Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2026 11:57 Gísli Þorgeir er einn besti handboltamaður heims og lykilleikmaður hjá íslenska landsliðinu. vísir Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi möguleika Íslands á EM í Brennslunni á FM957 í morgun. Gísli Þorgeir átti frábært ár í fyrra, hann var verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni með sigurliði Magdeburg, sem situr ósigrað í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, og varð á meðal þriggja efstu í kjörinu um íþróttamann ársins. Brennslubræðurnir Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Plöder ræddu við Gísla á léttu nótunum um árið sem er að baki og stórmótið sem er að hefjast um þarnæstu helgi. Gísli sagði frá meiðslunum sem hrjáðu hann á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en hann er alveg heill heilsu fyrir komandi stórmót og verður þar í lykilhlutverki líkt og liðsfélagi sinn hjá Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon. Væntingar þjóðarinnar eru að venju miklar og því var ekki úr vegi að spyrja Gísla, hvort undanúrslit væru raunsætt markmið eða heimtufrekja? „Sko, ég held að það séu eðlilegar pælingar. Af því að maður hugsar einhvern veginn, já þeir eru í Magdeburg sem er besta félagslið í heimi um þessar mundir. Á það ekki bara að færast beint yfir í landsliðið? Þetta er ekki svo auðvelt“ sagði Gísli. Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30 „Þetta er samblanda af svo mörgum þáttum í handbolta og svo er það líka bara þannig að hin liðin eru mjög góð líka. Allir búast við því að við eigum að vinna Ítalíu og Pólland, mögulega Ungverjaland líka en staðan er bara þannig: Ef þú ert ekki hundrað prósent, þá verður þetta vesen“ bætti Gísli við. Hann sagði íslenska landsliðið geta unnið hvaða lið sem er þegar það er á sínum degi, en sagði það líka geta tapað gegn hvaða liði sem er. Pressan sem íslenska þjóðin setur á liðið sé þó af hinu góða. „Ég fíla pressuna, hundrað prósent. Og ef við pælum í síðasta móti þá unnum við alla nema einn leik. Við töpuðum á einhverjum erfiðasta útivelli sem til er, á móti Króatíu í Zagreb. Ég get lofað ykkur því að þetta hefði ekki verið mjög auðvelt, fyrir Dani eða hvern sem er.“ Danir líklegastir til að „outcoacha“ Ísland Danmörk þykir einmitt líklegust til sigurs á EM, eftir að hafa unnið síðustu fjögur HM en mistekist að landa gulli á EM. Undir lok viðtalsins á Brennslunni var Gísli spurður skemmtilegra hraðaspurninga og hann sagði danska þjálfarann Nikolaj Jacobsen líklegastan til að „outcoacha“ Snorra Stein Guðjónsson. „Danir eru helvíti sterkir sko“ sagði Gísli. Viðtalið úr Brennslunni á FM957 má heyra í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira
Gísli Þorgeir átti frábært ár í fyrra, hann var verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni með sigurliði Magdeburg, sem situr ósigrað í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, og varð á meðal þriggja efstu í kjörinu um íþróttamann ársins. Brennslubræðurnir Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Plöder ræddu við Gísla á léttu nótunum um árið sem er að baki og stórmótið sem er að hefjast um þarnæstu helgi. Gísli sagði frá meiðslunum sem hrjáðu hann á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en hann er alveg heill heilsu fyrir komandi stórmót og verður þar í lykilhlutverki líkt og liðsfélagi sinn hjá Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon. Væntingar þjóðarinnar eru að venju miklar og því var ekki úr vegi að spyrja Gísla, hvort undanúrslit væru raunsætt markmið eða heimtufrekja? „Sko, ég held að það séu eðlilegar pælingar. Af því að maður hugsar einhvern veginn, já þeir eru í Magdeburg sem er besta félagslið í heimi um þessar mundir. Á það ekki bara að færast beint yfir í landsliðið? Þetta er ekki svo auðvelt“ sagði Gísli. Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30 „Þetta er samblanda af svo mörgum þáttum í handbolta og svo er það líka bara þannig að hin liðin eru mjög góð líka. Allir búast við því að við eigum að vinna Ítalíu og Pólland, mögulega Ungverjaland líka en staðan er bara þannig: Ef þú ert ekki hundrað prósent, þá verður þetta vesen“ bætti Gísli við. Hann sagði íslenska landsliðið geta unnið hvaða lið sem er þegar það er á sínum degi, en sagði það líka geta tapað gegn hvaða liði sem er. Pressan sem íslenska þjóðin setur á liðið sé þó af hinu góða. „Ég fíla pressuna, hundrað prósent. Og ef við pælum í síðasta móti þá unnum við alla nema einn leik. Við töpuðum á einhverjum erfiðasta útivelli sem til er, á móti Króatíu í Zagreb. Ég get lofað ykkur því að þetta hefði ekki verið mjög auðvelt, fyrir Dani eða hvern sem er.“ Danir líklegastir til að „outcoacha“ Ísland Danmörk þykir einmitt líklegust til sigurs á EM, eftir að hafa unnið síðustu fjögur HM en mistekist að landa gulli á EM. Undir lok viðtalsins á Brennslunni var Gísli spurður skemmtilegra hraðaspurninga og hann sagði danska þjálfarann Nikolaj Jacobsen líklegastan til að „outcoacha“ Snorra Stein Guðjónsson. „Danir eru helvíti sterkir sko“ sagði Gísli. Viðtalið úr Brennslunni á FM957 má heyra í spilaranum að ofan.
Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira