Stjórnun í fjarvinnu Tinni Jóhannesson skrifar 13. janúar 2021 10:00 Síðustu mánuði hefur dagleg starfsemi flestallra vinnustaða landsins raskast umtalsvert þar sem stór hluti teyma hefur verið að hluta til, eða jafnvel að öllu leyti, í fjarvinnu. Fyrir marga stjórnendur er þessi breyting mikil áskorun. Þeim finnst erfitt að hafa teymin sín ekki innan seilingar og þá ríkir óöryggi um afköst starfsfólks, hverjir séu að skila sínu og hverjir ekki. Mörgum finnst erfitt að ræða þessar áskoranir án þess að það hljómi sem vantraust í garð starfsfólks. Hvernig á að haga daglegri stjórnun, viðhalda upplýsingaflæði og tryggja að væntingum stjórnenda sé mætt um tímanlega framvindu verkefna í fjarvinnu? Fjölmiðlar hafa greint frá því að kannanir sýni að starfsfólk sé bæði afkastameira og hamingjusamara í fjarvinnu. Flestar slíkar kannanir byggjast á mati starfsfólksins sjálfs, sem gefur nokkuð rétta mynd af hamingjunni en er ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að afköstum. Á tímum hagræðingar og niðurskurðar er ólíklegt að starfsfólk viðurkenni að það sé í raun að skila minni vinnu en venjulega. Það getur vel verið að sumt starfsfólk sé í raun afkastameiri heima hjá sér en þó eru sumir sem setja í þvottavélina á milli símtala og eru reglulega truflaðir af heimilisfólki yfir daginn. Miðað við stutta athyglisspönn nútímafólks er ekki skrýtið þó stjórnendur séu tortryggnir. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var innan danska háskólans DTU sýna að stjórnendur upplifa meira álag í fjarvinnu en starfsfólkið undir þeim. Hvernig ætli standi á því? Mæðir meira á stjórnendum að skipuleggja störf undirmanna sinni en áður? Eru minni kröfur gerðar til starfsfólk í slíku ástandi? Í samtölum mínum við stjórnendur kemur oftar en ekki í ljós að þeir hafa ekki fengið stuðning og aðstoð við að aðlagast nýju umhverfi. Sum fyrirtæki hafa tekið upp á því að breyta ráðningarsamningum sínum í anda fjarvinnu þar sem þeir taka þátt í kaupum á búnaði fyrir fjarvinnu. Flestir eru því tæknilega vel búnir undir þennan nýja raunveruleika en eftir situr sú staðreynd að fæstir fá annars konar stuðning í sínu starfi. Teymisvinna hefur haldið sinni upprunalegu mynd sem gerir þennan veruleika óþægilegan fyrir stjórnendur, hægir á framgangi verkefna og skapar núning innan teyma. Þeir sem eru í stærstu vandræðunum eru svo augljóslega þeir sem eiga stóra tækniskuld yfir höfði sér og hafa neyðst til að taka stórt tækniskref á einu bretti, með tilheyrandi kostnaði, ásamt þeim sem hafa tamið sér vinnuaðferðir eða vinnustaðamenningu sem ber vott um vantraust og örstjórnun. Nú spyrja sig margir hvort við þurfum að endurhugsa hvernig við vinnum og stjórnum. Getur verið að stjórnun teyma muni fara til baka í fyrra horf vegna þess að sumum stjórnendum hentar betur að hafa starfsfólk á staðnum og nálægt sér, þegar þetta er allt afstaðið? Flestir vilja eflaust komast aftur á skrifstofuna en það besta sem stjórnendur gætu gert í núverandi stöðu er að grípa tækifærið til bestunar. Höfundur er ráðningarstjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Stjórnun Vinnumarkaður Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur dagleg starfsemi flestallra vinnustaða landsins raskast umtalsvert þar sem stór hluti teyma hefur verið að hluta til, eða jafnvel að öllu leyti, í fjarvinnu. Fyrir marga stjórnendur er þessi breyting mikil áskorun. Þeim finnst erfitt að hafa teymin sín ekki innan seilingar og þá ríkir óöryggi um afköst starfsfólks, hverjir séu að skila sínu og hverjir ekki. Mörgum finnst erfitt að ræða þessar áskoranir án þess að það hljómi sem vantraust í garð starfsfólks. Hvernig á að haga daglegri stjórnun, viðhalda upplýsingaflæði og tryggja að væntingum stjórnenda sé mætt um tímanlega framvindu verkefna í fjarvinnu? Fjölmiðlar hafa greint frá því að kannanir sýni að starfsfólk sé bæði afkastameira og hamingjusamara í fjarvinnu. Flestar slíkar kannanir byggjast á mati starfsfólksins sjálfs, sem gefur nokkuð rétta mynd af hamingjunni en er ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að afköstum. Á tímum hagræðingar og niðurskurðar er ólíklegt að starfsfólk viðurkenni að það sé í raun að skila minni vinnu en venjulega. Það getur vel verið að sumt starfsfólk sé í raun afkastameiri heima hjá sér en þó eru sumir sem setja í þvottavélina á milli símtala og eru reglulega truflaðir af heimilisfólki yfir daginn. Miðað við stutta athyglisspönn nútímafólks er ekki skrýtið þó stjórnendur séu tortryggnir. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var innan danska háskólans DTU sýna að stjórnendur upplifa meira álag í fjarvinnu en starfsfólkið undir þeim. Hvernig ætli standi á því? Mæðir meira á stjórnendum að skipuleggja störf undirmanna sinni en áður? Eru minni kröfur gerðar til starfsfólk í slíku ástandi? Í samtölum mínum við stjórnendur kemur oftar en ekki í ljós að þeir hafa ekki fengið stuðning og aðstoð við að aðlagast nýju umhverfi. Sum fyrirtæki hafa tekið upp á því að breyta ráðningarsamningum sínum í anda fjarvinnu þar sem þeir taka þátt í kaupum á búnaði fyrir fjarvinnu. Flestir eru því tæknilega vel búnir undir þennan nýja raunveruleika en eftir situr sú staðreynd að fæstir fá annars konar stuðning í sínu starfi. Teymisvinna hefur haldið sinni upprunalegu mynd sem gerir þennan veruleika óþægilegan fyrir stjórnendur, hægir á framgangi verkefna og skapar núning innan teyma. Þeir sem eru í stærstu vandræðunum eru svo augljóslega þeir sem eiga stóra tækniskuld yfir höfði sér og hafa neyðst til að taka stórt tækniskref á einu bretti, með tilheyrandi kostnaði, ásamt þeim sem hafa tamið sér vinnuaðferðir eða vinnustaðamenningu sem ber vott um vantraust og örstjórnun. Nú spyrja sig margir hvort við þurfum að endurhugsa hvernig við vinnum og stjórnum. Getur verið að stjórnun teyma muni fara til baka í fyrra horf vegna þess að sumum stjórnendum hentar betur að hafa starfsfólk á staðnum og nálægt sér, þegar þetta er allt afstaðið? Flestir vilja eflaust komast aftur á skrifstofuna en það besta sem stjórnendur gætu gert í núverandi stöðu er að grípa tækifærið til bestunar. Höfundur er ráðningarstjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun