Eignin sem við fáum ekki greitt fyrir Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 28. janúar 2021 16:00 Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Persónuvernd hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár og mun án nokkurs vafa verða það áfram um ókomna framtíð. Umræðuefnið kann þó að vera orðið þreytandi fyrir marga. Langar persónuverndarstefnur og skilmálar áreita okkur á hinum ýmsu vefsíðum. Gjarnan, og kannski eðlilega, nennum við ekki að lesa í gegnum hinn langa og óskiljanlega texta og samþykkjum hann þegjandi og hljóðlaust. En það er mikilvægt að átta sig á hvað þarna liggur undir. Upplýsingasöfnun um einstaklinga hefur stóraukist á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Við erum farin að nota öpp í tengslum við flestar athafnir daglegs lífs, svo sem til að skrá niður hvað við borðum, hvernig við hreyfum okkur, til að greiða fyrir vöru og þjónustu og svo mætti lengi áfram telja. Í sumum tilfellum erum við hvött til að taka okkur frí frá snjallsímanum og gera eitthvað annað, til dæmis hugleiða. En síminn er þá auðvitað líka með lausn fyrir það, þú getur að sjálfsögðu náð þér í hugleiðsluapp. Málið er ekki bara að við erum að láta af hendi allar þessar upplýsingar um okkur sem liggja svo einhvers staðar ósnertar. Þessar upplýsingar gefa miklar vísbendingar um hver við erum í raun og veru. Mörg fyrirtæki hafa lært að nýta það sem verðmæti og oftar en ekki hafa þau gert það á bak við tjöldin. Löggjafinn hefur viljað bregðast við þessu og nú er skýr krafa um að fyrirtæki upplýsi okkur um hvað þau gera með okkar persónuupplýsingar. Af þeim sökum kunna óþolandi persónuverndarstefnur að birtast okkur í tíma og ótíma. Sum fyrirtæki hafa selt okkur þá hugmynd að þjónustan þeirra sé ókeypis. Hið rétta er þó að við höfum greitt þeim fyrir þjónustuna með okkar upplýsingum og einkalífi. Því meira sem við látum af því af hendi, þeim mun betur kynnast þau okkur. Eftir því sem þau kynnast okkur betur, þeim mun auðveldara er fyrir þau að birta okkur viðeigandi efni. Slíkt laðar að sjálfsögðu auglýsendur að sem eru tilbúnir að greiða fyrir sitt pláss. Okkar upplýsingar tilheyra okkur og eru okkar eign. Sannleikurinn er sá að mörg fyrirtæki hafa fengið okkar upplýsingar frítt og hagnast gífurlega. Með réttu ættum við að spyrja okkur hvort ekki væri rétt af þeim að greiða okkur fyrir að nota þjónustuna þeirra og veita aðgang að okkar persónuupplýsingum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Persónuvernd hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár og mun án nokkurs vafa verða það áfram um ókomna framtíð. Umræðuefnið kann þó að vera orðið þreytandi fyrir marga. Langar persónuverndarstefnur og skilmálar áreita okkur á hinum ýmsu vefsíðum. Gjarnan, og kannski eðlilega, nennum við ekki að lesa í gegnum hinn langa og óskiljanlega texta og samþykkjum hann þegjandi og hljóðlaust. En það er mikilvægt að átta sig á hvað þarna liggur undir. Upplýsingasöfnun um einstaklinga hefur stóraukist á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Við erum farin að nota öpp í tengslum við flestar athafnir daglegs lífs, svo sem til að skrá niður hvað við borðum, hvernig við hreyfum okkur, til að greiða fyrir vöru og þjónustu og svo mætti lengi áfram telja. Í sumum tilfellum erum við hvött til að taka okkur frí frá snjallsímanum og gera eitthvað annað, til dæmis hugleiða. En síminn er þá auðvitað líka með lausn fyrir það, þú getur að sjálfsögðu náð þér í hugleiðsluapp. Málið er ekki bara að við erum að láta af hendi allar þessar upplýsingar um okkur sem liggja svo einhvers staðar ósnertar. Þessar upplýsingar gefa miklar vísbendingar um hver við erum í raun og veru. Mörg fyrirtæki hafa lært að nýta það sem verðmæti og oftar en ekki hafa þau gert það á bak við tjöldin. Löggjafinn hefur viljað bregðast við þessu og nú er skýr krafa um að fyrirtæki upplýsi okkur um hvað þau gera með okkar persónuupplýsingar. Af þeim sökum kunna óþolandi persónuverndarstefnur að birtast okkur í tíma og ótíma. Sum fyrirtæki hafa selt okkur þá hugmynd að þjónustan þeirra sé ókeypis. Hið rétta er þó að við höfum greitt þeim fyrir þjónustuna með okkar upplýsingum og einkalífi. Því meira sem við látum af því af hendi, þeim mun betur kynnast þau okkur. Eftir því sem þau kynnast okkur betur, þeim mun auðveldara er fyrir þau að birta okkur viðeigandi efni. Slíkt laðar að sjálfsögðu auglýsendur að sem eru tilbúnir að greiða fyrir sitt pláss. Okkar upplýsingar tilheyra okkur og eru okkar eign. Sannleikurinn er sá að mörg fyrirtæki hafa fengið okkar upplýsingar frítt og hagnast gífurlega. Með réttu ættum við að spyrja okkur hvort ekki væri rétt af þeim að greiða okkur fyrir að nota þjónustuna þeirra og veita aðgang að okkar persónuupplýsingum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun