Geðheilbrigði skiptir máli – ákall stúdenta til Háskólans á Akureyri Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 09:24 Geðheilbrigðismál stúdenta hafa verið í umræðunni síðustu ár, þar sem lögð hefur verið áhersla á mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu. Árið 2018 var gerð könnun þar sem fram kom að rúmlega þriðjungur stúdenta í HA, HÍ og HR mældist yfir klínískum mörkum þunglyndis og rúmlega 20% yfir klínískum mörkum kvíða. Við Háskólann á Akureyri eru engin tilfinningaleg úrræði þegar kemur að sálfræðiþjónustu fyrir stúdenta, en ekki er starfandi sálfræðingur þar. Þrátt fyrir öfluga náms- og starfsráðgjafa, sem margir stúdentar leita til, að þá er ljóst að þörf er á annarri sérþekkingu þegar kemur geðheilbrigðismálum stúdenta. Innan veggja Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík eru starfandi sálfræðingar og mætti Háskólinn á Akureyri stíga það nauðsynlega skref að gera geðheilbrigðismál stúdenta að forgangsmáli. Í kjölfar þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu framkvæmdi stúdentaráð SHA könnun um „Líðan og aðstæður stúdenta við Háskólann á Akureyri á tímum COVID-19“. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem fram kom að 85,3% af stúdentum eru mjög sammála eða sammála því að upplifa kvíða á þessum tímum og 72,8% sem upplifa depurð vegna áhrifa COVID-19. Ásamt því eru 87,7% stúdenta mjög sammála eða sammála því að hafa upplifað meiri streitu og álag síðustu vikur sem hefur haft áhrif á námsframvindu þeirra. Við Háskólann á Akureyri er breiður hópur stúdenta sem kemur víðs vegar að. Ritrýndar rannsóknagreinar hafa sýnt fram á að vanlíðan skerðir getu til náms og gæti því aukin þjónusta komið í veg fyrir t.d. brottfall og tryggt það að nemendur ljúki námi sínu á áætluðum tíma auk þess sem vellíðan hefur jákvæð áhrif á árangur í námi. Nám við HA hefur verið að þróast síðustu ár og ásamt því hefur háskólinn þurft að grípa til umfangsmikilla aðgangstakmarkanna. Má því álykta hvort og hvaða andlegu afleiðingar slíkar takmarkanir geta haft í för með sér fyrir stúdenta. Háskólinn á Akureyri leggur mikið upp úr sveigjanlegu námsfyrirkomulagi til þess að gæta jafns aðgengis til náms, en námsfyrirkomulagið gerir það að verkum að einstaklingar, hvar sem er á landinu geta sótt sér menntun, óháð búsetu. Auk þess sem námsfyrirkomulagið mætir þörfum fjölskyldufólks, svo dæmi sé tekið. Fjölbreyttir hópar stúdenta kalla eftir fjölbreyttri stoðþjónustu og teljum við að með aukinni geðheilbrigðisþjónustu við HA, sé háskólinn okkar enn frekar að tryggja jafnrétti til náms. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta Skrifaðu undir ákall samtakanna hér Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál stúdenta hafa verið í umræðunni síðustu ár, þar sem lögð hefur verið áhersla á mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu. Árið 2018 var gerð könnun þar sem fram kom að rúmlega þriðjungur stúdenta í HA, HÍ og HR mældist yfir klínískum mörkum þunglyndis og rúmlega 20% yfir klínískum mörkum kvíða. Við Háskólann á Akureyri eru engin tilfinningaleg úrræði þegar kemur að sálfræðiþjónustu fyrir stúdenta, en ekki er starfandi sálfræðingur þar. Þrátt fyrir öfluga náms- og starfsráðgjafa, sem margir stúdentar leita til, að þá er ljóst að þörf er á annarri sérþekkingu þegar kemur geðheilbrigðismálum stúdenta. Innan veggja Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík eru starfandi sálfræðingar og mætti Háskólinn á Akureyri stíga það nauðsynlega skref að gera geðheilbrigðismál stúdenta að forgangsmáli. Í kjölfar þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu framkvæmdi stúdentaráð SHA könnun um „Líðan og aðstæður stúdenta við Háskólann á Akureyri á tímum COVID-19“. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem fram kom að 85,3% af stúdentum eru mjög sammála eða sammála því að upplifa kvíða á þessum tímum og 72,8% sem upplifa depurð vegna áhrifa COVID-19. Ásamt því eru 87,7% stúdenta mjög sammála eða sammála því að hafa upplifað meiri streitu og álag síðustu vikur sem hefur haft áhrif á námsframvindu þeirra. Við Háskólann á Akureyri er breiður hópur stúdenta sem kemur víðs vegar að. Ritrýndar rannsóknagreinar hafa sýnt fram á að vanlíðan skerðir getu til náms og gæti því aukin þjónusta komið í veg fyrir t.d. brottfall og tryggt það að nemendur ljúki námi sínu á áætluðum tíma auk þess sem vellíðan hefur jákvæð áhrif á árangur í námi. Nám við HA hefur verið að þróast síðustu ár og ásamt því hefur háskólinn þurft að grípa til umfangsmikilla aðgangstakmarkanna. Má því álykta hvort og hvaða andlegu afleiðingar slíkar takmarkanir geta haft í för með sér fyrir stúdenta. Háskólinn á Akureyri leggur mikið upp úr sveigjanlegu námsfyrirkomulagi til þess að gæta jafns aðgengis til náms, en námsfyrirkomulagið gerir það að verkum að einstaklingar, hvar sem er á landinu geta sótt sér menntun, óháð búsetu. Auk þess sem námsfyrirkomulagið mætir þörfum fjölskyldufólks, svo dæmi sé tekið. Fjölbreyttir hópar stúdenta kalla eftir fjölbreyttri stoðþjónustu og teljum við að með aukinni geðheilbrigðisþjónustu við HA, sé háskólinn okkar enn frekar að tryggja jafnrétti til náms. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta Skrifaðu undir ákall samtakanna hér
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar