Forgangsröðun velferðarmála 8. febrúar 2021 16:00 Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu. Þrátt fyrir að ástandið sé ótvírætt að batna, þá tekur það samfélagið tíma að ná sér á strik á ný og við verðum að fara að læra að lifa með nýjum veruleika. Áherslur ríkisstjórnarinnar virðast samt vera sérstakar þegar kemur að forgangsröðunin mála til að reyna að bæta ástandið. Á þessum tímum hljóta velferðarmál að vera í háum forgangi og t.d. hefur aukin þungi verið settur í málefni tengd geðheilsu, m.a. í kjölfar herferðar Geðhjálpar um G-vítamín. Einnig hefur verið vitnadarvakning varðandi fræðslu um heimilisofbeldi. Jafnframt hefur meira fjármagn verið sett í frístundastarf til að auka jöfnuð á milli barna, sem er okkar verðmætasta auðlind. Allt þetta eru afskaplega jákvæðar breytingar, en að sama skapi leitt að það hafi þurft heimsfaraldur til að áhersla á þessum málaflokki hafi aukist. Í ljósi þessa er athyglisvert að skoða þau þingmál sem ríkisstjórnarflokkarnir standa að og berjast fyrir á þessu þingi. Þar má t.d. nefna frumvarp háttvirts dómsmálaráðherra um frjálsa sölu áfengis. Ég er hlynnt því sjónarmiði að búa við opnari verslun á áfengi með því t.d. að samræma heimildir brugghúsa til að selja vörur „beint frá býli“ og standa þannig jöfnum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. En er þetta virkilega nauðsynlegur tími til að opna vefverslun með áfengi og af hverju ? Er núverandi fyrirkomulag svo slæmt? Mér verður alltaf hugsað til þeirra sem standa höllum fæti, en eru að reyna sitt allra besta til að standa sína plikt, bæði gagnvart sjálfum sér og mögulega börnunum sínum. Að gera áfengi, sem er munaðarvara, aðgengilegra fyrir hópa sem standa höllum fæti verður þess valdandi að félagsleg vandamál aukast, t.d. heimilisofbeldi, vanræksla barna og drykkja ungmenna. Er þetta töluvert á skjön við þá hugsjón sem við erum að tileinka okkur í COVID ástandinu. Þar erum við að leggja okkur öll fram til þess að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki fyrir barðinu á veirunni, en á sama tíma að auka líkurnar á því að þeir sem eru veikir fyrir af öðrum sökum hafi aukið aðgengi að sinni veiru (áfengi). Vandinn í áfengis- og fíkniefnamálum er ekki góður fyrir, enda langir biðlistar eftir meðferð og fjárlög eru skert í þann málaflokk. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Geðheilbrigði Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu. Þrátt fyrir að ástandið sé ótvírætt að batna, þá tekur það samfélagið tíma að ná sér á strik á ný og við verðum að fara að læra að lifa með nýjum veruleika. Áherslur ríkisstjórnarinnar virðast samt vera sérstakar þegar kemur að forgangsröðunin mála til að reyna að bæta ástandið. Á þessum tímum hljóta velferðarmál að vera í háum forgangi og t.d. hefur aukin þungi verið settur í málefni tengd geðheilsu, m.a. í kjölfar herferðar Geðhjálpar um G-vítamín. Einnig hefur verið vitnadarvakning varðandi fræðslu um heimilisofbeldi. Jafnframt hefur meira fjármagn verið sett í frístundastarf til að auka jöfnuð á milli barna, sem er okkar verðmætasta auðlind. Allt þetta eru afskaplega jákvæðar breytingar, en að sama skapi leitt að það hafi þurft heimsfaraldur til að áhersla á þessum málaflokki hafi aukist. Í ljósi þessa er athyglisvert að skoða þau þingmál sem ríkisstjórnarflokkarnir standa að og berjast fyrir á þessu þingi. Þar má t.d. nefna frumvarp háttvirts dómsmálaráðherra um frjálsa sölu áfengis. Ég er hlynnt því sjónarmiði að búa við opnari verslun á áfengi með því t.d. að samræma heimildir brugghúsa til að selja vörur „beint frá býli“ og standa þannig jöfnum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. En er þetta virkilega nauðsynlegur tími til að opna vefverslun með áfengi og af hverju ? Er núverandi fyrirkomulag svo slæmt? Mér verður alltaf hugsað til þeirra sem standa höllum fæti, en eru að reyna sitt allra besta til að standa sína plikt, bæði gagnvart sjálfum sér og mögulega börnunum sínum. Að gera áfengi, sem er munaðarvara, aðgengilegra fyrir hópa sem standa höllum fæti verður þess valdandi að félagsleg vandamál aukast, t.d. heimilisofbeldi, vanræksla barna og drykkja ungmenna. Er þetta töluvert á skjön við þá hugsjón sem við erum að tileinka okkur í COVID ástandinu. Þar erum við að leggja okkur öll fram til þess að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki fyrir barðinu á veirunni, en á sama tíma að auka líkurnar á því að þeir sem eru veikir fyrir af öðrum sökum hafi aukið aðgengi að sinni veiru (áfengi). Vandinn í áfengis- og fíkniefnamálum er ekki góður fyrir, enda langir biðlistar eftir meðferð og fjárlög eru skert í þann málaflokk. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar