Fótbolti

Karó­lína skoraði í sigri á Juventus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skorar framhjá markverði Juventus, Danielle de Jong.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skorar framhjá markverði Juventus, Danielle de Jong. getty/Image Photo Agency

Inter lyfti sér upp í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Juventus. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði fyrra mark Inter.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í marki Inter. Strax á 4. mínútu þurfti hún að sækja boltann í netið eftir að Cecilia Salvai skoraði fyrir Juventus.

Á 13. mínútu jafnaði Karólína metin. Þetta var fyrsta deildarmark hennar á tímabilinu en hún hefur komið að fjórum mörkum í síðustu fjórum leikjum Inter.

Tíu mínútum fyrir hálfleik kom Marija Milinkovic Inter svo yfir, 2-1. Fleiri urðu mörkin ekki og heimakonur fögnuðu sigri.

Inter hefur unnið fjóra leiki í röð eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni.

Inter er með átján stig í 2. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Roma sem hefur unnið átta af tíu leikjum sínum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×