Eignin sem við fáum ekki greitt fyrir Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 28. janúar 2021 16:00 Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Persónuvernd hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár og mun án nokkurs vafa verða það áfram um ókomna framtíð. Umræðuefnið kann þó að vera orðið þreytandi fyrir marga. Langar persónuverndarstefnur og skilmálar áreita okkur á hinum ýmsu vefsíðum. Gjarnan, og kannski eðlilega, nennum við ekki að lesa í gegnum hinn langa og óskiljanlega texta og samþykkjum hann þegjandi og hljóðlaust. En það er mikilvægt að átta sig á hvað þarna liggur undir. Upplýsingasöfnun um einstaklinga hefur stóraukist á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Við erum farin að nota öpp í tengslum við flestar athafnir daglegs lífs, svo sem til að skrá niður hvað við borðum, hvernig við hreyfum okkur, til að greiða fyrir vöru og þjónustu og svo mætti lengi áfram telja. Í sumum tilfellum erum við hvött til að taka okkur frí frá snjallsímanum og gera eitthvað annað, til dæmis hugleiða. En síminn er þá auðvitað líka með lausn fyrir það, þú getur að sjálfsögðu náð þér í hugleiðsluapp. Málið er ekki bara að við erum að láta af hendi allar þessar upplýsingar um okkur sem liggja svo einhvers staðar ósnertar. Þessar upplýsingar gefa miklar vísbendingar um hver við erum í raun og veru. Mörg fyrirtæki hafa lært að nýta það sem verðmæti og oftar en ekki hafa þau gert það á bak við tjöldin. Löggjafinn hefur viljað bregðast við þessu og nú er skýr krafa um að fyrirtæki upplýsi okkur um hvað þau gera með okkar persónuupplýsingar. Af þeim sökum kunna óþolandi persónuverndarstefnur að birtast okkur í tíma og ótíma. Sum fyrirtæki hafa selt okkur þá hugmynd að þjónustan þeirra sé ókeypis. Hið rétta er þó að við höfum greitt þeim fyrir þjónustuna með okkar upplýsingum og einkalífi. Því meira sem við látum af því af hendi, þeim mun betur kynnast þau okkur. Eftir því sem þau kynnast okkur betur, þeim mun auðveldara er fyrir þau að birta okkur viðeigandi efni. Slíkt laðar að sjálfsögðu auglýsendur að sem eru tilbúnir að greiða fyrir sitt pláss. Okkar upplýsingar tilheyra okkur og eru okkar eign. Sannleikurinn er sá að mörg fyrirtæki hafa fengið okkar upplýsingar frítt og hagnast gífurlega. Með réttu ættum við að spyrja okkur hvort ekki væri rétt af þeim að greiða okkur fyrir að nota þjónustuna þeirra og veita aðgang að okkar persónuupplýsingum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Persónuvernd hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár og mun án nokkurs vafa verða það áfram um ókomna framtíð. Umræðuefnið kann þó að vera orðið þreytandi fyrir marga. Langar persónuverndarstefnur og skilmálar áreita okkur á hinum ýmsu vefsíðum. Gjarnan, og kannski eðlilega, nennum við ekki að lesa í gegnum hinn langa og óskiljanlega texta og samþykkjum hann þegjandi og hljóðlaust. En það er mikilvægt að átta sig á hvað þarna liggur undir. Upplýsingasöfnun um einstaklinga hefur stóraukist á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Við erum farin að nota öpp í tengslum við flestar athafnir daglegs lífs, svo sem til að skrá niður hvað við borðum, hvernig við hreyfum okkur, til að greiða fyrir vöru og þjónustu og svo mætti lengi áfram telja. Í sumum tilfellum erum við hvött til að taka okkur frí frá snjallsímanum og gera eitthvað annað, til dæmis hugleiða. En síminn er þá auðvitað líka með lausn fyrir það, þú getur að sjálfsögðu náð þér í hugleiðsluapp. Málið er ekki bara að við erum að láta af hendi allar þessar upplýsingar um okkur sem liggja svo einhvers staðar ósnertar. Þessar upplýsingar gefa miklar vísbendingar um hver við erum í raun og veru. Mörg fyrirtæki hafa lært að nýta það sem verðmæti og oftar en ekki hafa þau gert það á bak við tjöldin. Löggjafinn hefur viljað bregðast við þessu og nú er skýr krafa um að fyrirtæki upplýsi okkur um hvað þau gera með okkar persónuupplýsingar. Af þeim sökum kunna óþolandi persónuverndarstefnur að birtast okkur í tíma og ótíma. Sum fyrirtæki hafa selt okkur þá hugmynd að þjónustan þeirra sé ókeypis. Hið rétta er þó að við höfum greitt þeim fyrir þjónustuna með okkar upplýsingum og einkalífi. Því meira sem við látum af því af hendi, þeim mun betur kynnast þau okkur. Eftir því sem þau kynnast okkur betur, þeim mun auðveldara er fyrir þau að birta okkur viðeigandi efni. Slíkt laðar að sjálfsögðu auglýsendur að sem eru tilbúnir að greiða fyrir sitt pláss. Okkar upplýsingar tilheyra okkur og eru okkar eign. Sannleikurinn er sá að mörg fyrirtæki hafa fengið okkar upplýsingar frítt og hagnast gífurlega. Með réttu ættum við að spyrja okkur hvort ekki væri rétt af þeim að greiða okkur fyrir að nota þjónustuna þeirra og veita aðgang að okkar persónuupplýsingum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun