Opið bréf frá hollvinum Punktsins Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifa 9. febrúar 2021 16:43 Punkturinn hefur verið starfræktur á Akureyri síðan 1994 þegar hann var stofnaður sem alhliða handverkstæði fyrir atvinnulaust fólk. Hlutverk hans hefur þróast og umsvif þjónustunnar aukist til muna á þessum tæplega 30 árum. Þá sérstaklega hefur starfsemin blómstrað síðastliðin 15 ár sem Punkturinn hefur verið starfræktur í Rósenborg. Í dag er Punkturinn opinn öllum sem þangað vilja koma. Hann gegnir enn mikilvægu hlutverki fyrir atvinnulausa en einnig fyrir fólk í starfsendurhæfingu á vegum Virk og fyrir notendur Grófarinnar, sem er gjaldfrjálst úrræði fyrir fólk sem glímir við geðræn vandamál. Þar að auki hefur verið öflugt barna og unglingastarf í Punktinum. Því hefur Punkturinn mjög mikilvægan sess í að halda úti fjölbreyttu og öðruvísi tómstundastarfi á Akureyri og gefur fólki færi á að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Undanfarin tvö ár hafa kjörnir fulltrúar á Akureyri skapað mikla óvissu um framtíð Punktsins. Í umræðunni hefur verið að flytja starfsemina í húsnæði sem getur ekki hýst nema lítið brot af því starfi sem nú er haldið úti í Rósenborg. Ákvarðanir hafa verið teknar án þess að samráð sé haft við notendur og starfsfólk Punktsins. Lítil greiningarvinna hefur verið unnin og undirbúningur fyrir ákvarðanatöku ekki unnin með faglegum hætti. Umræðan hefur búið til mikið óöryggi, vonleysi og óvissu meðal notenda. Í seinustu viku kom enn á ný tilkynning um að loka ætti Punktinum. Þessi ákvörðun var enn og aftur hvorki tekin í samráði við notendur né starfsfólk þrátt fyrir ítrekuð loforð um bætt vinnubrögð frá kjörnum fulltrúm. Á þessum óvissu tímum sem hafa skapast í samfélaginu síðast liðið ár hefur aldrei verið meiri þörf fyrir starf eins og það sem rekið er í Punktinum. Þetta starf spornar gegn félagslegri einangrun viðkvæmra hópa samfélagsins, þar á meðal fólks sem hefur misst sitt lífsviðurværi og fólks sem glímir við félagsleg vandamál og veikindi að einhverju tagi. Auk þess að vera staður sem er opinn öllum óháð stétt, stöðu og aldri. Það er ósk okkar og von að Punkturinn fái fastan sess í því íþrótta- og tómstundastarfi sem er í boði á Akureyri, að frekari uppbygging og efling verði á starfi Punktsins í Rósenborg til að sporna gegn eftirköstum faraldursins á heilsu og líðan íbúa Akureyrar, auk þess að gegna því hlutverki sem hann hefur haft í áratugi. Til að starfið hafi grundvöll til að vaxa þarf að tryggja öruggi í húsnæðismálum, að húsnæðið henti því starfi sem þar fer fram og eins að sýna notendum og starfsmönnum sanngirni og virðingu. Því sendum við ákall til kjörinna fulltrúa, íbúa Akureyrar, og allra þeirra sem hafa nýtt sér Punktinn eða eiga aðstandendur sem hafa nýtt sér Punktinn að láta í sér heyra. Starfið snertir okkur öll. Hópurinn sem kemur saman og starfar í Punktinum hefur ekki sameiginlegan vettvang og því mikilvægt að íbúar standi vörð um þessa mikilvægu þjónustu í þágu okkar allra. Höfundar eru hollvinir Punktsins: Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Sjá meira
Punkturinn hefur verið starfræktur á Akureyri síðan 1994 þegar hann var stofnaður sem alhliða handverkstæði fyrir atvinnulaust fólk. Hlutverk hans hefur þróast og umsvif þjónustunnar aukist til muna á þessum tæplega 30 árum. Þá sérstaklega hefur starfsemin blómstrað síðastliðin 15 ár sem Punkturinn hefur verið starfræktur í Rósenborg. Í dag er Punkturinn opinn öllum sem þangað vilja koma. Hann gegnir enn mikilvægu hlutverki fyrir atvinnulausa en einnig fyrir fólk í starfsendurhæfingu á vegum Virk og fyrir notendur Grófarinnar, sem er gjaldfrjálst úrræði fyrir fólk sem glímir við geðræn vandamál. Þar að auki hefur verið öflugt barna og unglingastarf í Punktinum. Því hefur Punkturinn mjög mikilvægan sess í að halda úti fjölbreyttu og öðruvísi tómstundastarfi á Akureyri og gefur fólki færi á að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Undanfarin tvö ár hafa kjörnir fulltrúar á Akureyri skapað mikla óvissu um framtíð Punktsins. Í umræðunni hefur verið að flytja starfsemina í húsnæði sem getur ekki hýst nema lítið brot af því starfi sem nú er haldið úti í Rósenborg. Ákvarðanir hafa verið teknar án þess að samráð sé haft við notendur og starfsfólk Punktsins. Lítil greiningarvinna hefur verið unnin og undirbúningur fyrir ákvarðanatöku ekki unnin með faglegum hætti. Umræðan hefur búið til mikið óöryggi, vonleysi og óvissu meðal notenda. Í seinustu viku kom enn á ný tilkynning um að loka ætti Punktinum. Þessi ákvörðun var enn og aftur hvorki tekin í samráði við notendur né starfsfólk þrátt fyrir ítrekuð loforð um bætt vinnubrögð frá kjörnum fulltrúm. Á þessum óvissu tímum sem hafa skapast í samfélaginu síðast liðið ár hefur aldrei verið meiri þörf fyrir starf eins og það sem rekið er í Punktinum. Þetta starf spornar gegn félagslegri einangrun viðkvæmra hópa samfélagsins, þar á meðal fólks sem hefur misst sitt lífsviðurværi og fólks sem glímir við félagsleg vandamál og veikindi að einhverju tagi. Auk þess að vera staður sem er opinn öllum óháð stétt, stöðu og aldri. Það er ósk okkar og von að Punkturinn fái fastan sess í því íþrótta- og tómstundastarfi sem er í boði á Akureyri, að frekari uppbygging og efling verði á starfi Punktsins í Rósenborg til að sporna gegn eftirköstum faraldursins á heilsu og líðan íbúa Akureyrar, auk þess að gegna því hlutverki sem hann hefur haft í áratugi. Til að starfið hafi grundvöll til að vaxa þarf að tryggja öruggi í húsnæðismálum, að húsnæðið henti því starfi sem þar fer fram og eins að sýna notendum og starfsmönnum sanngirni og virðingu. Því sendum við ákall til kjörinna fulltrúa, íbúa Akureyrar, og allra þeirra sem hafa nýtt sér Punktinn eða eiga aðstandendur sem hafa nýtt sér Punktinn að láta í sér heyra. Starfið snertir okkur öll. Hópurinn sem kemur saman og starfar í Punktinum hefur ekki sameiginlegan vettvang og því mikilvægt að íbúar standi vörð um þessa mikilvægu þjónustu í þágu okkar allra. Höfundar eru hollvinir Punktsins: Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun