Íslenski boltinn

Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu

Aron Guðmundsson skrifar
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar. Vísir/Diego

Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og skellti KR 5-1 í leik liðanna í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta á KR-vellinum í dag.

Þróttarar, sem háðu harða baráttu um að komast upp í Bestu deildina á síðasta tímabili en náðu ekki því takmarki sínu, höfðu byrjað Reykjavíkurmótið af krafti með 3-1 sigri gegn Val og í dag hélt sigurganga liðsins í mótinu áfram. 

KR hafði á sama tíma lagt Fylki að velli en þurftu í dag að sætta sig við tap á móti sprækum Þrótturum.

Lokatölur í leik dagsins urðu 5-1 sigur Þróttar Reykjavíkur sem leiddi 2-0 í hálfleik en upplýsingar um markaskorara leiksins hafa ekki borsit á þessum tímapunkti. 

Fréttin verður uppfærð þegar þær upplýsingar berast en vitað er að Róbert Elís Hlynsson skoraði eina mark KR í leiknum.

Sigurinn sér til þess að Þróttur Reykajvík er á toppi B-riðils Reykjavíkurmótsins með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×