Covid er sama um þig Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 7. febrúar 2021 14:37 Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Og ég er þreyttur á því. Það sem ég þarf hins vegar að átta mig á er það að þú ert líka þreytt(ur). Þú þarft líka að bera grímu, húma í köldu lauginni þegar ekki er pláss í pottinum, horfa á jarðarfarir í gegnum tölvuna og telja fólk í almennum rýmum. Covid er ekki persónuleg árás á mig. Covid er ekki að gera mér neitt, eða eyðileggja mitt líf, eða hafa áhrif á mína fjölskyldu. Því það er Covid hjá öllum, ekki bara mér og þér. Það voru margir sem náðu að hreyfa sig þrátt fyrir lokanir líkamsræktarstöðva. Það eru í dag margir sem ná að bera grímu á hverjum degi, oft heilu vinnudagana. Það eru margir sem komast á fætur á morgnanna þó svo að Covid standi á þröskuldinum, starandi og ögrandi. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í ræktina. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég er ekki í jafn góðu formi í dag og fyrir ári. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í sund. Covid er ekki afsökunin en hún má vera skýringin, eða alla vega hluti af henni. Ég nenni ekki í ræktina af því ég nenni því ekki. Ég er ekki í jafn góðu formi í dag af því ég hef ekki nennt að hreyfa mig jafn mikið og ég gerði. Ég fer ekki jafn oft í sund því ég nenni ekki að taka sénsinn á pottinum. Þetta nennuleysi mitt mætti kannski skýra með Covid en staðreyndin er samt einfaldlega sú að ég nenni ekki. Það er eitthvað sem ég verð að eiga við mig því ég hef jú fulla stjórn á minni nennu og það er það sem ég, og jafnvel þú, hef verið að hunsa. Til eru ýmis dæmi um að fólk mæti seint vegna Covid, gleymi að svara tölvupósti vegna Covid og borði meiri sætindi vegna Covid. En lífið er til allrar hamingju/því miður mun einfaldara en það. Oftast er það bara ég á móti heiminum og ábyrgðin hvílir á mér. En þannig er það víst líka hjá þér. Sama hvað ég blóta og pirrast út í Covid hefur það engin áhrif á heimsfaraldurinn. Pirringur getur hins vegar haft meiriháttar áhrif á líf mitt og skap þeirra í kringum mig. En á engum tímapunkti mun Covid biðja mig afsökunar. Því að Covid er sama um mig. Og þig líka. Höfundur er landsliðsmaður í hópfimleikum og fimleikaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Og ég er þreyttur á því. Það sem ég þarf hins vegar að átta mig á er það að þú ert líka þreytt(ur). Þú þarft líka að bera grímu, húma í köldu lauginni þegar ekki er pláss í pottinum, horfa á jarðarfarir í gegnum tölvuna og telja fólk í almennum rýmum. Covid er ekki persónuleg árás á mig. Covid er ekki að gera mér neitt, eða eyðileggja mitt líf, eða hafa áhrif á mína fjölskyldu. Því það er Covid hjá öllum, ekki bara mér og þér. Það voru margir sem náðu að hreyfa sig þrátt fyrir lokanir líkamsræktarstöðva. Það eru í dag margir sem ná að bera grímu á hverjum degi, oft heilu vinnudagana. Það eru margir sem komast á fætur á morgnanna þó svo að Covid standi á þröskuldinum, starandi og ögrandi. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í ræktina. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég er ekki í jafn góðu formi í dag og fyrir ári. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í sund. Covid er ekki afsökunin en hún má vera skýringin, eða alla vega hluti af henni. Ég nenni ekki í ræktina af því ég nenni því ekki. Ég er ekki í jafn góðu formi í dag af því ég hef ekki nennt að hreyfa mig jafn mikið og ég gerði. Ég fer ekki jafn oft í sund því ég nenni ekki að taka sénsinn á pottinum. Þetta nennuleysi mitt mætti kannski skýra með Covid en staðreyndin er samt einfaldlega sú að ég nenni ekki. Það er eitthvað sem ég verð að eiga við mig því ég hef jú fulla stjórn á minni nennu og það er það sem ég, og jafnvel þú, hef verið að hunsa. Til eru ýmis dæmi um að fólk mæti seint vegna Covid, gleymi að svara tölvupósti vegna Covid og borði meiri sætindi vegna Covid. En lífið er til allrar hamingju/því miður mun einfaldara en það. Oftast er það bara ég á móti heiminum og ábyrgðin hvílir á mér. En þannig er það víst líka hjá þér. Sama hvað ég blóta og pirrast út í Covid hefur það engin áhrif á heimsfaraldurinn. Pirringur getur hins vegar haft meiriháttar áhrif á líf mitt og skap þeirra í kringum mig. En á engum tímapunkti mun Covid biðja mig afsökunar. Því að Covid er sama um mig. Og þig líka. Höfundur er landsliðsmaður í hópfimleikum og fimleikaþjálfari.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun