Græn hugverk eru auðlind Borghildur Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2020 09:00 Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins, sem hefur verið haldinn 26. apríl ár hvert frá árinu 2000, er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi hugverka og hugverkaréttinda fyrir nýsköpunarsamfélag nútímans. Þema dagsins í ár er nýsköpun fyrir græna framtíð („Innovation for a Green Future“) sem má telja viðeigandi vegna þeirra áskorana sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa í för með sér. Um þessar mundir stendur heimsbyggðin frammi fyrir annarri og óvæntari áskorun þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur hægt verulega á hjólum efnahagslífsins og lamað heilu samfélögin. Mikilvægi hugverka verður seint ofmetið gagnvart skammtímaáskorunum eins og heimsfaraldrinum og þeirri langtímaáskorun að gera samfélag manna svo sjálfbært að takist að forða því frá þeim hörmungum sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Undir venjulegum kringumstæðum gegna hugverkaréttindi einkum því hlutverki að hvetja til nýsköpunar og framþróunar, tryggja eignarrétt og stuðla að samkeppni og viðskiptum. Nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessum stóru áskorunum verður fljótt ljóst hvernig hugverk og hugverkaréttindi geta bætt samfélög og gert þau sjálfbærari. Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfa allir að leggjast á eitt, deila þekkingu og koma á fót samstarfi og samvinnu, jafnvel meðal aðila sem undir venjulegum kringumstæðum ættu í harðri samkeppni. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og í heimsfaraldrinum má öllum vera ljóst hversu mikilvægt alþjóðasamstarf í vísindum og tækni er ef takast á að sigrast á áskorunum sem virða engin landamæri, hvort sem um er að ræða ógn við heilbrigði eða umhverfi. Þrátt fyrir smæð sína getur Ísland átt mikilvægan þátt í því að takast á við slíkar áskoranir. Hér á landi eru aðilar sem stunda nýsköpun á heimsmælikvarða, svo sem á sviði umhverfisvænnar orkuvinnslu, kolefnisbindingar og heilbrigðistækni. Þá er sjávarútvegurinn gott dæmi um iðnað sem hefur nýtt sér hátæknilausnir í grænum tilgangi með því að auka nýtingu auðlinda og minnka sóun. Eins eru dæmi um að hugverk og hugvit í sjávarútvegi hafi orðið að lausnum á sviði heilbrigðistækni. Í heimsfaraldrinum hefur sömuleiðis orðið ljóst hvernig nýsköpun í þjónustu einkaaðila og hins opinbera, m.a. í formi rafrænnar þjónustu og ýmissa tæknilausna, sem hafa gert fjölda fólks mögulegt að vinna í fjarvinnu, hefur dregið úr umferð og þar með tilheyrandi mengun og slysahættu. Þannig kunna þessar fordæmalausu aðstæður að hafa breytt samfélaginu til lengri tíma eða að minnsta kosti flýtt fyrir nauðsynlegri þróun. Aukin vitund um hugverkaiðnað á Íslandi og hvernig hann getur verið grundvöllur fyrir sjálfbæra verðmætasköpun skiptir gríðarlega miklu máli. Í nýsköpunarstefnu fyrir Íslands, „Nýsköpunarlandið Ísland“, sem gefin var út árið 2019 kemur fram að nýsköpun sé „ekki aðeins grunvöllur efnahagslegar velgengni heldur lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga“ og að mikilvægt sé „að leggja áherslu á þróun grænna tæknilausna hér á landi í átt til aukinnar sjálfbærni í atvinnulífi og samfélagi“. Nýsköpunarstefnan, framlög til nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, Auðna tæknitorg, sem er ætlað að sinna tækniyfirfærslu fyrir háskóla- og vísindasamfélagið, fjárfesting einkaaðila í nýsköpun, hugarfar frumkvöðla og fjölmörg önnur framfaraskref leggja grunn að hugverkaiðnaði sem styrkir stoðir undir Ísland framtíðarinnar. Framtíð þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru í forgrunni. Öflugur hugverkaiðnaður og nýsköpun, m.a. á sviði grænna tæknilausna, verða leiðarstefið á næstu áratugum. Hugverkaiðnaður er að því leyti frábrugðin hefðbundnum iðnaði að hann reiðir sig ekki á náttúrulegar auðlindir og getur því staðið undir sjálfbærri verðmæta- og atvinnusköpun án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hugverk eru þannig aðeins háð takmörkunum hugans. Segja má að þau séu óþrjótandi, ólíkt auðlindum jarðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fyrirtæki í hugverkaiðnaði greiða að meðaltali 47% hærri laun en hefðbundinn iðnaður og að hugverkaiðnaður þolir betur efnahagsáföll eins og heimsbyggðin stendur frammi fyrir núna. Nýsköpun, hugverk og hugvit eru lykillinn að uppbyggingunni eftir neikvæðar efnahagsafleiðingar heimsfaraldursins, en ekki síður að því að skapa þá grænu og sjálfbæru framtíð sem er heimsbyggðinni nauðsynleg þegar loftslagsbreytingarnar komast aftur á dagskrá innan tíðar. Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Höfundaréttur Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins, sem hefur verið haldinn 26. apríl ár hvert frá árinu 2000, er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi hugverka og hugverkaréttinda fyrir nýsköpunarsamfélag nútímans. Þema dagsins í ár er nýsköpun fyrir græna framtíð („Innovation for a Green Future“) sem má telja viðeigandi vegna þeirra áskorana sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa í för með sér. Um þessar mundir stendur heimsbyggðin frammi fyrir annarri og óvæntari áskorun þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur hægt verulega á hjólum efnahagslífsins og lamað heilu samfélögin. Mikilvægi hugverka verður seint ofmetið gagnvart skammtímaáskorunum eins og heimsfaraldrinum og þeirri langtímaáskorun að gera samfélag manna svo sjálfbært að takist að forða því frá þeim hörmungum sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Undir venjulegum kringumstæðum gegna hugverkaréttindi einkum því hlutverki að hvetja til nýsköpunar og framþróunar, tryggja eignarrétt og stuðla að samkeppni og viðskiptum. Nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessum stóru áskorunum verður fljótt ljóst hvernig hugverk og hugverkaréttindi geta bætt samfélög og gert þau sjálfbærari. Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfa allir að leggjast á eitt, deila þekkingu og koma á fót samstarfi og samvinnu, jafnvel meðal aðila sem undir venjulegum kringumstæðum ættu í harðri samkeppni. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og í heimsfaraldrinum má öllum vera ljóst hversu mikilvægt alþjóðasamstarf í vísindum og tækni er ef takast á að sigrast á áskorunum sem virða engin landamæri, hvort sem um er að ræða ógn við heilbrigði eða umhverfi. Þrátt fyrir smæð sína getur Ísland átt mikilvægan þátt í því að takast á við slíkar áskoranir. Hér á landi eru aðilar sem stunda nýsköpun á heimsmælikvarða, svo sem á sviði umhverfisvænnar orkuvinnslu, kolefnisbindingar og heilbrigðistækni. Þá er sjávarútvegurinn gott dæmi um iðnað sem hefur nýtt sér hátæknilausnir í grænum tilgangi með því að auka nýtingu auðlinda og minnka sóun. Eins eru dæmi um að hugverk og hugvit í sjávarútvegi hafi orðið að lausnum á sviði heilbrigðistækni. Í heimsfaraldrinum hefur sömuleiðis orðið ljóst hvernig nýsköpun í þjónustu einkaaðila og hins opinbera, m.a. í formi rafrænnar þjónustu og ýmissa tæknilausna, sem hafa gert fjölda fólks mögulegt að vinna í fjarvinnu, hefur dregið úr umferð og þar með tilheyrandi mengun og slysahættu. Þannig kunna þessar fordæmalausu aðstæður að hafa breytt samfélaginu til lengri tíma eða að minnsta kosti flýtt fyrir nauðsynlegri þróun. Aukin vitund um hugverkaiðnað á Íslandi og hvernig hann getur verið grundvöllur fyrir sjálfbæra verðmætasköpun skiptir gríðarlega miklu máli. Í nýsköpunarstefnu fyrir Íslands, „Nýsköpunarlandið Ísland“, sem gefin var út árið 2019 kemur fram að nýsköpun sé „ekki aðeins grunvöllur efnahagslegar velgengni heldur lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga“ og að mikilvægt sé „að leggja áherslu á þróun grænna tæknilausna hér á landi í átt til aukinnar sjálfbærni í atvinnulífi og samfélagi“. Nýsköpunarstefnan, framlög til nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, Auðna tæknitorg, sem er ætlað að sinna tækniyfirfærslu fyrir háskóla- og vísindasamfélagið, fjárfesting einkaaðila í nýsköpun, hugarfar frumkvöðla og fjölmörg önnur framfaraskref leggja grunn að hugverkaiðnaði sem styrkir stoðir undir Ísland framtíðarinnar. Framtíð þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru í forgrunni. Öflugur hugverkaiðnaður og nýsköpun, m.a. á sviði grænna tæknilausna, verða leiðarstefið á næstu áratugum. Hugverkaiðnaður er að því leyti frábrugðin hefðbundnum iðnaði að hann reiðir sig ekki á náttúrulegar auðlindir og getur því staðið undir sjálfbærri verðmæta- og atvinnusköpun án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hugverk eru þannig aðeins háð takmörkunum hugans. Segja má að þau séu óþrjótandi, ólíkt auðlindum jarðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fyrirtæki í hugverkaiðnaði greiða að meðaltali 47% hærri laun en hefðbundinn iðnaður og að hugverkaiðnaður þolir betur efnahagsáföll eins og heimsbyggðin stendur frammi fyrir núna. Nýsköpun, hugverk og hugvit eru lykillinn að uppbyggingunni eftir neikvæðar efnahagsafleiðingar heimsfaraldursins, en ekki síður að því að skapa þá grænu og sjálfbæru framtíð sem er heimsbyggðinni nauðsynleg þegar loftslagsbreytingarnar komast aftur á dagskrá innan tíðar. Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun