Lærdómur ársins 2020 getur markað nýtt upphaf Tómas Njáll Möller skrifar 15. janúar 2021 08:00 Árið 2020 kenndi okkur svo sannarlega að óvæntar breytingar eru hluti af veruleika okkar en jafnframt, svo litið sé á jákvæðu hliðina, að við höfum miklu meiri getu til að bregðast við áföllum en okkur órar fyrir þegar hlutirnir ganga sinn vanagang og allt virðist eðlilegt. Veiran sem nú í tæpt ár hefur gert okkur lífið leitt minnti okkur á hve háð við erum náttúrunni og vanmáttug gagnvart frávikum hennar en einnig hvers við erum megnug þegar við snúum bökum saman. Nú hyllir undir að með bóluefni náum við að kveða Covid-19 í kútinn á tiltölulega skömmum tíma en við getum ekki alltaf treyst því að ná tökum á aðsteðjandi ógn og vanda innan ákveðinna og tiltölulega stuttra tímamarka. Lausn sjálfbærnihallans er tímafrek Afleiðingar loftslagsmengunar, óhóflegs ágangs á lykilvistkerfi jarðar og ógætilegrar úrgangslosunar lúta tímatali náttúrunnar sem telur í áratugum og öldum frekar en árum. Þar er ekki að vænta skyndilegs sigurs eða umbreytinga á skömmum tíma, hvað þá ársfjórðungum sem er algengt tímatal á fjármálamörkuðum. Við höfum reynt svo hressilega á þolmörk náttúrunnar og gengið á takmarkaðar auðlindir að það mun taka langan tíma að ná tökum á ástandinu, en það er gerlegt. Fyrirtæki sem áður störfuðu innan borga eða landa starfa nú þvert á landamæri og heimsálfur. Framleiðslugeta þeirra er nær takmarkalaus og eftirspurn eftir vöru og þjónustu vex hratt. Framleiðsla er því miður í of ríkum mæli í andstöðu við lögmál náttúrunnar. Hún byggir um of á notkun takmarkaðra auðlinda þar sem hráefni er ekki endurnýtanlegt nema að hluta og frákast frá framleiðslu samlagast ekki náttúrunni heldur safnast þar upp og veldur henni skaða. Á fáum áratugum hefur mannkynið þróast úr að vera lítið þorp á stórri jörð í risastóra borg á lítilli jörð. Því hefur fylgt fordæmalaus velsæld en hún er því miður ekki sjálfbær. Við erum að taka lán hjá komandi kynslóðum, skuld sem óvíst er hvernig hægt er að greiða til baka. Þjóðir og fyrirtæki bregðast við ógninni Þjóðir heims hafa þegar brugðist við þessum vanda að nokkru leyti og má nefna Parísarsáttmálann frá árinu 2015 og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í því sambandi. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um sjálfbærni, Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi 2060 og mörg ríki Bandaríkjanna hafa unnið eftir áætlunum um sjálfbærni undanfarin ár. Þá fjölgar ört í hópi fyrirtækja og fjárfesta sem skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi í starfsemi sinni fyrir árið 2050. Hér höfum við Íslendingar líka verk að vinna. En það kallar á nýja hugsun, nýjar áherslur og breyttar venjur. Um leið getur það þó falið í sér nær takmarkalaus tækifæri. Hér er lag fyrir okkur öll að vinna saman. Nú er hafinn áratugur aðgerða. Stærstu viðskiptatækifæri okkar tíma Mark Carney, fyrrum bankastjóri Englandsbanka, sagði nýlega í ræðu að öll fyrirtæki og fjárfestar þurfi að hugsa viðskiptalíkön sín upp á nýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Það gæti komið í veg fyrir að við ógnum framtíð komandi kynslóða og um leið skapað okkur stærri viðskiptatækifæri en við höfum áður séð. Við þurfum öll að hugsa um hvaða hlutverki við gegnum í þessu sambandi sem neytendur, starfsmenn, stjórnendur, fjárfestar og almennir borgarar. Um þetta hlutverk okkar og þær áskoranir sem náttúran og mannkynið standa frammi fyrir vegna okkar heimatilbúna sjálfbærnihalla verður fjallað á Janúarráðstefnu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, 28. janúar n.k. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Nýtt upphaf.“ Þar verður rýnt í hvernig við getum virkjað til góðs þær hremmingar sem við tökumst nú á við og hvernig endurræsing efnahagslífsins eftir kórónuveirufaraldurinn getur markað nýtt upphaf og gefið tóninn varðandi hvernig best er að takast á við lofslagsvána og sjálfbærnihallann. Þær gríðarmiklu fjárfestingar og innviðauppbygging sem ráðist verður í þegar hagkerfi heimsins verða endurreist eftir kórónuveirufaraldurinn setja okkur í einstaka stöðu til að styðja við sjálfbæra auðlindanýtingu, hringrásarhagkerfi, aukið félagslegt jafnvægi og skilvirkari rekstur. Slíkt kallar á samstarf opinberra aðila, fyrirtækja, einstaklinga og fjármagnseigenda. Rétt viðbrögð í dag geta verið stærstu tækifæri okkar tíma. Heimsþekktir sérfræðingar munu á ráðstefnunni veita dýrmæta innsýn í þessi mál frá alþjóðavettvangi. Auk þess munu leiðtogar íslensks viðskiptalífs greina frá hvernig mál horfa við þeim frá íslenskum sjónarhóli. Ráðstefnan verður öllum opin og streymt inn á miðla Festu og helstu vefmiðla landsins. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsleg ábyrgð Tómas N. Möller Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 kenndi okkur svo sannarlega að óvæntar breytingar eru hluti af veruleika okkar en jafnframt, svo litið sé á jákvæðu hliðina, að við höfum miklu meiri getu til að bregðast við áföllum en okkur órar fyrir þegar hlutirnir ganga sinn vanagang og allt virðist eðlilegt. Veiran sem nú í tæpt ár hefur gert okkur lífið leitt minnti okkur á hve háð við erum náttúrunni og vanmáttug gagnvart frávikum hennar en einnig hvers við erum megnug þegar við snúum bökum saman. Nú hyllir undir að með bóluefni náum við að kveða Covid-19 í kútinn á tiltölulega skömmum tíma en við getum ekki alltaf treyst því að ná tökum á aðsteðjandi ógn og vanda innan ákveðinna og tiltölulega stuttra tímamarka. Lausn sjálfbærnihallans er tímafrek Afleiðingar loftslagsmengunar, óhóflegs ágangs á lykilvistkerfi jarðar og ógætilegrar úrgangslosunar lúta tímatali náttúrunnar sem telur í áratugum og öldum frekar en árum. Þar er ekki að vænta skyndilegs sigurs eða umbreytinga á skömmum tíma, hvað þá ársfjórðungum sem er algengt tímatal á fjármálamörkuðum. Við höfum reynt svo hressilega á þolmörk náttúrunnar og gengið á takmarkaðar auðlindir að það mun taka langan tíma að ná tökum á ástandinu, en það er gerlegt. Fyrirtæki sem áður störfuðu innan borga eða landa starfa nú þvert á landamæri og heimsálfur. Framleiðslugeta þeirra er nær takmarkalaus og eftirspurn eftir vöru og þjónustu vex hratt. Framleiðsla er því miður í of ríkum mæli í andstöðu við lögmál náttúrunnar. Hún byggir um of á notkun takmarkaðra auðlinda þar sem hráefni er ekki endurnýtanlegt nema að hluta og frákast frá framleiðslu samlagast ekki náttúrunni heldur safnast þar upp og veldur henni skaða. Á fáum áratugum hefur mannkynið þróast úr að vera lítið þorp á stórri jörð í risastóra borg á lítilli jörð. Því hefur fylgt fordæmalaus velsæld en hún er því miður ekki sjálfbær. Við erum að taka lán hjá komandi kynslóðum, skuld sem óvíst er hvernig hægt er að greiða til baka. Þjóðir og fyrirtæki bregðast við ógninni Þjóðir heims hafa þegar brugðist við þessum vanda að nokkru leyti og má nefna Parísarsáttmálann frá árinu 2015 og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í því sambandi. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um sjálfbærni, Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi 2060 og mörg ríki Bandaríkjanna hafa unnið eftir áætlunum um sjálfbærni undanfarin ár. Þá fjölgar ört í hópi fyrirtækja og fjárfesta sem skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi í starfsemi sinni fyrir árið 2050. Hér höfum við Íslendingar líka verk að vinna. En það kallar á nýja hugsun, nýjar áherslur og breyttar venjur. Um leið getur það þó falið í sér nær takmarkalaus tækifæri. Hér er lag fyrir okkur öll að vinna saman. Nú er hafinn áratugur aðgerða. Stærstu viðskiptatækifæri okkar tíma Mark Carney, fyrrum bankastjóri Englandsbanka, sagði nýlega í ræðu að öll fyrirtæki og fjárfestar þurfi að hugsa viðskiptalíkön sín upp á nýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Það gæti komið í veg fyrir að við ógnum framtíð komandi kynslóða og um leið skapað okkur stærri viðskiptatækifæri en við höfum áður séð. Við þurfum öll að hugsa um hvaða hlutverki við gegnum í þessu sambandi sem neytendur, starfsmenn, stjórnendur, fjárfestar og almennir borgarar. Um þetta hlutverk okkar og þær áskoranir sem náttúran og mannkynið standa frammi fyrir vegna okkar heimatilbúna sjálfbærnihalla verður fjallað á Janúarráðstefnu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, 28. janúar n.k. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Nýtt upphaf.“ Þar verður rýnt í hvernig við getum virkjað til góðs þær hremmingar sem við tökumst nú á við og hvernig endurræsing efnahagslífsins eftir kórónuveirufaraldurinn getur markað nýtt upphaf og gefið tóninn varðandi hvernig best er að takast á við lofslagsvána og sjálfbærnihallann. Þær gríðarmiklu fjárfestingar og innviðauppbygging sem ráðist verður í þegar hagkerfi heimsins verða endurreist eftir kórónuveirufaraldurinn setja okkur í einstaka stöðu til að styðja við sjálfbæra auðlindanýtingu, hringrásarhagkerfi, aukið félagslegt jafnvægi og skilvirkari rekstur. Slíkt kallar á samstarf opinberra aðila, fyrirtækja, einstaklinga og fjármagnseigenda. Rétt viðbrögð í dag geta verið stærstu tækifæri okkar tíma. Heimsþekktir sérfræðingar munu á ráðstefnunni veita dýrmæta innsýn í þessi mál frá alþjóðavettvangi. Auk þess munu leiðtogar íslensks viðskiptalífs greina frá hvernig mál horfa við þeim frá íslenskum sjónarhóli. Ráðstefnan verður öllum opin og streymt inn á miðla Festu og helstu vefmiðla landsins. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun