2021 og hraðari orkuskipti Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2021 07:30 Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu. Þessum markmiðum þarf að ná, ekki einungis vegna alþjóðlegra skuldbindinga, heldur vegna þess að við getum það. Þ.e. við getum raunverulega hætt að losa gróðurhúsalofttegundir í samgöngum. Þessu markmiði skal því ná náttúrunnar vegna. Hvatar til að skipta yfir á rafmagnsbíl Nýskráning rafbíla er með hæsta móti, en aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í fyrra samkvæmt tölfræði á vef Samgöngustofu. Vöxturinn er gríðarlega jákvæður. Rafmagnsbílar verða með ári hverju meira aðlaðandi kostur fyrir einstaklinga, drægni þeirra hefur aukist til muna og það sama má segja um þægindin. Gripið hefur verið til aðgerða af hálfu ríkisins en skattalegar ívilnanir virka sennilega ekki einar og sér, en geta þó vissulega haft veruleg áhrif og séu ívilnanirnar töluverðar má búast við enn meiri hreyfingu. Stjórnvöld þurfa þó að marka skýrari stefnu um skattalegar ívilnanir til lengri tíma. Aðgengi að hleðslubúnaði Uppbygging hleðslubúnaðar er ein af grunnforsendum þess að verulega sé hægt að hraða orkuskiptunum. Fleiri fyrirtæki ættu að sjá hag sinn í því að fjárfesta í nauðsynlegum hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Verði almennileg fjárfesting í hleðslubúnaði opnar það á frekari tækifæri til nýsköpunar og tækniþróunar. Ætla má að greiðara aðgengi að hleðslustöðvum verði einnig til þess að fleiri kjósi rafbíl en ella. Til dæmis gætu Akureyrarbær og Norðurorka, jafnframt önnur sveitarfélög og raforkufyrirtæki í nágrenni, litið til samstarfs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stofnun sjóðs sem ætlaður er til uppbyggingar á hleðslubúnaði fyrir rafbíla við fjölbýlishús. Slíkur stuðningur gæti skipt sköpum fyrir íbúa í fjölbýlishúsum. Þá þarf einnig að skoða markvissari uppbyggingu á hleðslustöðvum á öðrum fjölsóttum stöðum, við hafnir og stærri ferðamannastaði til að nefna. Efla þarf nýsköpun í tengslum við orkuskiptin Til að þjóna þessu markmiði mætti hér nefna tækifæri til að hefja öflugt tækninám við Háskólann á Akureyri. Efla þarf nýsköpunarstarfsemi háskólans sem sinnir að stórum hluta framhaldsmenntun á landsbyggðinni. Stærstu tækifærin og hindranirnar eru þó kannski ekki að finna á einstaklingsmarkaði. Heldur þarf að skoða möguleika á nýtingu annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis í ferðamanna- og þjónustugeiranum. Frekari framþróunar er þörf og veita þarf hressilega innspýtingu í nýsköpunarverkefni með orkuskipti farartækja annarra en fólksbifreiðanna í forgrunni. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Umhverfismál Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu. Þessum markmiðum þarf að ná, ekki einungis vegna alþjóðlegra skuldbindinga, heldur vegna þess að við getum það. Þ.e. við getum raunverulega hætt að losa gróðurhúsalofttegundir í samgöngum. Þessu markmiði skal því ná náttúrunnar vegna. Hvatar til að skipta yfir á rafmagnsbíl Nýskráning rafbíla er með hæsta móti, en aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í fyrra samkvæmt tölfræði á vef Samgöngustofu. Vöxturinn er gríðarlega jákvæður. Rafmagnsbílar verða með ári hverju meira aðlaðandi kostur fyrir einstaklinga, drægni þeirra hefur aukist til muna og það sama má segja um þægindin. Gripið hefur verið til aðgerða af hálfu ríkisins en skattalegar ívilnanir virka sennilega ekki einar og sér, en geta þó vissulega haft veruleg áhrif og séu ívilnanirnar töluverðar má búast við enn meiri hreyfingu. Stjórnvöld þurfa þó að marka skýrari stefnu um skattalegar ívilnanir til lengri tíma. Aðgengi að hleðslubúnaði Uppbygging hleðslubúnaðar er ein af grunnforsendum þess að verulega sé hægt að hraða orkuskiptunum. Fleiri fyrirtæki ættu að sjá hag sinn í því að fjárfesta í nauðsynlegum hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Verði almennileg fjárfesting í hleðslubúnaði opnar það á frekari tækifæri til nýsköpunar og tækniþróunar. Ætla má að greiðara aðgengi að hleðslustöðvum verði einnig til þess að fleiri kjósi rafbíl en ella. Til dæmis gætu Akureyrarbær og Norðurorka, jafnframt önnur sveitarfélög og raforkufyrirtæki í nágrenni, litið til samstarfs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stofnun sjóðs sem ætlaður er til uppbyggingar á hleðslubúnaði fyrir rafbíla við fjölbýlishús. Slíkur stuðningur gæti skipt sköpum fyrir íbúa í fjölbýlishúsum. Þá þarf einnig að skoða markvissari uppbyggingu á hleðslustöðvum á öðrum fjölsóttum stöðum, við hafnir og stærri ferðamannastaði til að nefna. Efla þarf nýsköpun í tengslum við orkuskiptin Til að þjóna þessu markmiði mætti hér nefna tækifæri til að hefja öflugt tækninám við Háskólann á Akureyri. Efla þarf nýsköpunarstarfsemi háskólans sem sinnir að stórum hluta framhaldsmenntun á landsbyggðinni. Stærstu tækifærin og hindranirnar eru þó kannski ekki að finna á einstaklingsmarkaði. Heldur þarf að skoða möguleika á nýtingu annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis í ferðamanna- og þjónustugeiranum. Frekari framþróunar er þörf og veita þarf hressilega innspýtingu í nýsköpunarverkefni með orkuskipti farartækja annarra en fólksbifreiðanna í forgrunni. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun