Enski boltinn

Dagar Frank hjá Tottenham taldir?

Aron Guðmundsson skrifar
Thomas Frank, stjóri Tottenham á hliðarlínunni í dag. Daninn er undir mikilli pressu og tap gegn fallbaráttuliði West Ham United mun ekki lægja öldurnar
Thomas Frank, stjóri Tottenham á hliðarlínunni í dag. Daninn er undir mikilli pressu og tap gegn fallbaráttuliði West Ham United mun ekki lægja öldurnar Vísir/Getty

West Ham United vann Lundúnaslag dagsins í ensku úrvalsdeildinni gegn Tottenham í leik sem gæti markað endalok stjóratíðar Thomas Frank hjá Tottenham. Lokatölur 2-1 sigur West Ham.

Á Tottenham Hotspur leikvanginum frumsýndu heimamenn í Tottenham nýja leikmann sinn Conor Gallagher sem gekk í raðir félagsins frá Atlético Madrid á dögunum. Andstæðingur dagsins lærisveinar Nuno Espirito Santo í liði West Ham United.

Conor Gallagher spilaði sinn fyrsta leik fyrir Tottenham í dag Vísir/Getty

Það var fallbaráttulið West Ham sem skoraði fyrsta mark leiksins strax á 15.mínútu. Það gerði Hollendingurinn Crysencio Summerville sem gerði það. Staðan orðin 1-0 West ham í vil.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 64.mínútu þegar að miðvörðurinn og fyrirliði Tottenahm, Cristian Romero jafnaði metin fyrir heimamenn.

Romero fagnar jöfnunarmarki TottenhamVísir/Getty

Tottenham-menn vildu svo fá vítaspyrnu þegar að lítið var eftir af leiknum. Boltinn virtist klárlega fara í höndina á Oliver Scarles, bakverði West Ham innan vítateigs en dómarateymi leiksins, sem og VAR-sjáin voru ekki á því að gefa heimamönnum vítaspyrnu.

Dramatíkin var allsráðandi á Tottenham leikvanginum og þegar að komið var fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma dró til tíðinda þegar að Callum Wilson skoraði sigurmark leiksins fyrir West Ham United.

Lokatölur á Tottenham leikvanginum 2-1 sigur West Ham. Tottenham vermir nú 14.sæti deildarinnar með 27 stig. West Ham United er í áfram í fallsæti með 17 stig.

Undirbúa sig fyrir lífið án Guehi

Marc Guehi var ekki með Crystal Palace í dag þegar að liðið sótti heim nýliða Sunderland. Enski landsliðsmaður er við það að ganga í raðir Manchester City.  

Palace-menn komust hins vegar yfir í leik dagsins því Spánverjinn Yéremi Pino skoraði fyrsta mark leiksins af stuttu færi á 30.mínútu.

Forysta Crystal Palace entist hins vegar ekki lengi því aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Frakkinn Enzo Le Fee metin fyrir heimamenn í Sunderland. Staðan orðin 1-1.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 71.mínútu þegar að Brian Brobbey skoraði það sem átti eftir að verða sigurmark leiksins. 

Henderson horfir á eftir boltanum fara í netið. Sigurmark Sunderland þar.Vísir/Getty

2-1 sigur Sunderland staðreynd. Sigur sem lyftir liðinu upp í 8.sæti deildarinnar og þar er liðið með 33 stig. Crystal Palace er hins vegar í 14.sæti með 28 stig. 

Dramatík á Elland Road

Þjóðverjinn Lukas Nmecha reyndist hetja Leeds United sem tók á móti Fulham. Nmecha skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma venjulegs leiktíma og tryggði Leeds United stigin þrjú sem í boði voru. 

Nmecha fagnaði marki sínu í dag vel og innilega, skiljanlega.Vísir/Getty

Sigurinn sér til þess að Leeds United færist fjær fallbaráttunni og er nú í 16.sæti með 25 stig. Fulham er í 10.sæti með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×