Ungmenni geta ekki beðið Valgerður Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2020 17:06 Reykjavíkurborg þarf að grípa til aðgerða vegna ungs fólks sem annars myndi vera án atvinnu í sumar. Það þarf að auglýsa störf sem nýtast ungu fólki sem núna er t.d. í lokaprófum í háskólunum eða eru að undirbúa sig fyrir síðasta mánuðinn í skólanum fyrir sumarfrí. Unga fólkið okkar getur ekki beðið. Mörg hver hafa misst þá vinnu sem þau höfðu fengið í sumar. Reykvísk ungmenni hafa nú þegar farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á þau. Víða þarf að taka til hendinni í Reykjavík Auðvelt ætti að vera að fjölga störfum til dæmis með því að lengja tímabil vinnuskólans líkt og Sjálfstæðismenn hafa lagt til. Eins mætti bæta í hjá garðyrkjudeildinni sem sér um slátt og fegrun á umhverfinu. Leikskólar, hjúkrunarheimili, búsetukjarnar, frístundamiðstöðvar og söfn. Reykjavíkurborg rekur fjölbreytta starfsemi og víða má finna störf sem henta ungu fólki og hver veit nema sumarstarfið kveiki neista og unga fólkið okkar mennti sig og komi til starfa að loknu námi til dæmis á leikskólunum okkar, búsetukjörnum eða hjúkrunarheimilunum. Sjálfstæðisflokkurinn vill lengja starfstímabil í vinnuskólanum Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar lagt það til að starfstímabil vinnuskólans verði lengt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem Reykvísk ungmenni fá að vinna í vinnuskólanum og auka framboð starfa fyrir ungmenni hjá Reykjavíkavíkurborg. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg verður því að grípa til aðgerða sem miða að því að minnka atvinnuleysi Reykvískra ungmenna með öllum mögulegum leiðum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg þarf að grípa til aðgerða vegna ungs fólks sem annars myndi vera án atvinnu í sumar. Það þarf að auglýsa störf sem nýtast ungu fólki sem núna er t.d. í lokaprófum í háskólunum eða eru að undirbúa sig fyrir síðasta mánuðinn í skólanum fyrir sumarfrí. Unga fólkið okkar getur ekki beðið. Mörg hver hafa misst þá vinnu sem þau höfðu fengið í sumar. Reykvísk ungmenni hafa nú þegar farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á þau. Víða þarf að taka til hendinni í Reykjavík Auðvelt ætti að vera að fjölga störfum til dæmis með því að lengja tímabil vinnuskólans líkt og Sjálfstæðismenn hafa lagt til. Eins mætti bæta í hjá garðyrkjudeildinni sem sér um slátt og fegrun á umhverfinu. Leikskólar, hjúkrunarheimili, búsetukjarnar, frístundamiðstöðvar og söfn. Reykjavíkurborg rekur fjölbreytta starfsemi og víða má finna störf sem henta ungu fólki og hver veit nema sumarstarfið kveiki neista og unga fólkið okkar mennti sig og komi til starfa að loknu námi til dæmis á leikskólunum okkar, búsetukjörnum eða hjúkrunarheimilunum. Sjálfstæðisflokkurinn vill lengja starfstímabil í vinnuskólanum Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar lagt það til að starfstímabil vinnuskólans verði lengt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem Reykvísk ungmenni fá að vinna í vinnuskólanum og auka framboð starfa fyrir ungmenni hjá Reykjavíkavíkurborg. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg verður því að grípa til aðgerða sem miða að því að minnka atvinnuleysi Reykvískra ungmenna með öllum mögulegum leiðum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun