Það þarf hugrekki til að framkvæma Theodóra Listalín Þrastardóttir skrifar 11. febrúar 2021 19:42 Það hefur verið gengið gróflega á auðlindir náttúrunnar síðastliðna áratugi og hefur það skilað sér í hnattrænni hlýnun af mannavöldum. Spurningin er ekki lengur - hvernig forðumst við hnattræna hlýnun?, því hún er þegar hafin og er hér til að vera. Spurningin er hvernig drögum við úr sem mestri áhættu sem af henni stendur? Þessi umræða getur verið þung og illskiljanleg. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég vildi láta lítið á mér bera fyrst um sinn, þar sem ég þekkti ekki mikið til málefnisins, og það eru líklegast nokkrir þarna úti sem geta mögulega tengt við það og hafa bara forðast málefnið algjörlega. Þann 28. janúar síðastliðinn hélt Festa uppá sína árlegu ráðstefnu, Janúarráðstefnu Festu sem fór fram í streymi. Og kosturinn var sá að hægt var að miðla efninu víða, jafnvel til þeirra sem þekkja minna til og vilja fræðast betur. Yfirskriftin var Nýtt Upphaf og vísar í tækifærið sem okkur er gefið til að endurræsa kerfin okkar og samfélag á sjálfbærari máta en áður fyrr. Sérfræðingar erlendis frá voru með erindi, sem og að heiman úr einka-og opinbera geiranum. Margir góðir gullmolar komu fram og nefna má sterk skilaboð frá Höllu Tómasdóttur, forstjóri B Team og Sasja Beslik, forstjóri sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Sarasin Bank, um að tími væri komin til að endurskoða tengsl fjármálageirans við umhverfið. Nicole Schwab frá World Economic Forum nefndi í erindi sínu að $ 44 trilljón Bandaríkjadala, eða helmingur af hagkerfi heimsins, er háður náttúruöflunum. Rakel Eva Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Deloitte, lagði fram könnun fyrir helstu stjórnendur 300 stærstu fyrirtækja á Íslandi og þar kemur í ljós að meirihluti þeirra telur að hnattræn hlýnun hafi áhrif á viðskiptavini þeirra, og eru komnar meiri kröfur frá neytendum um sjálfbærar fjárfestingar miðað við frásagnir panel gesta. Það er ljóst að krafan er þarna úti og hún hefur aldrei verið sterkari og mun aukast með tímanum. Þau fyrirtæki sem hoppa á vagninn eru þau sem munu lifa af til lengri tíma. Núna höfum við rætt nóg og við höfum öll tólin sem við þurfum til að framkvæma. Rannsóknir hafa staðið yfir í 30 ár og við þurfum ekki 30 ár í viðbót, eins og Stefanía G. Halldórsdóttir, fjárfestingarstjóri hjá Eyrir Venture Management tók fram. Það sem stóð uppúr að mínu mati var þegar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka sagði að hún hafði verið feimin að ræða umhverfismál þar sem hún þekkti lítið til þeirra, en hafi tekið ákvörðun um að ræða þau þrátt fyrir að hún sé ekki með allt á hreinu. Það er mikilvægur punktur til að tileinka sér, því við þurfum ekki fleiri fullkomna aktívista, heldur fleiri ófullkomna einstaklinga sem vilja læra og standa sig betur. Það tengist erindi Michele Wucker vel þar sem hún talaði um fyrirbærið gráa nashyrningin (e. gray rhino) en það lýsir sér stuttlega þannig að við eigum oft erfitt með að horfast í augu við stórar hættur sem blasa við okkur, líkt og að stór grár nashyrningur sé á hraðaspretti að nálgast og við forðum okkur oft ekki úr vegi fyrr en hættan er byrjuð að traðka á okkur. En best væri auðvitað að klifra á bakið á honum og temja hann. Til að takast á við breytingar þarf hugrekki. Það þarf að temja nashyrninginn. Því, eins og Jón L. Árnason framkvæmdarstjóri Lífsverks komst að orði í einum panel ráðstefnunnar, hvaða máli mun það skipta að hafa örlítið meiri pening inn á bankabókinni ef jörðin er ónýt? Ef það er eitthvað sem ætti að sitja eftir hjá okkur eftir Janúarráðstefnu Festu er það hvatningin til að sýna hugrekki. Það þarf kjark og staðfestu til að takast á við þessar breytingar þrátt fyrir að vera ekki sá einstaklingur sem er mest sjóaður í málefninu. Það þarf einstaklinga sem þora að framkvæma og hugsa til langs tíma með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. En þessir leiðtogar þurfa ekki að vera framkvæmdarstjórar, ráðherrar eða stjórnendur, allir geta verið leiðtogar í þessari baráttu – og það eru sérstaklega ungt fólk sem hafa sannað sig sem sterkir leiðtogar. Því við höfum það öll innra með okkur að láta gott af okkur leiða til að gera jörðina að betri stað til að búa á fyrir alla. Við höfum sýnt og sannað síðastliðið ár að við erum öll saman í þessu, og þá vil ég vera bjartsýn og segja að það sé engin hindrun sem við getum ekki unnið bug á. Theodóra Listalín Þrastardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið gengið gróflega á auðlindir náttúrunnar síðastliðna áratugi og hefur það skilað sér í hnattrænni hlýnun af mannavöldum. Spurningin er ekki lengur - hvernig forðumst við hnattræna hlýnun?, því hún er þegar hafin og er hér til að vera. Spurningin er hvernig drögum við úr sem mestri áhættu sem af henni stendur? Þessi umræða getur verið þung og illskiljanleg. