Stóriðjustefnan = nýju fötin keisarans Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 07:01 Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er verndun náttúrunnar haldbesta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur hins vegar ekki reynst sá efnahagslegi bjargvættur sem margir halda fram. Þvert á móti reyndar. Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum. Það var ferðamennskan sem rétti af efnhaginn og krónuna eftir hrun. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kynngimögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum hvað fjölbreytni varðar, enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að náttúran sé meginástæða heimsóknarinnar. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Nýr orkufrekur iðnaður efnahagslega ósjálfbær Í nýjasta tölublaði Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins, er farið yfir tap íslenskra lífeyrissjóða og banka í tengslum við kísilverið á Bakka, - tap sem nú stendur í 11,6 milljörðum. Áður hafði íslenska ríkið lagt kísilverinu beint til 4,2 milljarða og fyrirtæki í ríkiseigu, Landsnet og Landsvirkjun hafa farið í miklar fjárfestingar vegna línulagna og byggingar orkuvers við Þeistareyki. Litlar tekjur hafa fengist á móti.Tap fyrirtækja, lífeyrissjóða og banka í eigu almennings vegna kísilversins á Bakka nálgast því annan tug milljarða. Kísilver United Silicon á Reykjkanesi stendur svo óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð og gríðarlegt fjárhagslegt tap. Íbúar í nágrenninu vilja alls ekki að það verði gangsett aftur. Lærum af reynslunni Sameiginlegir sjóðir landsmanna í víðum skilningi hafa verið nýttir til þess að greiða niður tap vegna stóriðjuhugmynda eftir hrun. Nýjustu stóriðjuframkvæmdirnar hafa því miklu fremur verið þurfalingar en efnahagslegir bjargvættir. Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Þar er óspillt náttúra okkar besti bandamaður. Við verðum að vernda íslenskrar náttúru til frambúðar. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Stöndum saman að vönduðum þjóðgarði á Hálendi Íslands. Athugasemdir Landverndar við frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð má finna hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er verndun náttúrunnar haldbesta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur hins vegar ekki reynst sá efnahagslegi bjargvættur sem margir halda fram. Þvert á móti reyndar. Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum. Það var ferðamennskan sem rétti af efnhaginn og krónuna eftir hrun. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kynngimögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum hvað fjölbreytni varðar, enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að náttúran sé meginástæða heimsóknarinnar. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Nýr orkufrekur iðnaður efnahagslega ósjálfbær Í nýjasta tölublaði Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins, er farið yfir tap íslenskra lífeyrissjóða og banka í tengslum við kísilverið á Bakka, - tap sem nú stendur í 11,6 milljörðum. Áður hafði íslenska ríkið lagt kísilverinu beint til 4,2 milljarða og fyrirtæki í ríkiseigu, Landsnet og Landsvirkjun hafa farið í miklar fjárfestingar vegna línulagna og byggingar orkuvers við Þeistareyki. Litlar tekjur hafa fengist á móti.Tap fyrirtækja, lífeyrissjóða og banka í eigu almennings vegna kísilversins á Bakka nálgast því annan tug milljarða. Kísilver United Silicon á Reykjkanesi stendur svo óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð og gríðarlegt fjárhagslegt tap. Íbúar í nágrenninu vilja alls ekki að það verði gangsett aftur. Lærum af reynslunni Sameiginlegir sjóðir landsmanna í víðum skilningi hafa verið nýttir til þess að greiða niður tap vegna stóriðjuhugmynda eftir hrun. Nýjustu stóriðjuframkvæmdirnar hafa því miklu fremur verið þurfalingar en efnahagslegir bjargvættir. Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Þar er óspillt náttúra okkar besti bandamaður. Við verðum að vernda íslenskrar náttúru til frambúðar. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Stöndum saman að vönduðum þjóðgarði á Hálendi Íslands. Athugasemdir Landverndar við frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð má finna hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun