Handbolti

Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið á­fall fyrir Norð­menn“

Aron Guðmundsson skrifar
Reinkind í baráttunni gegn íslenska landsliðinu á Evrópumótinu árið 2022.
Reinkind í baráttunni gegn íslenska landsliðinu á Evrópumótinu árið 2022. Vísir/Getty

Harald Reinkind, lykilleikmaður í norska landsliðinu sem og leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins Kiel, mun ekki taka þátt á komandi Evrópumóti vegna meiðsla. 

Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá norska handknattleikssambandinu fyrr í dag og hefur Simen Schønningsen verið kallaður inn í norska landsliðshópinn í stað Reinkind. 

Reynsluboltinn Reinkind, sem spilar í stöðu hægri skyttu, hefur upp á síðkastið verið að spila meiddur með Kiel en eftir nánari skoðun læknateymis norska landsliðsins, eftir að liðið kom saman og hóf undirbúning fyrir komandi Evrópumót, var ljóst að meiðsli Reinkind væru þess eðlis að hann myndi ekki ná að beita sér að fullu með liðinu á komandi vikum. 

Noregur mun taka þátt í Golden League, æfingamótinu í Hollandi í adraganda Evrópumótsins en á Evrópumótinu spilar Noregur í C-riðli ásamt Frakklandi, Úkraínu og Tékklandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×