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég vildi láta lítið á mér bera fyrst um sinn, þar sem ég þekkti ekki mikið til málefnisins, og það eru líklegast nokkrir þarna úti sem geta mögulega tengt við það og hafa bara forðast málefnið algjörlega. Þann 28. janúar síðastliðinn hélt Festa uppá sína árlegu ráðstefnu, Janúarráðstefnu Festu sem fór fram í streymi. Og kosturinn var sá að hægt var að miðla efninu víða, jafnvel til þeirra sem þekkja minna til og vilja fræðast betur. Yfirskriftin var Nýtt Upphaf og vísar í tækifærið sem okkur er gefið til að endurræsa kerfin okkar og samfélag á sjálfbærari máta en áður fyrr. Sérfræðingar erlendis frá voru með erindi, sem og að heiman úr einka-og opinbera geiranum. Margir góðir gullmolar komu fram og nefna má sterk skilaboð frá Höllu Tómasdóttur, forstjóri B Team og Sasja Beslik, forstjóri sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Sarasin Bank, um að tími væri komin til að endurskoða tengsl fjármálageirans við umhverfið. Nicole Schwab frá World Economic Forum nefndi í erindi sínu að $ 44 trilljón Bandaríkjadala, eða helmingur af hagkerfi heimsins, er háður náttúruöflunum. Rakel Eva Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Deloitte, lagði fram könnun fyrir helstu stjórnendur 300 stærstu fyrirtækja á Íslandi og þar kemur í ljós að meirihluti þeirra telur að hnattræn hlýnun hafi áhrif á viðskiptavini þeirra, og eru komnar meiri kröfur frá neytendum um sjálfbærar fjárfestingar miðað við frásagnir panel gesta. Það er ljóst að krafan er þarna úti og hún hefur aldrei verið sterkari og mun aukast með tímanum. Þau fyrirtæki sem hoppa á vagninn eru þau sem munu lifa af til lengri tíma. Núna höfum við rætt nóg og við höfum öll tólin sem við þurfum til að framkvæma. Rannsóknir hafa staðið yfir í 30 ár og við þurfum ekki 30 ár í viðbót, eins og Stefanía G. Halldórsdóttir, fjárfestingarstjóri hjá Eyrir Venture Management tók fram. Það sem stóð uppúr að mínu mati var þegar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka sagði að hún hafði verið feimin að ræða umhverfismál þar sem hún þekkti lítið til þeirra, en hafi tekið ákvörðun um að ræða þau þrátt fyrir að hún sé ekki með allt á hreinu. Það er mikilvægur punktur til að tileinka sér, því við þurfum ekki fleiri fullkomna aktívista, heldur fleiri ófullkomna einstaklinga sem vilja læra og standa sig betur. Það tengist erindi Michele Wucker vel þar sem hún talaði um fyrirbærið gráa nashyrningin (e. gray rhino) en það lýsir sér stuttlega þannig að við eigum oft erfitt með að horfast í augu við stórar hættur sem blasa við okkur, líkt og að stór grár nashyrningur sé á hraðaspretti að nálgast og við forðum okkur oft ekki úr vegi fyrr en hættan er byrjuð að traðka á okkur. En best væri auðvitað að klifra á bakið á honum og temja hann. Til að takast á við breytingar þarf hugrekki. Það þarf að temja nashyrninginn. Því, eins og Jón L. Árnason framkvæmdarstjóri Lífsverks komst að orði í einum panel ráðstefnunnar, hvaða máli mun það skipta að hafa örlítið meiri pening inn á bankabókinni ef jörðin er ónýt? Ef það er eitthvað sem ætti að sitja eftir hjá okkur eftir Janúarráðstefnu Festu er það hvatningin til að sýna hugrekki. Það þarf kjark og staðfestu til að takast á við þessar breytingar þrátt fyrir að vera ekki sá einstaklingur sem er mest sjóaður í málefninu. Það þarf einstaklinga sem þora að framkvæma og hugsa til langs tíma með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. En þessir leiðtogar þurfa ekki að vera framkvæmdarstjórar, ráðherrar eða stjórnendur, allir geta verið leiðtogar í þessari baráttu – og það eru sérstaklega ungt fólk sem hafa sannað sig sem sterkir leiðtogar. Því við höfum það öll innra með okkur að láta gott af okkur leiða til að gera jörðina að betri stað til að búa á fyrir alla. Við höfum sýnt og sannað síðastliðið ár að við erum öll saman í þessu, og þá vil ég vera bjartsýn og segja að það sé engin hindrun sem við getum ekki unnið bug á. Theodóra Listalín Þrastardóttir
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun