Fótbolti

Segir Kane mögulega ekki lengur með hugann við verkefnið hjá Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gæti Kane hugsað sér til hreyfings í sumar?
Gæti Kane hugsað sér til hreyfings í sumar? Vísir/Getty

Dimitar Berbatov, fyrrum framherji bæði Manchester United og Tottenham, segir að Harry Kane gæti fetað í sömu fótspor og Berbatov gerði á sínum tíma; að færa sig frá Tottenham yfir til Manchester United til þess að vinna bikara.

Fyrirliði Tottenham, Kane, hefur verið mikið orðaður frá félaginu nýlega og ekki minnkuðu þær sögusagnir er hann sagði á dögunum íhuga framtíð sína. Hann vildi vinna bikara og vissi ekki í hvaða átt Tottenham stefndi.

Berbatov segir í samtali við BBC að hinn 26 ára gamli gæti farið sömu leið og hann sjálfur en Berbatov kom til United árið 2008. Hann varð meðal annars Englandsmeistari með United.

„Síðasta skrefið var að ganga í raðir Manchester United og ég vissi að ég myndi gera fólk vonsvikið - sérstaklega stuðningsmenn Tottenham - en ég fylgdi minni leið. Ég vissi að ef ég myndi glutra þessu tækifæri myndi það kannski ekki koma aftur. Svona er fótboltinn. Stundum verðurðu að taka erfiðar ákvarðanir,“ sagði Berbatov.

„Það sama er að gerast við Harry Kane núna. Það nákvæmlega sama. Hann er í sömu stöðu og ég var í og vra byrjaður að spyrja sig spurninga og mögulega er hausinn ekki á réttum stað. Hausinn á mér var ekki á réttum stað og það sama var uppi á teningnum hjá Christian Eriksen. Hann var ekki sá sami síðustu leikina. Ég horfði á leikina og sá það.“

„Kane er í sömu stöðu núna. Vöntun á bikurum er aðal vandamálið hjá leikmanni eins og Kane. Hann er ekki að verða yngri og hann vill líta til baka og sjá að hann vann bikara. Ef ég sé Tottenham spila við United núna, og möguleika er Tottenham með betra lið en United, en þeir eru samt hræddir að spila við þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×