Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 23:30 Staða helstu flugfélaga í Bandaríkjunum er þröng EPA/ Erik S. Lesser Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. Þetta er á meðal þess sem framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka flugfélaga í Bandaríkjunum mun segja þingmönnum á bandaríska þinginu á morgun. Flugfélögin brenna í gegnum tíu milljarða dollara á mánuði, um 1,500 milljarða króna. New York Times greinir frá en í frétt blaðsins segir að flugumferð í Bandaríkjunum hafi dregist saman um 95 prósent vegna kórónuveirufaraldursins. Um hundrað þúsund starfsmenn bandarískra flugfélaga hafa annað hvort misst vinnuna eða eru komnir í lækkað starfshlutfall. „Flugiðnaðurinn mun gera það sem hann getur til að draga úr og taka á þeuum fjölmörgu áskorunum sem hann stendur fyrir. Það liggur þó alveg ljóst fyrir að bandaríski flugiðnaðurinn mun koma út úr þessari krísu sem skugginn af sjálfu sér sé miðað hvernig staðan var fyrir þremur mánuðum,“ er meðal þess sem Nicholas Calio, framkvæmdastjóri Airlines for America mun segja þingmönnum í viðskiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Flugfélög eru á meðal þeirra fyrirtækja sem verst hafa orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins og er þar nærtækast að horfa til Icelandair. Félagið gaf það út í gær að kostnaður flugfélagsins vegna kórónuveirufaraldursins væri 23 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í gær tilkynnti félagið að það hefði tapað 30 milljörðum á fyrsta ársfjórðungnum. Flugvefurinn Simple Flying greinir frá því að forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines hafi sent bréf til flugmanna félagsins um hvernig það hygðist draga saman seglin. Staðan væri meðal annars það að í fjórðungi ferða fyrirtækisins væru færri en tíu farþegar. Til að mynda væru fleiri flugmenn í vinnu hjá félaginu en heildarfjöldi farþega dags daglega. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. Þetta er á meðal þess sem framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka flugfélaga í Bandaríkjunum mun segja þingmönnum á bandaríska þinginu á morgun. Flugfélögin brenna í gegnum tíu milljarða dollara á mánuði, um 1,500 milljarða króna. New York Times greinir frá en í frétt blaðsins segir að flugumferð í Bandaríkjunum hafi dregist saman um 95 prósent vegna kórónuveirufaraldursins. Um hundrað þúsund starfsmenn bandarískra flugfélaga hafa annað hvort misst vinnuna eða eru komnir í lækkað starfshlutfall. „Flugiðnaðurinn mun gera það sem hann getur til að draga úr og taka á þeuum fjölmörgu áskorunum sem hann stendur fyrir. Það liggur þó alveg ljóst fyrir að bandaríski flugiðnaðurinn mun koma út úr þessari krísu sem skugginn af sjálfu sér sé miðað hvernig staðan var fyrir þremur mánuðum,“ er meðal þess sem Nicholas Calio, framkvæmdastjóri Airlines for America mun segja þingmönnum í viðskiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Flugfélög eru á meðal þeirra fyrirtækja sem verst hafa orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins og er þar nærtækast að horfa til Icelandair. Félagið gaf það út í gær að kostnaður flugfélagsins vegna kórónuveirufaraldursins væri 23 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í gær tilkynnti félagið að það hefði tapað 30 milljörðum á fyrsta ársfjórðungnum. Flugvefurinn Simple Flying greinir frá því að forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines hafi sent bréf til flugmanna félagsins um hvernig það hygðist draga saman seglin. Staðan væri meðal annars það að í fjórðungi ferða fyrirtækisins væru færri en tíu farþegar. Til að mynda væru fleiri flugmenn í vinnu hjá félaginu en heildarfjöldi farþega dags daglega.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira