Látum tíu þúsund blóm blómstra Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. apríl 2020 08:30 Það er margt sem maður lærir við það að takast á við heimsfaraldur. Fáa hefði líklega getað órað fyrir því hvað hliðarverkanir sóttvarnaraðgerða geta verið miklar og teygt sig inn á mörg svið tilverunnar. Ef einhver hefði sagt mér í byrjun árs að um páska yrði beinlínis bannað að fara í klippingu hefði ég átt bágt með að trúa því. Slíkar ráðstafanir hafa þó reynst nauðsynlegur þáttur í því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Þannig þurfti fjöldi lítilla fyrirtækja að loka dyrum sínum í apríl með því algjöra tekjutapi sem því fylgir. Mörg fyrirtæki sem þurftu að skella í lás eru lítil fyrirtæki á borð við hárgreiðslu-, nudd og snyrtistofur. Lítil fyrirtæki eru líklegri en þau stóru til að vera í rekstri og eigu kvenna. Þetta eru fyrirtæki sem höfðu ekki val um að halda sínu striki heldur var beinlínis gert að loka í þágu sóttvarna. Þess vegna var bæði mikilvægt og gleðilegt að aðgerðir sérstaklega í þágu þessara fyrirtækja voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirtæki sem skikkuð voru til lokunar og orðið hafa fyrir minnst 75% tekjutapi munu fá sérstakan styrk. Þessi fyrirtæki, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu hafa orðið fyrir miklu búsifjum og er brýnt að styðja þau á erfiðum tímum. Önnur fyrirtæki, sem eru í lægð en hafa þó ekki beinlíns þurft að loka, munu einnig fá stuðning í formi stuðningslána, en áætlað er að átta til tíu þúsund íslensk fyrirtæki uppfylla skilyrði um þau. Um er að ræða hagstæð lán, á meginvöxtum Seðlabankans (1,75%) sem eru nokkrum skilyrðum háð, svo sem að tekjur á 60 daga tímabili árið 2020 hafi verið minnst 40% lægra en á sama tímabili í fyrra. Með þessum og öðrum aðgerðum sem gripið hefur verið til á sviði efnahagsmála, til þess að bregðast við efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins er verið að standa vörð um fólkið í landinu og afkomu þess. Með styrkjum og hagstæðum lánum er verið að standa vörð um gríðarlega fjölda starfa og styðja þannig við að í samfélaginu verði áfram fjölbreytt mannlíf og atvinnustarfsemi. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem maður lærir við það að takast á við heimsfaraldur. Fáa hefði líklega getað órað fyrir því hvað hliðarverkanir sóttvarnaraðgerða geta verið miklar og teygt sig inn á mörg svið tilverunnar. Ef einhver hefði sagt mér í byrjun árs að um páska yrði beinlínis bannað að fara í klippingu hefði ég átt bágt með að trúa því. Slíkar ráðstafanir hafa þó reynst nauðsynlegur þáttur í því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Þannig þurfti fjöldi lítilla fyrirtækja að loka dyrum sínum í apríl með því algjöra tekjutapi sem því fylgir. Mörg fyrirtæki sem þurftu að skella í lás eru lítil fyrirtæki á borð við hárgreiðslu-, nudd og snyrtistofur. Lítil fyrirtæki eru líklegri en þau stóru til að vera í rekstri og eigu kvenna. Þetta eru fyrirtæki sem höfðu ekki val um að halda sínu striki heldur var beinlínis gert að loka í þágu sóttvarna. Þess vegna var bæði mikilvægt og gleðilegt að aðgerðir sérstaklega í þágu þessara fyrirtækja voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirtæki sem skikkuð voru til lokunar og orðið hafa fyrir minnst 75% tekjutapi munu fá sérstakan styrk. Þessi fyrirtæki, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu hafa orðið fyrir miklu búsifjum og er brýnt að styðja þau á erfiðum tímum. Önnur fyrirtæki, sem eru í lægð en hafa þó ekki beinlíns þurft að loka, munu einnig fá stuðning í formi stuðningslána, en áætlað er að átta til tíu þúsund íslensk fyrirtæki uppfylla skilyrði um þau. Um er að ræða hagstæð lán, á meginvöxtum Seðlabankans (1,75%) sem eru nokkrum skilyrðum háð, svo sem að tekjur á 60 daga tímabili árið 2020 hafi verið minnst 40% lægra en á sama tímabili í fyrra. Með þessum og öðrum aðgerðum sem gripið hefur verið til á sviði efnahagsmála, til þess að bregðast við efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins er verið að standa vörð um fólkið í landinu og afkomu þess. Með styrkjum og hagstæðum lánum er verið að standa vörð um gríðarlega fjölda starfa og styðja þannig við að í samfélaginu verði áfram fjölbreytt mannlíf og atvinnustarfsemi. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun