Segir að handboltanum sé stjórnað af fólki sem veit ekkert um handbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 27. apríl 2020 10:30 Vlado Stenzel er einn frægasti handboltaþjálfari sögunnar. vísir/getty Fyrsti handboltaþjálfarinn sem stýrði liði til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1972 er hann vann gullið með Júgóslavíu segir að handboltanum sé stýrt af fólki sem hefur lítið sem ekkert vit á handbolta. Vlado Stenzel varð bæði meistari með Júgóslavíu 1972 og heimsmeistari með Vestur-Þýskalandi 1978. Hann var í viðtali við hlaðvarpið Balkan-Handball um stærstu vandamál handboltans í dag. „Mér finnst að handboltinn sé bara að þróast í ákveðnum löndum. Hann er ekki nógu áhugaverður fyrir stuðningsmenn. Það eru svo mörg vandamál varðandi reglurnar í leiknum,“ sagði Stenzel og hélt áfram. „Þegar þú lítur á stjórn IFH þá eru meðlimir frá Afríku og Asíu, sem vita ekkert um handbolta. Þeir eru að ráða framtíð handboltans. Reglurnar eru of flóknar og venjulegur íþróttaáhugamaður þarf mánuði til þess að skilja reglunar.“ Hann segir að reglurnar séu of flóknar í handboltanum og það þurfi að einfalda þær eða gera þær einfaldlega meira spennandi. Íþróttin sé langt á eftir körfuboltanum til að mynda. „Þú veist ekki hvenær það er brot og hvenær ekki. Þú þarft fingur til þess að telja sendingar hvort að það sé leiktöf eða ekki. Það er auðvelt að búa til reglur í handbolta, til þess að gera íþróttina meira spennandi bæði fyrir fólk og fjölmiðla.“ „Körfuboltinn er heimsfræg íþrótt og við erum ekki á sama stalli vegna reglnanna. Þú ert að tapa með fimmtán stigum þegar fimm mínútur eru eftir og þú átt möguleika á að gera leikinn spennandi. Þegar liðið þitt í handbolta er að tapa með tíu mörkum í handbolta er eina sem þú getur gert að fara úr höllinni og fara heim.“ Stenzel endaði svo viðtalið á léttu nótunum en hann nýtur lífsins í Dalmatiu í Króatíu.„Við erum með svo mörg vandamál og ég get ekki gert breytingar á þeim því ég er ekki í stjórninni. Ég er bara í Dalmatia svo eina sem ég get gert er að borða góðan fisk og drekka góð vín,“ sagði Stenzel léttur. Handbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Fyrsti handboltaþjálfarinn sem stýrði liði til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1972 er hann vann gullið með Júgóslavíu segir að handboltanum sé stýrt af fólki sem hefur lítið sem ekkert vit á handbolta. Vlado Stenzel varð bæði meistari með Júgóslavíu 1972 og heimsmeistari með Vestur-Þýskalandi 1978. Hann var í viðtali við hlaðvarpið Balkan-Handball um stærstu vandamál handboltans í dag. „Mér finnst að handboltinn sé bara að þróast í ákveðnum löndum. Hann er ekki nógu áhugaverður fyrir stuðningsmenn. Það eru svo mörg vandamál varðandi reglurnar í leiknum,“ sagði Stenzel og hélt áfram. „Þegar þú lítur á stjórn IFH þá eru meðlimir frá Afríku og Asíu, sem vita ekkert um handbolta. Þeir eru að ráða framtíð handboltans. Reglurnar eru of flóknar og venjulegur íþróttaáhugamaður þarf mánuði til þess að skilja reglunar.“ Hann segir að reglurnar séu of flóknar í handboltanum og það þurfi að einfalda þær eða gera þær einfaldlega meira spennandi. Íþróttin sé langt á eftir körfuboltanum til að mynda. „Þú veist ekki hvenær það er brot og hvenær ekki. Þú þarft fingur til þess að telja sendingar hvort að það sé leiktöf eða ekki. Það er auðvelt að búa til reglur í handbolta, til þess að gera íþróttina meira spennandi bæði fyrir fólk og fjölmiðla.“ „Körfuboltinn er heimsfræg íþrótt og við erum ekki á sama stalli vegna reglnanna. Þú ert að tapa með fimmtán stigum þegar fimm mínútur eru eftir og þú átt möguleika á að gera leikinn spennandi. Þegar liðið þitt í handbolta er að tapa með tíu mörkum í handbolta er eina sem þú getur gert að fara úr höllinni og fara heim.“ Stenzel endaði svo viðtalið á léttu nótunum en hann nýtur lífsins í Dalmatiu í Króatíu.„Við erum með svo mörg vandamál og ég get ekki gert breytingar á þeim því ég er ekki í stjórninni. Ég er bara í Dalmatia svo eina sem ég get gert er að borða góðan fisk og drekka góð vín,“ sagði Stenzel léttur.
Handbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira