Ungmenni geta ekki beðið Valgerður Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2020 17:06 Reykjavíkurborg þarf að grípa til aðgerða vegna ungs fólks sem annars myndi vera án atvinnu í sumar. Það þarf að auglýsa störf sem nýtast ungu fólki sem núna er t.d. í lokaprófum í háskólunum eða eru að undirbúa sig fyrir síðasta mánuðinn í skólanum fyrir sumarfrí. Unga fólkið okkar getur ekki beðið. Mörg hver hafa misst þá vinnu sem þau höfðu fengið í sumar. Reykvísk ungmenni hafa nú þegar farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á þau. Víða þarf að taka til hendinni í Reykjavík Auðvelt ætti að vera að fjölga störfum til dæmis með því að lengja tímabil vinnuskólans líkt og Sjálfstæðismenn hafa lagt til. Eins mætti bæta í hjá garðyrkjudeildinni sem sér um slátt og fegrun á umhverfinu. Leikskólar, hjúkrunarheimili, búsetukjarnar, frístundamiðstöðvar og söfn. Reykjavíkurborg rekur fjölbreytta starfsemi og víða má finna störf sem henta ungu fólki og hver veit nema sumarstarfið kveiki neista og unga fólkið okkar mennti sig og komi til starfa að loknu námi til dæmis á leikskólunum okkar, búsetukjörnum eða hjúkrunarheimilunum. Sjálfstæðisflokkurinn vill lengja starfstímabil í vinnuskólanum Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar lagt það til að starfstímabil vinnuskólans verði lengt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem Reykvísk ungmenni fá að vinna í vinnuskólanum og auka framboð starfa fyrir ungmenni hjá Reykjavíkavíkurborg. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg verður því að grípa til aðgerða sem miða að því að minnka atvinnuleysi Reykvískra ungmenna með öllum mögulegum leiðum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg þarf að grípa til aðgerða vegna ungs fólks sem annars myndi vera án atvinnu í sumar. Það þarf að auglýsa störf sem nýtast ungu fólki sem núna er t.d. í lokaprófum í háskólunum eða eru að undirbúa sig fyrir síðasta mánuðinn í skólanum fyrir sumarfrí. Unga fólkið okkar getur ekki beðið. Mörg hver hafa misst þá vinnu sem þau höfðu fengið í sumar. Reykvísk ungmenni hafa nú þegar farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á þau. Víða þarf að taka til hendinni í Reykjavík Auðvelt ætti að vera að fjölga störfum til dæmis með því að lengja tímabil vinnuskólans líkt og Sjálfstæðismenn hafa lagt til. Eins mætti bæta í hjá garðyrkjudeildinni sem sér um slátt og fegrun á umhverfinu. Leikskólar, hjúkrunarheimili, búsetukjarnar, frístundamiðstöðvar og söfn. Reykjavíkurborg rekur fjölbreytta starfsemi og víða má finna störf sem henta ungu fólki og hver veit nema sumarstarfið kveiki neista og unga fólkið okkar mennti sig og komi til starfa að loknu námi til dæmis á leikskólunum okkar, búsetukjörnum eða hjúkrunarheimilunum. Sjálfstæðisflokkurinn vill lengja starfstímabil í vinnuskólanum Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar lagt það til að starfstímabil vinnuskólans verði lengt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem Reykvísk ungmenni fá að vinna í vinnuskólanum og auka framboð starfa fyrir ungmenni hjá Reykjavíkavíkurborg. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg verður því að grípa til aðgerða sem miða að því að minnka atvinnuleysi Reykvískra ungmenna með öllum mögulegum leiðum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar