Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Þröstur Ólafsson skrifar 9. febrúar 2021 23:32 Það er ljóður á ráði manna að halla réttu máli til að upphefja eigin málflutning. Grein Þórarins Lárussonar Mótvægisaðgerðir ... o.s.frv. hér á Vísi 8. febr. s.l. ber því miður með sér þennan löst. Greinin er barmafull af rangfærslum og villandi fullyrðingum. Votlendissjóður var ekki settur á laggirnar af opiberri hálfu. Hann var stofnaður af samfélagslega ábyrgum einstakingum, fyrirtækjum og stofnunum. Hann nýtur hvorki styrkja úr ríkissjóði né er hann hagnaðardrifinn.Stjórn hans er ekki launuð. Sjóðurinn hefur aðeins einn launaðan starfsmann. Í kingum hann er ekkert “lið ráðið af ríkinu”. Höfundur vandar ekki verk sitt, þegar hann telur sig vera að veita upplýsingar um Votlendissjóð. Óþarfi er að eyða frekari orðum að dylgjum Þórarins um “svonefndan Votlendissjóð”. Endurheimt votlendis er mikið alvöru mál sem ekki ber að hafa í flimtingum. Í samræmi við útreikninga og rannsóknir okkar eigin vísindamanna þá losar hver hektari af framræstri mýri um 20 tonn af koldíoxíðsígildium. Framræst land ber ábyrgð á yfir 60% af allri losun landsins af gróðurhúsalofttegundum – hvorki meira né minna. Aðeins lítill hluti af framræstu landi er notaður til búvöruframleiðslu eða tengdra nota. Það er margyfirlýst stefna sjóðsins að ekki verði leitast eftir neinu landi sem nýtt sé til landbúnaðar. Vandinn sem við einbeinum sjónum okkar að, er þessi ógnarmikla losum gróðurhúsalofttegunda af landi sem ekki er nýtt. Þótt reynt verði að binda kolefni með margs konar gróðri, sem er góðra gjalda vert og nauðsynlegt, heldur losunin ótrauð áfram. Meðan hún er ekki stöðvuð jafngildir binding kolefnis í jarðvegi og gróðri því “ að verið sé að sópa vandanum undir teppið.” Hve öflug er svo binding koldíoxíðsígilda af jarðargróðri ? Höfum til viðmiðunar þau 20 tonn af kolefnisbindingu sem endurheimt votlendis stöðvar árlega á hektara. Skógrækt er talin binda að meðaltali 4,4 tonn árlega af kolefniseiningum (en er þó afar breytileg eftir tegundum), landgræðsla milli 1,5 og 2,1 tonn. Eitt tré bindur um 110 til 310 kg. í heil 90 ár ! Skógrækt og landgræðsla eru allra góðra gjalda verðar og nauðsynlegar en jákvæður árangur þeirra kemur ekki í veg fyrir þá losun sem framræstur jarðvegur veldur. Aðalmunurinn er sá að skógrækt og landgræðsla, sem báðar eru mikilvægar, stöðva ekki losunina. Ekkert kemur í stað þess að stöðva losunina annað en endurheimt votlendis.. Loftslagsváin er alvarlegasta ógnun mannkyns. Glímuna við hana má ekki kæfa í draumórum um óraunhæfa og ósjálfbæra framleiðslu á vöru sem nóg er af í okkar heimshluta, og lítil áhrif hefðu á framgang ofhitunar umhverfisins.Við verðum að stöðva útblástur koldíoxíðs hvar sem það ríkur út í andrúmsloftið. Ef fram heldur sem horfir með hlýnun lofthjúpsins, sjávarins og jarðarinnar munum við Íslendingar þurfa að takast á við mun alvarlegri viðfangsefni sem ekki leysast með ræktun hamps eða repju. Vinnum af skynsamlegu viti gegn þessari vá. Við munum þurfa á öllu okkar hugviti að halda. Höfundur er stjórnarformaður Votlendissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þröstur Ólafsson Tengdar fréttir Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er ljóður á ráði manna að halla réttu máli til að upphefja eigin málflutning. Grein Þórarins Lárussonar Mótvægisaðgerðir ... o.s.frv. hér á Vísi 8. febr. s.l. ber því miður með sér þennan löst. Greinin er barmafull af rangfærslum og villandi fullyrðingum. Votlendissjóður var ekki settur á laggirnar af opiberri hálfu. Hann var stofnaður af samfélagslega ábyrgum einstakingum, fyrirtækjum og stofnunum. Hann nýtur hvorki styrkja úr ríkissjóði né er hann hagnaðardrifinn.Stjórn hans er ekki launuð. Sjóðurinn hefur aðeins einn launaðan starfsmann. Í kingum hann er ekkert “lið ráðið af ríkinu”. Höfundur vandar ekki verk sitt, þegar hann telur sig vera að veita upplýsingar um Votlendissjóð. Óþarfi er að eyða frekari orðum að dylgjum Þórarins um “svonefndan Votlendissjóð”. Endurheimt votlendis er mikið alvöru mál sem ekki ber að hafa í flimtingum. Í samræmi við útreikninga og rannsóknir okkar eigin vísindamanna þá losar hver hektari af framræstri mýri um 20 tonn af koldíoxíðsígildium. Framræst land ber ábyrgð á yfir 60% af allri losun landsins af gróðurhúsalofttegundum – hvorki meira né minna. Aðeins lítill hluti af framræstu landi er notaður til búvöruframleiðslu eða tengdra nota. Það er margyfirlýst stefna sjóðsins að ekki verði leitast eftir neinu landi sem nýtt sé til landbúnaðar. Vandinn sem við einbeinum sjónum okkar að, er þessi ógnarmikla losum gróðurhúsalofttegunda af landi sem ekki er nýtt. Þótt reynt verði að binda kolefni með margs konar gróðri, sem er góðra gjalda vert og nauðsynlegt, heldur losunin ótrauð áfram. Meðan hún er ekki stöðvuð jafngildir binding kolefnis í jarðvegi og gróðri því “ að verið sé að sópa vandanum undir teppið.” Hve öflug er svo binding koldíoxíðsígilda af jarðargróðri ? Höfum til viðmiðunar þau 20 tonn af kolefnisbindingu sem endurheimt votlendis stöðvar árlega á hektara. Skógrækt er talin binda að meðaltali 4,4 tonn árlega af kolefniseiningum (en er þó afar breytileg eftir tegundum), landgræðsla milli 1,5 og 2,1 tonn. Eitt tré bindur um 110 til 310 kg. í heil 90 ár ! Skógrækt og landgræðsla eru allra góðra gjalda verðar og nauðsynlegar en jákvæður árangur þeirra kemur ekki í veg fyrir þá losun sem framræstur jarðvegur veldur. Aðalmunurinn er sá að skógrækt og landgræðsla, sem báðar eru mikilvægar, stöðva ekki losunina. Ekkert kemur í stað þess að stöðva losunina annað en endurheimt votlendis.. Loftslagsváin er alvarlegasta ógnun mannkyns. Glímuna við hana má ekki kæfa í draumórum um óraunhæfa og ósjálfbæra framleiðslu á vöru sem nóg er af í okkar heimshluta, og lítil áhrif hefðu á framgang ofhitunar umhverfisins.Við verðum að stöðva útblástur koldíoxíðs hvar sem það ríkur út í andrúmsloftið. Ef fram heldur sem horfir með hlýnun lofthjúpsins, sjávarins og jarðarinnar munum við Íslendingar þurfa að takast á við mun alvarlegri viðfangsefni sem ekki leysast með ræktun hamps eða repju. Vinnum af skynsamlegu viti gegn þessari vá. Við munum þurfa á öllu okkar hugviti að halda. Höfundur er stjórnarformaður Votlendissjóðs.
Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun