Næsta skref í þágu framtíðar Snæfríður Jónsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:30 Viðskiptaþing var haldið nú á dögunum þar sem fjallað var að miklu leyti um hvernig fyrirtæki gætu orðið meira samfélagslega ábyrg, meðal annars í tengslum við stjórnarhætti, félagslega þætti, umhverfissjónarmið og jafnrétti kynjanna. Þingið sátu æðstu leiðtogar landsins, stjórnendur og fólk í áhrifastöðum innan atvinnulífsins. Fráfarandi formaður Viðskiptaráðs Íslands fór yfir stöðuna hérlendis og tók sérstaklega fram að enn væri tækifæri til að gera betur. Að loknu erindi sínu bað hún fólk um að standa upp ef það ætlaði sér að vera hluti af lausninni. Það var ánægjulegt að sjá allan salinn í heild sinni standa upp og segjast ætla sér það. Ég hlakka til að sjá þau taka af skarið enda er það allra hagur að fleiri fyrirtæki láti verkin tala en líti ekki einungis á samfélagslega ábyrgð sem eitthvað sem tikkar í rétta boxið út á við. Kröfur almennings um að fyrirtæki séu samfélagslega ábyrg hafa líklega aldrei verið meiri en í dag. Með hverri kynslóð skiptir sífellt meira máli að fyrirtæki og stofnanir leggi sitt af mörkum og taki nauðsynleg skref í átt að betri heimi. Samfélagsleg ábyrgð er talin vera eitt af því sem gerir fyrirtæki samkeppnishæf og hefur bein áhrif á fjárhagslegan hagnað þeirra. Stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu setja samfélagsleg málefni á dagskrá hjá sér og innleiða stefnur í átt að meiri ábyrgð, til dæmis í tengslum við aukið jafnrétti kynjanna, aðgerðir í umhverfismálum eða styrki til menningar og lista. Vilji og loforð fyrirtækja um meiri ábyrgð er til staðar en hvaða merkingu hafa þau? Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki segist vera samfélagslega ábyrg birtast þau orð mér oft sem innantómt skraut sem er dregið fram við sérstök tilefni. Ég hef mætt í ófáar heimsóknir hjá fyrirtækjum sem sýna gestum hinar og þessar vottanir, segja með stolti að margir starfsmenn hjóli í vinnuna til að vera umhverfisvænir og monta sig af því að hafa næstum því jafnt hlutfall karla og kvenna á vinnustað sínum. Í sömu heimsóknum er grænkeramatur af skornum skammti og engar ruslatunnur fyrir plastglösin. Allir æðstu stjórnendur þessa fyrirtækja eru karlar og fjölbreytileiki lítill sem enginn. Alltof oft heyrum við að „konur sæki ekki um“. Er það þess vegna sem að allir stjórnendur fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru hvítir karlar? Eða er það jafnvel vegna þess að við sem samfélag erum raunverulega ekki tilbúin til að skapa pláss fyrir konur? Við heyrum einnig „við viljum alveg vera umhverfisvæn en það tekur bara svo mikinn tíma“. Tekur það í raun og veru svo mikinn tíma að berjast gegn loftslagsvánni með raunverulegum aðgerðum eða erum við bara of hrædd við að taka ákvarðanir og gera það sem þarf til? Að sjálfsögðu eru mörg fyrirtæki sem sýna vilja í verki, svo sem banki sem setur sér stefnu um að hætta að eiga viðskipti við fjölmiðla þar sem hallar á konur eða matvöruverslun sem hefur tekið ákvörðun um að sporna gegn matarsóun og vinna gegn plasti. Ég finn fyrir von þegar eitt hinna skráðu fyrirtækja í Kauphöllinni vinnur markvisst að því að ná fram raunverulegu jafnrétti kynjanna með því að halda jöfnu hlutfalli karla og kvenna í framkvæmdastjórn og hafa konu sem stjórnarformann félagsins. Ungar athafnakonur halda ráðstefnu þann 7. mars næst komandi þar sem þemað verður samfélagsleg ábyrgð. Á ráðstefnunni viljum við vekja athygli á hvað felst í samfélagslegri ábyrgð, hvaða máli hún skiptir og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á því sviði. Ráðstefnan er ekki aðeins tileinkuð núverandi stjórnendum og leiðtogum sem hafa völd til að breyta til góðs og framkvæma róttækar aðgerðir heldur er hún einnig tileinkuð öllum þeim ungu konum sem vilja og munu hafa áhrif í okkar samfélagi. Höfum áhrif og tökum ábyrgð. Stígum saman næsta skref í þágu framtíðar. Höfundur er formaður UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaþing var haldið nú á dögunum þar sem fjallað var að miklu leyti um hvernig fyrirtæki gætu orðið meira samfélagslega ábyrg, meðal annars í tengslum við stjórnarhætti, félagslega þætti, umhverfissjónarmið og jafnrétti kynjanna. Þingið sátu æðstu leiðtogar landsins, stjórnendur og fólk í áhrifastöðum innan atvinnulífsins. Fráfarandi formaður Viðskiptaráðs Íslands fór yfir stöðuna hérlendis og tók sérstaklega fram að enn væri tækifæri til að gera betur. Að loknu erindi sínu bað hún fólk um að standa upp ef það ætlaði sér að vera hluti af lausninni. Það var ánægjulegt að sjá allan salinn í heild sinni standa upp og segjast ætla sér það. Ég hlakka til að sjá þau taka af skarið enda er það allra hagur að fleiri fyrirtæki láti verkin tala en líti ekki einungis á samfélagslega ábyrgð sem eitthvað sem tikkar í rétta boxið út á við. Kröfur almennings um að fyrirtæki séu samfélagslega ábyrg hafa líklega aldrei verið meiri en í dag. Með hverri kynslóð skiptir sífellt meira máli að fyrirtæki og stofnanir leggi sitt af mörkum og taki nauðsynleg skref í átt að betri heimi. Samfélagsleg ábyrgð er talin vera eitt af því sem gerir fyrirtæki samkeppnishæf og hefur bein áhrif á fjárhagslegan hagnað þeirra. Stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu setja samfélagsleg málefni á dagskrá hjá sér og innleiða stefnur í átt að meiri ábyrgð, til dæmis í tengslum við aukið jafnrétti kynjanna, aðgerðir í umhverfismálum eða styrki til menningar og lista. Vilji og loforð fyrirtækja um meiri ábyrgð er til staðar en hvaða merkingu hafa þau? Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki segist vera samfélagslega ábyrg birtast þau orð mér oft sem innantómt skraut sem er dregið fram við sérstök tilefni. Ég hef mætt í ófáar heimsóknir hjá fyrirtækjum sem sýna gestum hinar og þessar vottanir, segja með stolti að margir starfsmenn hjóli í vinnuna til að vera umhverfisvænir og monta sig af því að hafa næstum því jafnt hlutfall karla og kvenna á vinnustað sínum. Í sömu heimsóknum er grænkeramatur af skornum skammti og engar ruslatunnur fyrir plastglösin. Allir æðstu stjórnendur þessa fyrirtækja eru karlar og fjölbreytileiki lítill sem enginn. Alltof oft heyrum við að „konur sæki ekki um“. Er það þess vegna sem að allir stjórnendur fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru hvítir karlar? Eða er það jafnvel vegna þess að við sem samfélag erum raunverulega ekki tilbúin til að skapa pláss fyrir konur? Við heyrum einnig „við viljum alveg vera umhverfisvæn en það tekur bara svo mikinn tíma“. Tekur það í raun og veru svo mikinn tíma að berjast gegn loftslagsvánni með raunverulegum aðgerðum eða erum við bara of hrædd við að taka ákvarðanir og gera það sem þarf til? Að sjálfsögðu eru mörg fyrirtæki sem sýna vilja í verki, svo sem banki sem setur sér stefnu um að hætta að eiga viðskipti við fjölmiðla þar sem hallar á konur eða matvöruverslun sem hefur tekið ákvörðun um að sporna gegn matarsóun og vinna gegn plasti. Ég finn fyrir von þegar eitt hinna skráðu fyrirtækja í Kauphöllinni vinnur markvisst að því að ná fram raunverulegu jafnrétti kynjanna með því að halda jöfnu hlutfalli karla og kvenna í framkvæmdastjórn og hafa konu sem stjórnarformann félagsins. Ungar athafnakonur halda ráðstefnu þann 7. mars næst komandi þar sem þemað verður samfélagsleg ábyrgð. Á ráðstefnunni viljum við vekja athygli á hvað felst í samfélagslegri ábyrgð, hvaða máli hún skiptir og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á því sviði. Ráðstefnan er ekki aðeins tileinkuð núverandi stjórnendum og leiðtogum sem hafa völd til að breyta til góðs og framkvæma róttækar aðgerðir heldur er hún einnig tileinkuð öllum þeim ungu konum sem vilja og munu hafa áhrif í okkar samfélagi. Höfum áhrif og tökum ábyrgð. Stígum saman næsta skref í þágu framtíðar. Höfundur er formaður UAK.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun