúin að veikjast, deyja ef það er raunin, ég er tilbúin að taka því sem birtist svo lengi sem það er ekki í formi trúarbragða og blindri trú á fjöldaframleidd bóluefni við yfirborðseinkennum sjúkdóms við ekki þorum að horfast í augu við sem heild. Annars er ég alltaf til í góð og flott partý. Ég er með þessum viðhorfum mínum ekki að gagnrýna þá sem þyggja bólusetningar, hver gerir sitt útfrá sínum hugmyndum og sinni sannfæringu. En vá hvað ég vona að valið verði í alvörunni frjálst en ekki dulbúið sem eitthvað annað en það raunverulega er. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Þau sprauta okkur mörg í einu, fljót að því, metnaður í þessu. Og þarna sitjum við, hlýðin, ábyrg. Orðin svo samdauna að við kannski erum búin að gleyma afhverju við erum þar sem við erum. Við viljum bara hætta að óttast, við viljum það við köllum frelsi. Við viljum frelsi en samt ekki alveg, því, við megum ekki efast, eigum ekki að spyrja, við megum vera með eða eiga í hættu að verða dæmd og útskúfuð. Í Danmörku er talað um sérstakt bólusetningarvegabréf, hálfgerð viðbót við hitt vegabréfið sem við flest eigum. Vegabréfið sem segir að við tilheyrum, eigum heima. Án vegabréfs er ég réttindarlaus, hættulegur, skítugur. Ég talaði við einn að mínum besta vinum í gærkvöld sem er danskur ríkisborgari. Hann velur að taka ekki við bólusetningu gegn Covid. Það er val sem hann hefur, en sem komið er. En nýja “vegabréfið” sem hann svo ekki mun búa yfir fyrir vikið mun mögulega þrengja að honum í nánustu framtíð. Tónleikar, viðburðir, veitingastaðir, flugferðir osfr. Fyrirtæki að mér skilst munu hafa heimild til að nýta sér þessi takmörkunar vegabréfsúrræði. Svo, hann hefur eflaust val gagnvart bólusetningu en frelsi hans til að ferðast innan samfélags, hans eigin samfélags verður að öllum líkindum skert að talsverðu leiti. Konan mín er farin að setja upp aðstæður í okkar samræðum varðandi fjölskyldufrí. Hvað ef, hvað ef, mun ég, þessi “óábyrgi, sjálfselski, eiginhagsmunaseggur” ekki getað ferðast til útlanda svona til dæmis með fjölskyldunni nema taka við bólusetningu? Verð ég dæmdur og híddur kannski, frelsissviptur og nauðungabólusettur? Ég bý yfir skoðunum og viðhorfum sem ég deili mismikið útávið eftir því hver ásetningurinn er. Ég ætlaði mér ekki að fara útí þessa laug en ef ég myndi gera það yrði skoðun mín svohljóðandi. Mín viðhorf og mínar hugmyndir hvað þetta varðar er að Covid19 er lífstíls sjúkdómur, þá er ég ekki einu sinni að tala um veiruna sem slíka. Ég er að tala um upprunnan, ég er að tala um þessa skertu samkennd okkar manna í garð dýra og náttúru. Meðhöndlun okkar og ofbeldi gagnvart dýrum færir okkur Covid ásamt öllum mögulegum öðrum veirum. Og við meðhöndlum þessar veirur sem sjúkdóma í stað einkenna og afleiðingar sjúkdóms. Við viljum engu breyta, ég vill kjöt þegar ég vill, ég vill blóð og flesk þegar ég vill, ég vill, ég vill. Ég vill ferðast til útlanda 3svar ári þegar ég vill, ég vill, ég vill. Kannski viljum við bara of mikið og afleiðing þess er skerðing. Ég er tilbúin í þessa skerðingu. Ég er tilbúin að hækka tíðni mína með sjósundi og kuldaböðum, heimaræktuðum hráhamp, grænmetisfæðu miðuðum kost, hreyfingu, hreinu lofti, núvitund, samkennd - 360 gráður, þjónustu útávið, andlegum þroska, minimalisma og sjálfbærni. Ég er tilbúin að þiggja Covid ef það er raunin, ég er tilbúin að veikjast, deyja ef það er raunin, ég er tilbúin að taka því sem birtist svo lengi sem það er ekki í formi trúarbragða og blindri trú á fjöldaframleidd bóluefni við yfirborðseinkennum sjúkdóms við ekki þorum að horfast í augu við sem heild. Annars er ég alltaf til í góð og flott partý. Ég er með þessum viðhorfum mínum ekki að gagnrýna þá sem þyggja bólusetningar, hver gerir sitt útfrá sínum hugmyndum og sinni sannfæringu. En vá hvað ég vona að valið verði í alvörunni frjálst en ekki dulbúið sem eitthvað annað en það raunverulega er. Höfundur er smíðakennari.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun