Hver eru áhrif Covid-19 á konur? Stella Samúelsdóttir skrifar 30. mars 2020 14:00 Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. Neyð hefur nefnilega ólík áhrif á ólíka hópa, kvenna og karla. Það er staðreynd að í neyð sem þessari eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum um allan heim. Á meðan Covid-19 faraldurinn gekk sem harðast um Kína og útgöngubann ríkti, þrefölduðust tilkynningar vegna heimilisofbeldis á fjölda lögreglustöðva þar í landi og tölur frá Frakklandi sýna nú þegar 30% aukningu á tilkynningum. Á heimsvísu sinna konur 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að verja þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf en karlmenn,. Á íslandi eru 85% heilbrigðisstarfsfólks konur, sem nú eru í framvarðasveit við að bjarga mannslífum. Reynslan af fyrri farsóttum (Ebóla og Zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru mun útsettari fyrir sýkingum. Faraldurinn hefur mun meiri áhrif á tekjur kvenna en karla. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða verst úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. UN Women stendur vörð um réttindi kvenna og stúlkna ekki síst á tímum kreppu, í neyð og þegar heimsfaraldrar geysa, líkt og nú. Í yfirlýsingu sinni, minnir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women stjórnvöld ríkja heims á að setja upp kynjagleraugun, þrátt fyrir tímapressu og hröð handtök. „Takið mið af þörfum kvenna og stúlkna í viðbragðsáætlunum. Tryggið að fjármagn ríkisstjórna til aðgerða vegna Covid-19 feli í sér aukið fjármagn til kvennaathvarfa og kvennasamtaka svo þau séu í stakk búin til að taka á móti fleiri konum sem flýja heimilisofbeldi. Komið í veg fyrir tekjuskerðingu og tryggið réttindi kvenna á vinnumarkaði og vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta og á ótryggum starfssamningum og því verst út settar fyrir uppsögnum.“ Stjórnvöld ríkja heims eru í þessum skrifuðu orðum að bregðast við útbreiðslu og áhrifum Covid-19 faraldursins. Við vitum að stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki byggja á kynjaðri nálgun skila einfaldlega minni árangri í þágu okkar allra. Um leið og við hjá UN Women á Íslandi fögnum þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram, þá viljum við hvetja þau sérstaklega til að safna kynjuðum gögnum á meðan faraldrinum stendur, að viðbragðsáætlanir hafi sjónarmið allra kvenna að leiðarljósi, að fjármagni sé veitt til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og til að bregðast við því, að kyn – og frjósemisþjónusta til kvenna skerðist ekki og að sérstakt tillit sé tekið til þarfa jaðarsettra kvenna í íslensku samfélagi, þá sérstaklega fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst að það fjárfestingarátak sem hið opinbera ræðst í til að byggja upp samfélagið, fari ekki einvörðungu í karllægari atvinnugreinar heldur styrki líka atvinnugreinar sem eru bornar uppi af konum. Þau sem vilja leggja verkefnum UN Women lið tengdum Covid-19 er bent á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. Neyð hefur nefnilega ólík áhrif á ólíka hópa, kvenna og karla. Það er staðreynd að í neyð sem þessari eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum um allan heim. Á meðan Covid-19 faraldurinn gekk sem harðast um Kína og útgöngubann ríkti, þrefölduðust tilkynningar vegna heimilisofbeldis á fjölda lögreglustöðva þar í landi og tölur frá Frakklandi sýna nú þegar 30% aukningu á tilkynningum. Á heimsvísu sinna konur 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að verja þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf en karlmenn,. Á íslandi eru 85% heilbrigðisstarfsfólks konur, sem nú eru í framvarðasveit við að bjarga mannslífum. Reynslan af fyrri farsóttum (Ebóla og Zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru mun útsettari fyrir sýkingum. Faraldurinn hefur mun meiri áhrif á tekjur kvenna en karla. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða verst úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. UN Women stendur vörð um réttindi kvenna og stúlkna ekki síst á tímum kreppu, í neyð og þegar heimsfaraldrar geysa, líkt og nú. Í yfirlýsingu sinni, minnir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women stjórnvöld ríkja heims á að setja upp kynjagleraugun, þrátt fyrir tímapressu og hröð handtök. „Takið mið af þörfum kvenna og stúlkna í viðbragðsáætlunum. Tryggið að fjármagn ríkisstjórna til aðgerða vegna Covid-19 feli í sér aukið fjármagn til kvennaathvarfa og kvennasamtaka svo þau séu í stakk búin til að taka á móti fleiri konum sem flýja heimilisofbeldi. Komið í veg fyrir tekjuskerðingu og tryggið réttindi kvenna á vinnumarkaði og vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta og á ótryggum starfssamningum og því verst út settar fyrir uppsögnum.“ Stjórnvöld ríkja heims eru í þessum skrifuðu orðum að bregðast við útbreiðslu og áhrifum Covid-19 faraldursins. Við vitum að stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki byggja á kynjaðri nálgun skila einfaldlega minni árangri í þágu okkar allra. Um leið og við hjá UN Women á Íslandi fögnum þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram, þá viljum við hvetja þau sérstaklega til að safna kynjuðum gögnum á meðan faraldrinum stendur, að viðbragðsáætlanir hafi sjónarmið allra kvenna að leiðarljósi, að fjármagni sé veitt til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og til að bregðast við því, að kyn – og frjósemisþjónusta til kvenna skerðist ekki og að sérstakt tillit sé tekið til þarfa jaðarsettra kvenna í íslensku samfélagi, þá sérstaklega fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst að það fjárfestingarátak sem hið opinbera ræðst í til að byggja upp samfélagið, fari ekki einvörðungu í karllægari atvinnugreinar heldur styrki líka atvinnugreinar sem eru bornar uppi af konum. Þau sem vilja leggja verkefnum UN Women lið tengdum Covid-19 er bent á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun