Að lifa og deyja með reisn - svargrein Hrefna Guðmundsdóttir, Ingrid Kuhlman, Bjarni Jónsson, Sylviane Lecoultre og Steinar Harðarson skrifa 1. febrúar 2021 10:00 Þann 30. janúar sl. birtist grein á visir.is sem ber heitið Að lifa og deyja með reisn. Greinina rita 5 læknar og hjúkrunarfræðingar, þær Kristín Lára Ólafsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir og Vilhelmína Haraldsdóttir. Markmiðið með þessari svargrein er að leiðrétta rangfærslur svo að málefnaleg og upplýst umræða geti orðið í íslensku samfélagi, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Í fyrsta lagi notum við ekki lengur hugtakið „líknardráp“ nema greinarhöfundar og aðrir yfirlýstir andstæðingar enda þykir orðið gildishlaðið og afar neikvætt. Að nota líknardráp sem þýðingu á orðinu „euthanasia“, eins og greinarhöfundar gera, er eins langt frá merkingu orðsins og mögulegt er. Orðið „euthanasia“, kemur úr grísku og þýðir „mildur eða góður dauðdagi“. Hugtakanotkun hefur breyst og dánaraðstoð er milt, lýsandi og hlutlaust hugtak sem er einnig notað í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Í öðru lagi halda greinarhöfundar fram að „margt heilbrigðisstarfsfólk“ hafi verið mótfallið hugmyndum um dánaraðstoð. Fyrst má benda á að dánaraðstoð er ekki einkamál heilbrigðisstarfsfólks, síður en svo. Auk þess er það svo að engar nýlegar upplýsingar liggja fyrir um afstöðu íslenskra heilbrigðisstarfsmanna til dánaraðstoðar. Niðurstaða könnunar 2010 sýndi að 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga þótti dánaraðstoð réttlætanleg. Nú er rúmur áratugur liðinn frá þessari könnun og afstaða lækna og hjúkrunarfræðinga úti í heimi hefur breyst mjög hratt á síðustu 10-20 árum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að það sama sé upp á teningnum hér á landi. Á vorþingi 2021 mun hópur þingmanna af þessari ástæðu leggja fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmd skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í þriðja lagi er hvergi farið fram á að sjúklingur "hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig" eins og greinarhöfundar fullyrða. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að setja skyldur á aðra manneskju til að veita dánaraðstoð. Í fjórða lagi er það óskhyggja, þó að vissulega hafi verið miklar framfarir í líknar- og lífslokameðferð, að halda að slík meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft snýst þetta um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra eða óásættanlegra lífsgæða. Á Íslandi líkt og í öðrum löndum er fólk sem líður ómeðhöndlanlegar, óbærilegar kvalir. Í Hollandi eru 85% þeirra sem biðja um dánaraðstoð sjúklingar sem eru langt leiddir af ólæknandi sjúkdómum og eru að upplifa það versta sem lífið hefur upp á að bjóða. Dánaraðstoð gefur þeim tækifæri á að endurheimta mannlega reisn. Við í Lífsvirðingu teljum þar að auki að líknarmeðferð og dánaraðstoð séu ekki aðskilin heldur eigi að fara hönd í hönd. Í fimmta lagi segja greinarhöfundar að þegar andlát er yfirvofandi sé markmiðið alltaf „að lina þjáningar en ekki að stytta líf.“ Ástralski læknirinn og heimspekingurinn Dr. Thomas Riisfeldt heldur því reyndar fram í Journal of Medical Ethics að ekki sé hægt að sanna að ópíóðar, sem eru notaðir á lokastigi líknarmeðferðar, flýti ekki fyrir andláti sjúklings. Aldrei hafi verið gerðar stýrðar slembirannsóknir á samanburði á þessum lyfjum og lyfleysu enda myndu slíkar rannsóknir brjóta gegn siðareglum. Það væri í meira lagi siðlaust að gefa einstakling sem er sárkvalinn eða með einkenni sem erfitt er að stjórna lyfleysu (sykurtöflu). Í sjötta lagi segja greinarhöfundar að hafi ekki verið „mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi.“ Það kemur ekki á óvart að sjúklingar í íslensku heilbrigðiskerfi hafi ekki óskað eftir því að læknir endi líf þeirra enda er slíkt bannað með lögum. Ef þannig ósk hefur komið fram hefur henni verið sinnt án þess það sé gert opinbert, enda lögbrot miðað við núverandi lög. Í sjöunda lagi halda greinarhöfundar því fram að umræðan um dánaraðstoð sé „afar skammt á veg komin á Íslandi“ og komi „fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu.“ Reyndar er það svo að töluverð umræða hefur farið fram undanfarið, m.a. á Alþingi og meðal almennings, og ekki aðeins að frumkvæði hagsmunasamtaka eins Lífsvirðingar. Níu þingmenn með Bryndísi Haraldsdóttur í fararbroddi lögðu fram skýrslubeiðni árið 2019 þar sem þess var óskað að heilbrigðisráðherra flytti skýrslu um dánaraðstoð. Umrædd skýrslan var birt sl. haust. Fjölmargar ráðstefnur hafa verið haldnar, m.a. í öldrunargeiranum og af Siðmennt, auk þess sem málefnið hefur endurtekið verið rætt á Læknadögum. Almenningur hefur einnig ítrekað tjáð sig um afstöðu sína til dánaraðstoðar. Siðmennt kannaði sem dæmi afstöðu almennings til dánaraðstoðar árið 2015 og þar sögðust 75% svarenda fylgjandi dánaraðstoð á meðan aðeins 7% sögðust frekar eða mjög andvígir. Lífsvirðing fékk Maskínu, sem er óháð rannsóknafyrirtæki, til að framkvæma könnun árið 2019 og þá hafði stuðningur almennings aukist í 77.7%. Við í Lífsvirðingu tökum heilshugar undir með greinarhöfundum að umræða þurfi að eiga sér stað í samfélaginu enda er eitt af markmiðum félagsins okkar að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við höfum aldrei haldið fram að umræðan ætti eingöngu að byggjast á lögfræðilegri nálgun, eins og greinarhöfundar gefa í skyn. Þvert á móti teljum við mikilvægt að ræða dánaraðstoð frá öllum hliðum, læknisfræðilegum, siðfræðilegum og lögfræðilegum. Þörf er á faglegri umræðu heilbrigðisstarfsmanna, stjórnmálamanna og samfélagsins alls um þetta mikilvæga mál. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður ómeðhöndlanlegar og óbærilegar kvalir þar sem engin ásættanleg lausn er í boði. Lögin hér á Íslandi hafa ekki aðlagast í takti við þróunina í heiminum. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. janúar sl. birtist grein á visir.is sem ber heitið Að lifa og deyja með reisn. Greinina rita 5 læknar og hjúkrunarfræðingar, þær Kristín Lára Ólafsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir og Vilhelmína Haraldsdóttir. Markmiðið með þessari svargrein er að leiðrétta rangfærslur svo að málefnaleg og upplýst umræða geti orðið í íslensku samfélagi, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Í fyrsta lagi notum við ekki lengur hugtakið „líknardráp“ nema greinarhöfundar og aðrir yfirlýstir andstæðingar enda þykir orðið gildishlaðið og afar neikvætt. Að nota líknardráp sem þýðingu á orðinu „euthanasia“, eins og greinarhöfundar gera, er eins langt frá merkingu orðsins og mögulegt er. Orðið „euthanasia“, kemur úr grísku og þýðir „mildur eða góður dauðdagi“. Hugtakanotkun hefur breyst og dánaraðstoð er milt, lýsandi og hlutlaust hugtak sem er einnig notað í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Í öðru lagi halda greinarhöfundar fram að „margt heilbrigðisstarfsfólk“ hafi verið mótfallið hugmyndum um dánaraðstoð. Fyrst má benda á að dánaraðstoð er ekki einkamál heilbrigðisstarfsfólks, síður en svo. Auk þess er það svo að engar nýlegar upplýsingar liggja fyrir um afstöðu íslenskra heilbrigðisstarfsmanna til dánaraðstoðar. Niðurstaða könnunar 2010 sýndi að 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga þótti dánaraðstoð réttlætanleg. Nú er rúmur áratugur liðinn frá þessari könnun og afstaða lækna og hjúkrunarfræðinga úti í heimi hefur breyst mjög hratt á síðustu 10-20 árum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að það sama sé upp á teningnum hér á landi. Á vorþingi 2021 mun hópur þingmanna af þessari ástæðu leggja fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmd skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í þriðja lagi er hvergi farið fram á að sjúklingur "hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig" eins og greinarhöfundar fullyrða. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að setja skyldur á aðra manneskju til að veita dánaraðstoð. Í fjórða lagi er það óskhyggja, þó að vissulega hafi verið miklar framfarir í líknar- og lífslokameðferð, að halda að slík meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft snýst þetta um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra eða óásættanlegra lífsgæða. Á Íslandi líkt og í öðrum löndum er fólk sem líður ómeðhöndlanlegar, óbærilegar kvalir. Í Hollandi eru 85% þeirra sem biðja um dánaraðstoð sjúklingar sem eru langt leiddir af ólæknandi sjúkdómum og eru að upplifa það versta sem lífið hefur upp á að bjóða. Dánaraðstoð gefur þeim tækifæri á að endurheimta mannlega reisn. Við í Lífsvirðingu teljum þar að auki að líknarmeðferð og dánaraðstoð séu ekki aðskilin heldur eigi að fara hönd í hönd. Í fimmta lagi segja greinarhöfundar að þegar andlát er yfirvofandi sé markmiðið alltaf „að lina þjáningar en ekki að stytta líf.“ Ástralski læknirinn og heimspekingurinn Dr. Thomas Riisfeldt heldur því reyndar fram í Journal of Medical Ethics að ekki sé hægt að sanna að ópíóðar, sem eru notaðir á lokastigi líknarmeðferðar, flýti ekki fyrir andláti sjúklings. Aldrei hafi verið gerðar stýrðar slembirannsóknir á samanburði á þessum lyfjum og lyfleysu enda myndu slíkar rannsóknir brjóta gegn siðareglum. Það væri í meira lagi siðlaust að gefa einstakling sem er sárkvalinn eða með einkenni sem erfitt er að stjórna lyfleysu (sykurtöflu). Í sjötta lagi segja greinarhöfundar að hafi ekki verið „mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi.“ Það kemur ekki á óvart að sjúklingar í íslensku heilbrigðiskerfi hafi ekki óskað eftir því að læknir endi líf þeirra enda er slíkt bannað með lögum. Ef þannig ósk hefur komið fram hefur henni verið sinnt án þess það sé gert opinbert, enda lögbrot miðað við núverandi lög. Í sjöunda lagi halda greinarhöfundar því fram að umræðan um dánaraðstoð sé „afar skammt á veg komin á Íslandi“ og komi „fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu.“ Reyndar er það svo að töluverð umræða hefur farið fram undanfarið, m.a. á Alþingi og meðal almennings, og ekki aðeins að frumkvæði hagsmunasamtaka eins Lífsvirðingar. Níu þingmenn með Bryndísi Haraldsdóttur í fararbroddi lögðu fram skýrslubeiðni árið 2019 þar sem þess var óskað að heilbrigðisráðherra flytti skýrslu um dánaraðstoð. Umrædd skýrslan var birt sl. haust. Fjölmargar ráðstefnur hafa verið haldnar, m.a. í öldrunargeiranum og af Siðmennt, auk þess sem málefnið hefur endurtekið verið rætt á Læknadögum. Almenningur hefur einnig ítrekað tjáð sig um afstöðu sína til dánaraðstoðar. Siðmennt kannaði sem dæmi afstöðu almennings til dánaraðstoðar árið 2015 og þar sögðust 75% svarenda fylgjandi dánaraðstoð á meðan aðeins 7% sögðust frekar eða mjög andvígir. Lífsvirðing fékk Maskínu, sem er óháð rannsóknafyrirtæki, til að framkvæma könnun árið 2019 og þá hafði stuðningur almennings aukist í 77.7%. Við í Lífsvirðingu tökum heilshugar undir með greinarhöfundum að umræða þurfi að eiga sér stað í samfélaginu enda er eitt af markmiðum félagsins okkar að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við höfum aldrei haldið fram að umræðan ætti eingöngu að byggjast á lögfræðilegri nálgun, eins og greinarhöfundar gefa í skyn. Þvert á móti teljum við mikilvægt að ræða dánaraðstoð frá öllum hliðum, læknisfræðilegum, siðfræðilegum og lögfræðilegum. Þörf er á faglegri umræðu heilbrigðisstarfsmanna, stjórnmálamanna og samfélagsins alls um þetta mikilvæga mál. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður ómeðhöndlanlegar og óbærilegar kvalir þar sem engin ásættanleg lausn er í boði. Lögin hér á Íslandi hafa ekki aðlagast í takti við þróunina í heiminum. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar